Nafn skrár:ThoSig-1867-05-05
Dagsetning:A-1867-05-05
Ritunarstaður (bær):Fiskilæk
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 102, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Þórður Sigurðsson
Titill bréfritara:bóndi,hreppstjóri
Kyn:karl
Fæðingardagur:1826-07-01
Dánardagur:1887-11-23
Fæðingarstaður (bær):Eystra-Súlunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Leirár- og Melahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Fiskilæk 5 Maí 1867

Háttvirti Vinur!

Jeg þakka þjer ynnilega fyrir medferdina á mjer sidást;- dável gjekk ferdin heim.

ì gjærdag tapadi jeg fyrir sunnann i Búdum af óad gjæslu eda flaustri Selskinns veski- eda er sumir kalla (sál) med tveimur flöskum tómum í um hvernig þær hafa farid gjet Jeg ekki sagt, jeg hild helst hjà einhvurjum af þessum,- Robb, Hjónsin, H A Sívertsen. eda E Símsen. Mikid þækti mjer nú vænt um, ad þù vildir ljá gód Augu og Eiru hvort eingin hefdi fundid þettad, mig munar reindar ekki um þettad því þad er so lìtilfjörlegt enn samt þætti mjer vidkunnanlegra ad þad fyndist þarna sudurfrá, (þad stendur svo á því) Tuskann átti ad vera med tveimur látum hringjum ì endanum og þar

endarnir úr Brumi vid Fúngamarks laussir um bara stjitti taskann var fremur lítil.-

gott væri ad fá línu um þettad þad fysta eda med tidínni (máskje med Signets póstsferdinni) So bid ynnilega ad heilsa þinni Elskulegu gódu konu vertu sæll Drottinn annist þíg og þína

þess bidur þinn Einlægur Vin,

ÞSigurdsson

Myndir:12