Nafn skrár:ThoPal-1842-01-18
Dagsetning:A-1842-01-18
Ritunarstaður (bær):Ási
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0. 8 Mar 00

Asi þan 18 jan: 1842

Elskadi brodir!

Mikid ertu godur ja margfalt betri enn ieg verdskulda ad þu skulir skrifa mier nockra linu þegar ieg er svo skammar lega löt ad skrifa þier en þettad verdurdu ad firirgefa mier og ætla ieg nu ad lofa bót og betrun ieg seigi þier þad satt ad þá ieg skrifi þier sialdan þá er þad ecki af þvi ad mier sie ecki vel vid þig þvi þad er og verdur mier á undan ieg tóri ecki þarftu heldur ad láta þier detta i hug ad þu hafir nockud þad skrifad sem mier hafi þockt midur en þad er svo langt fra ieg hef altiendt skemtun og ánægiu af brefum, þinum og þacka ieg þier nu sem best ieg kan firir þaug einkum þad sidasta af 18 Oct: firra árs þvi hin hef ieg mind ast vid ad þacka þier ádur, mikid gladdi

þad min ad ieg sá af brefi þinu ad þier lidur vel gud gefi mier ad fá altiendt ad heira sem bestar frettir af þier Ecki get ieg sagt þier frá hvad sart ieg sackna Steffans sal bródir ockar æ han var mier altiendt svo godur og vid frá þvi firsta hvurt ödru svo hiartanlega kiært en hier er eckert um ad tala mig skal þvi meira gledia su fullsæla sem han hefur nu feingid og þetta er ecki langt þangad til menn: fá ad finnast aptur i þetta sinn verdurdu ad firirgefa þó ieg skrifi þier aungar frettir nema af sialfri mier og ockur hierna ieg veit lika ad Sigg br seigir þier þær þvi han er fliótari ad færa penan en ieg vid Þord min forum hingad i vor sem leid vid höfum unad ockur vel og allir hafa verid ockur sialdeilis gódir i vetur um jolaföstukomuna giptist ieg i minna lagi var veitslan þvi ecki voru nema 3

adkomandi stupa Haldors sem nu bir hier i soknini og er gipt Vigfusi sini sira Stephans á Valþiofstad gaf honum vid þetta tækifæri 80 speriur nu hef ieg eckert meira ad seigia þier um þetta nema ieg er 00000 vel ánægd med manin og máttu þá trua ad þad sie eitthvad vid han og han er mier svo gódur eins og ieg vildi best á kiósa ecki00 get ieg sagt þier med vissu hvad um ockur verdur æ ieg vildi þu giætir horfid til min stund og stund br m þá giæti ieg talad margt þad vid þig sem i get ecki skrifad hun Sigr sistir ockar á b enn ieg ad fá ad siá þig á hvuriu ári mier þikir nu lika vænt um ad þu kemur til hennar ieg held þad sie gestuk ieg veit Sigg br skrifar þier alt um sina hagi han var hier i sumar og hafdi ieg skemtun af þvi han var mier lika gódur og mier finst i sannleika ósköp gott siá honum Þord min bidur kiærlega ad heilsa þier og madur er lika vertu nu sæll

gud annist þig þin systir

Þorun

S: T: Herra Studioses Páll Pálsson á Arnarstapa á Vestfjördum

Myndir:12