Nafn skrár: | BenHal-1903-05-18 |
Dagsetning: | A-1903-05-18 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3081 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Benedikt Hálfdanarson |
Titill bréfritara: | vinnumaður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1845-00-00 |
Dánardagur: | 1933-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Odda |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Mýrahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | A-Skaft. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
hvar eða hvert for, eg heirði þo að hann hefði farið til California enn hef aldrei frétt um hann síðan, það var sagt að hann hefði farið héðan talsverdt skuldugur og með peninga sem ekki atti líkast til hefur orðið að hafa það í fargjald hvert sem for, annars vissum við lítið um hann uppá síðkastið hér, sem kansgi var af því sem hann ekki gat feingið peninga lán hja mér, sem var af því eg sá hvaða stefnu hann tók, hraustir einhleipir reglumenn géta vel bjargað sér hér án þess að taka peningalán eg minnist á þetta því þú þektir svo vel til Jons og hans folks og Jón var vel greindur og margt vel gefið svo eg vona að hann hafið sieð að sér og bætt ráð sitt, eg hef stundum verið spurður eptir honum sérstaklega af Benedikt Oddsyni eins og þeir voru svo skyldir, eg sá einu sin í blöðunum hér að það hefði fundist þikt og gott lag af kolum á islandi á norðausturlandi, hef aldrei frétt síðan hvað ur því varð, það er nú best fyrir mig að hætta þessum spurningu og ollu saman og að þú vilir fyrirgefa mér alt, Sigríður biður að skila kærri kveðiu til ykkar Guðlaugar og Ástríðar eg í sama mata bið að bera þeim mína bestu kveðiu og oska að guðs friður og kærleiki meii hvíla yfir þér og þínum nú og æfinlega, af hjarta þinn El B. Hálfdanson 18 of may 1903 1 1/2 Montrose ave Toronto Ont Canada Elskulegi Torfi! Jeg þakka þér innilega fyrir þitt alúðar filsta tilskrif af 13 nov 102 sem eg fékk með bestu skilum 27 af Dec það gleður okkur ávalt að frétta frá þér og ykkur og að við erum í anda með ykkur hvert að geingur með eður móti, okkur þótti mjög sárt að frétta um að þið urðu að sjá af svo góðum og mannvænlegum börnum hvert á eptir auðru, Já barnamissirinn er æfinlega, tilfinnanlega, sár, sérstaklega þá þaug eru því nær gróinn upp og að góðar vonir og fegurð æskunnar skín sem bjartast, það eina sem ur því bætir er traust og von til guðs að fá a sjást aptur og mér þotti vænt um að þú mintist á það, af því sem eg trúi að eins og við höfum borið líkingu þess jarðneska eins munum við og bera likingu þess himneska, og að við aull fáum að sjast aptur og vera þar sem eiginn aðskilnaður er og ekkert sem gétur hrigt gleði og á næju lífsins hjá guði, það gleður mig að heira um hvað Jeg og við þökkum þér mikið vel fyrir mindina sem þú sendir og sínist mér á henni að þér sie ekki mikið farið aptur fra því sem eg þekti til, og kémur það heim við það sem mig var að dreima nokkru áður enn eg fékk brefið að eg þottist vera staddur í Olafsdal og firsti maður sem eg sá varst þú og eg sagði þér hefur þá ekkert farið aptur síðan eg for í burtu, þú kallaðir til mín og ætlaðir að sína mér eitthvað, enn eg vaknaði og misti drauminn, Sigríður varð fyrir því slisi í January að hún datt í frostnum götum og brotnaði handleggur hennar rét við únliðan og fyrir þá sök hefur tekið leingry tíma að gróa aptur enn ef að hefði verið dálítið leingur frá únliðanum hún er ekki jafn goð af því enn þá enn verður verður þó smatt og smatt þá leingra dregur frá, að auðru leiti hefur okkur liðið og líður vel og lifum í sama stað þó að hafi verið skipt um nafnið eins og þú sérð, við Kristín vinnum í sömu stöðum og eg gat um seinast og Jon fer á skólann geingur frem vel folk hér seigir að eg sie að yngast upp sem valla er furðandi þar sem