Nafn skrár:ThoMag-1871-01-17
Dagsetning:A-1871-01-17
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ í Tungu
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Þórunn Magnúsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1835-06-16
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Kirkjubæ
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Kirkjubæ dag 17 Januarm: 1871

Háæruverugi

Herra Prófastur

I vandræðum mínum ræð eg það af að léita til yðar, í þeirri vona ð þjer leiðbeinið mjer og liðsinnið með sömu góðvild, og þjer ætið hafið sýnt mjer og mínum.

Það litur ekki ut fyrir annað en eg ætli að verða hælislaus á næstkomandi vori, því Galtastaða bændur eru vist fastráðnir i að halda fyrirmjer jörðinni. Eg rjeði það

af strax. í haust, að taka Galtastaði út til á búðar eptir leiðis, og gerði þá ábúendurnar Stefán og Sigurgeir að vara um það, og bað þá um leið að segja mjer, hvort

það mætti nokkurri tmótspyrnu af þeirra hendi, Fyrst gáfu þeir þessu engann gaum, en þegar

place="supralinear">það siðar var itrekað, ljet Stefán á sjer heira, að hann mundi sitja eptir sem áður. Sigurgeir vildi alldrei neinu svara, og var þó vist liðinn

Nóvember þegar það siðast var orðað við hann; eg hjelt þá að hyggilegra væri fyrir mig, að láta stofna vottana til kynna þeim þetta áform mitt, og svo þjer gjetið sjeð

hvernig það var gjört, læt eg það fylgja með, Sigur geir sem alldrei hafði viljað svara neinu skrifaði þá degi siðar Stefáni hjer Einarssyni miða, sem eg lika legg hjer

innani. Siðan eg fjekk þetta blað frá Sigurgeiri er eg alldeilis ráðvillt og úr ræða laus. Eg get ekkik sjeð að neitt gott geti leitt af því að

finna Sigurgeir og yrðast við þá bændurnar um þetta, eg bið yður því að virða mjer til vorkunar, þó eg leiti til yðar, bæði um það að vita hvert eg eigi ekki skylausan

rjett á að fá jörðina til á búðar í vor, og svo um það, hvernig eg eigi að ná rjetti mínum í vor, ef þeir halda þessu fram að setja mjer þar í ljósi Helst vildi eg þetta gjæti

jafnast með góðu með ráðum og til lögum góðra manna, og því langar mig til að biðja yður eitt hvað að hlutast til um þetta min vegna.- Mjer fannst mjer skyldast, að

synda sem bezt eg gat fyrir mjer og mínum, og þessvegna kaus eg mjer Galtastaði, að eptir sem nú stendur á þá eru Geirastaðir mjer ónogir, enda er það hálfuminni

jörð enn Galtastaðir.- Aður enn eg af rjeði að taka Galtastaði ráðfærði eg mig um það við góða menn í hreppnum, og var siður um það, að þeir láðu mjer það eða

lettu þess. Stefán á Galtastöðum hefir eins og allir vita, ekki fyrir mikilli ómegða að sjá; en Sigurgeir þó hann egi tvö

börn, sem ekki eru alveg uppkomin, datt mjer alldrei í hug, að vildi koma ár sinni svona fyrir borð, og eiga jafn marga góða og meigandi me

rend="overstrike">inn að, auk þess sem hann og sinir hanns þrír eru hver öðrum betur vel vinnandi. Atyrði

hans um samvisku leisi mitt virði eg honum samt til vorkunnar því á öllum getur sannast "að blindur er hver í sjálfs sins sök"

Brjefið er orðið og lángt, og yður til mæðu og leiðinda þjer verðið að fyrir gefa mjer það

Með ást og verðingu

er eg yðar

Þórunn Magnusdóttir

Myndir:12