Nafn skrár:ThoPal-1819-06-16
Dagsetning:A-1819-06-16
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarstödum d 16da Jun. -19

Elskuleigi bródir minn gódur !

Léttbrýnd hefur mönnum ieg þótt vera ad undanförnu, enn fram úr keyrdi nú med þad, þegar eg fékk brefid seinasta frá þér ; þad var mér sannarlegur gledibodskapr af fiærlægu landi ; hafdu því mínar ástfyllstu þakkir fyri þad sem allt anad fornt og nytt dygdaríki þitt til mín. _ Annadhvört er um þad ; ad þú ætlar ad verda efni í spámann, og hann ekki ómerkann ellegar ad þú hefur hitt á Oskastund- -ina, þegar þú skrifadir um hana Buxu mína, og óskadir, ad hún bæri mér tveim gimbrum smokkótt- -ann, því, - þú trúir því máské ekki, en þad er þó satt_ óskin rættist;

ieg eignadist undan Buxu okkar á dög- -unum tvílembíng, og þad tvær gimbr- -ar, adra ssraudsmokkótta, adra Móru- -smokkötta, sem bádar lifa og stíga vel á legg, hefur Módir þeirra vel gétad fædt þær bádar ; so nú er komid í gott horf fyrir mér ad fara ad hleypa uppFienu. _ Af lærdóms sökum mínum gét eg ekki anad sagt þér, en ad eg n000. vetr lærdi 4ra kapitula af lærdóminum mínum ; þess á milli var eg dálítid ad myndast vid ad prióna, og einstaka sínum skaust ieg til ad taka i Rokk- ana stúlknana. _ Nú er best ad hætta þessu markleysu bulli ; fyrigefdu þad, besti bródir ! og láttu ekki leingi verda ólaunad

þinni halflausu elsk. systr

Þoruni Palsdóttur

Myndir:12