Nafn skrár:ThoPal-1822-01-08
Dagsetning:A-1822-01-08
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hiartkiæri Brodir

firir þitt elskulegt tilskrif þacka eg þier hiartanlega nu eru allir ad skrifa þier til og þo eg sie nu vanburda til skriptana verd eg samt ad herda upp hugan og lata þig sia mitt liota klor, ei verdur nu bréfs efnid anad en segia þer at Fiarhag mínum i vor misti eg Bugsu mina ofani Keldu fram i halsendanum en þad þockti mier sarast ad þegar hun fanst ultu inan ur heni 2 lömbin þvi hun hun hefur verid tvilembd a hvuriu ári sidan þu badst firir heni i sumar misti eg badar smockur mínar ur meini, og i haust var Irsi min skorin so nu a eg eckert eptir af henar af sprengi nema eirn saud moraudan a anan vetur nu hætti eg vid frettirnar eg legg hier in visu sem var a forskrift er frændi min gaf mier eg er nu ordin kafsveitt ifir, þessu en eg gled mig i von um goda borgun fra þer. lifdu sem best eg kan oska

þín elskandi sistir

Þorun Palsdottir

Hallfredarstödum, þan 8 Januvar 1822

Myndir:1