eg hef ekki gjördt neina harða vinnu því nær í 4ur ár enn hef það sem með þarf til að við halda sal og líkhama og eg ætti að vera mikið þakklatur til guðs sem á valt hefur géfið mér svo góða heilsu og enn þá má seiga að eg ekki finni til neins lasleika eða bilunar hvað heilsu snertir seinast liðið sumar tokum við Jon okkur trip til að sjá njagara fossin og var það ein sú besta og skemtilegast ferð sem eg hef ferðast hér eins og líka að weðrið var eins og best mátt á kjósa, þú hefur víst feingið bréf frá Bjarti broður þínum síðan að þú skrifaðir mér eins og hann skrifaði mér í haust að var eptir að han sá hvað mikið hann hafði í á goðu eptir alla sumar vinnuna, skrifa eg honum stundum tvisvar áður enn eg fæ svar enn eg veit af hverju það er svo eg virði það á besta veg fyrir honum og að han skrifar mer alt eins og er og hefur sagt að hafi skrifað mer sumt sem hann seigist ekki seiga nokkrum auðrum eg held upp að skrifa honum eins leingi og gét, bréf á milli okkar tekur einungis 3ja dag ferð nú hef eg verið að bíða eptir brefi frá honum eins og það er ekki svo langt síðan eg skrifaði, Konan hans skifaði Sigríði snemma í Jan '03 þá leið þeim öllum vel og að þaug eignuðust son 28 af December sem að þaug bæði voru mjög glöð af og að eg er glaður bjartar vegna því ef að tveir dreingir hans fá að lifa hjá honum þá er það mikil hjalp á farmi, hún sagði að það væri langt síðann þaug hefðu komið til Lárusar, sem líkast til hefur ekki verið síðann að ari liðnu, að Bjartur sagði mér að þaug voru í heimboði hjá Lárusi á Jóladaginn 101 hvað eg skil þá er Lárus svo sem 5 mílur frá bjarti - hvað eg hef ráðið í þá er kona bjartar góð og for stöndug bú kona, og mikil hjalp til hans, faðir hennar er hjá þeim og er frem efnaður sem eg hugsa að þaug njóti í einhverju eins og dottur hans er mest uppá halds barnið, þú hefur nú sjalfsagt feingið bréf frá bjarti svo eg hætti, hundrað mílur héðan eru nokkrir yslenskir bændur sumir sem komu in 1873 svo sem Asgeir Baldvinson bæar nafn hans er Hekkla þeim þikir gaman að halda við nöfnum að heimann ingsti bróðir Ásgeirs tók burt fara próf við háskólan hér í sumar að var Benedikt og Olína eiga eina dottur vel greinda og efnilega 12 ára, Benedikt vinnur við skósmiðar og að gjorðin hefur geingið það vel þó víða hafi verið síðan hingað kom sem víst kemur nokkuð til af nokkurs konar óeirð í hugsun hans og bref hans eru stundum halfhláleg þá mikla skruddurnar eru í honum af því sem honum likkar stundum ekki sem best við folk hér og hattsemi þess, enn þikist verða að riðja því ur sér við mig með því að seiga mér af hugsun sinni um það sem sér og heirir eins og þú munt þekkja þa er Ben vel greindur og margt vel géfið þott sumt hafi ekki sem best lagast fyrir honum þaug komu til sja okkur í Ekki þekki eg neitt til Sigurðar svo ed spirits, being Spiritualist liggur við han sjalfur að svara fyrir Bible old and new testa ment tala á móti spiritualism eins og mörgum fleirum nú móðis kenningum sem nú eiga sér stað svo víða í Toronto er um 13an mismunandi trúarflokkar, spiritualist eru hér og hafa verið fyri nokku ár þeir ut breiðast þó ekki svo mikið eða fjölga þeir hafa samkomur sínar líkt og kirkju folk á sunnudögum og einu sinni í viku 0000 a we.day. Kennary eður tals maður þeira sem eru í Toronto eru 2 konur ræður þeirra eru eins og (Lecture) um talsefnið geingur mest út fra að seiga um krapt og eðli andanna og svo spiritness ages þeir sem vilja heira þá verða að borga sem svarar 35 aurum fyrir fram eða aður enn géta komist inn fyrir dyrnar fyrir nokkrum árum þá vann einn af þessum, spiristualist, andatrúarmönnum á sama verki sem eg vann á og var þa mykið talað um anda trúna og að han mun hafa sagt alt sem um vissy einsog þeim er ant um að fá aðra á sitt mál eða tru, sem eg hef aldrey gétað tekið inn