Nafn skrár:ThoPal-1845-04-11
Dagsetning:A-1845-04-11
Ritunarstaður (bær):Ási
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0. 24 jan 00 0sigg 22 jan

Asi þann 11ta April 1845

Astkiæri bródir!

heldurdu mier seigi nu ecki firir ad skrifa þier tvisvar á sama missirinu enn af þvi svo sein ferd fellur sudur med student Sigurdi Gunnarsini sem ætlar ad vigast til Disiarmi00r get ieg ecki stilt mig um ad lata þessar linur hlaupa fátt er nu annars fretta sidan ieg skrifadi þier i vetur ockur öllum hier á heimili lidur bærilega veturinn hefur verid hinn æskilegasti mig minnir ad ieg væri ad bidia þig ad sækia um Kirkjubæ i vetur þvi sira Biörn var mier sagdur i andlatinu enn nu er þad af honum ad seigia ad han hefur aldrei verid upp á langa tima brattari enn nu

öllum kunningum þinum hier firir austan lidur bærilega þad ieg tilveit Runolfur á Þorvaldsstödum hefur ad sönnu leigid sidann á Þorra enn er nu mikid i apturbata enn þó aungann veigin komin til heilsu Siggeir er lika vesæll sem han mun hafa skrifad þier þó er hann vist skarri en i haust Ecki færdu i þetta sinn bref frá Sigurdi br ockar þvi han er nordur i Vopnafirdi og veit ieg honum þikir þó firir ad geta ecki skrifad þier þvi han vildi helst giöra þad med hvurri ferd Mikid opt hvarflar hugur min til þin og mikid óþreitt óskadi ieg eptir þier austur til min ef ieg vissi þad kiæmi upp á nockud ieg held meigi nu fara ad hætta ad tala vid þig i þetta sinn vertu þá i ástsami qvadd

ur af mier og öllum minum þier oskar als hins besta

þin sannelskandi sistir

Þ Pálsdóttir

S: T: Herra Stúdent Páli Pálssyni a Arnarstapa fylgir böggull forsigad- ur og merktr P:P:

Myndir:12