eða felt mig við, eins og að það er gagnstætt sönnum grundvelly og réttry trú á og til guðs sem okkur hefur frelsað og hann einum ber heiður og tilbeisla, og hvað er það annað enn vantar til guðs, sem þessir anda truar menn eru að finna ut það er víst mjög sjaldgæft að sja þessa menn sem gefa sig við anda tru eður þess leiðis að þeir verði í nokkru betry það eina sem eg hef séð að folk verður betra fyrir og hæfilegra fyrir guðs ríki, er að trúa og treista guði fyrir lífs og salar vel ferð hér og síðar og að gjöra samkvæmt því, hvað aðrir seiga um spiritualist Dr. J wild eirn af þeim lærðustu guð fræðingu í Toronto, þá han hafi komið á fundi þeirra í því skini til að sja eða læra nokkuð, þá hafi þeir aldrey gétað gert neitt eða sínt með krapti andans og að þeir vinni á fáeinu trúar veiki, Dr Watson hann mun vera eirn af þeim lærðustu guðfræðingum í Bandaríkum og eirn af þeim bestu kennimönnum eða anda gift, sem eg hef heirt tala, hvað han seigir when professing christjans go off into Spiritualism, christjans science or other Satanic religions they always claim to be taking advance steps in the knowledge of god, the pop of rome Leo 13 gods spirit speaking through the sacred writers did not intend to teach men things that were of no use fore their salvatjon, og svona mætti eg halda á fram enn þettað nægir til þess að gefa þér hugmind um hvað lærðu mennirnir halda af spiritualist og þeirra kenningu, Christjans science, and Spiritualist eru hver á moti auðrum enn presta stéttin af hvaða flokki sem er, eru á móti þeim báðum in march var besta veður april var kaldri með frosti á næturnar nú er þo orðið gott og ut litið er gott allstaðar að fretta, því nær ovanalega mikill er folks flutningurin til Canada þetta ár 16000 settlers foru fram hjá Winnipeg yfir april, og hef eg svo séð hvað ovanalega margir flytja fra Norwejy þeir giska á 40 000 þetta ár til Bandaríkja og að stjornin ætli að fara a koma í veg fyrir svo mikin utflutning, þeir flytja í stórhopum frá Bandaríkum til Canada north west það er annars ut lit að Canada verði mykið og fjölment land og ef að nya járnbrautin verður byggð sem komið hefur til orða þá hjálpar það til að filla upp. Járnbraut þessi sem talað Grand trunk pacific Rail road byrjar frá Quebec westur til hafs eða British Columbja það gétur nú skeð að taki tíma til undir búnings eins og þá vantar að gjöra stock eður capital of $ 75.000000. tala þó um að byrja þá $ 2.000.000 er komið bændum í norðwestur Canada einsog viðar þikir vænt um ef þetta hefur framgang, eins og Canada Pacific, er ein um hituna, leingstu flutninga sérstaklega þá westur dregur og géta sett verð á eptir sínu eigin höfði þeir eru nú að seiga spádoma sína svo sem að alt sem drifið sie á fram með steam, eða gufu á sjó eður landi in 30 árum hér frá þá verði það alt drifið áfram með Electricity það er annars mykið hvað því hefur fleikt áfram á fáum árum, sem valla sast hér nú ekki einugis götu vagnar held heldur og sumir aðrir vagnar fljúa við fáum hér dagblaðið Lögberg fra winnipeg þo að sie half ónítt, og flest sem í er sie eg laungu áður en hér kemur eins og han er mest alla tekin ur auðru blöðum, það mesta sem okkur vantar hann er að við sjáum stöku sinnum lítið eitt af frettum að heimann af því sem eg trui ekki sem best hvað sagt er hér, þá vantar að fretta fra þér um hvað opt kémur aðal post skipið til yslands á manuði og kémur það við heima fyrir utan í Reykjavík, hefur þú nokkurn tíma frétt af Joni frá Brekku eða hefur hann skrifað það heim, hann var hér nokkur ár og for í hermanna fielagið sem eg held að gjörði honum lítið gott einso og hann síndist taba réttry stefnu og reglulegu lífs framferði, sem að ungum manni sæmir best margir hermenn drekka of mikið af áfeingum drikkium Jon fór héðan svo að fair vissu um |
Myndir: |