Nafn skrár:BenHal-1903-05-19
Dagsetning:A-1903-05-19
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

19 of may 103

Elskulegi Torfi

Rétt áður enn eg ætlaði að senda bréfið þitt á stað í langa ferð fekk eg bref frá Bjarti bróður þínum, hann seigist fyrir stuttu hafa feingið bréf frá þér, það var gott að þér og ykkur aullum leið vel, bjartur seigir að sér og sínum líði vel og að aull sieu við goða heilsu sem hann er þakklátur fyrir að litli sonur sinn sem fæddist 28 Dec sie vel frískur og dafni vel með gróður á því sem plantað og sáð var í haust og vor sie á eptir því sem vant sie lítill sem komi til af óvanannlegry kaldri veðráttu í apríl og svo hafi

komið svo miklar rigningar að sumt var því nærri á floti svo að utlitið sie að margt verði rírari hjá bændum enn að hefur verið nú undannfarin ár sérstaklega í firra, næstliðið sumar sem var svo ágæta gott með alt hann er þó vona goður með alt hjá sér þá verðrið kemur gott og heldur að sie ekki eins skemt eins og að ut lit var fyrir, hann seigist ekki hafa sieð Lárus fyrir meir enn mánaðar tíma hann og hans líði þó vel svo mikið sem hann viti um, þá eg skrifaði bjarti í haust bað eg hann með einhverjum góðum ráðum og lipur leika um að fá Lárus til að skrifa þér, enn bjartur seigir mér nú að hann hafi

opt beðið Lárus eins vel og að hann geti um að skrifa broður sínum Torfa enn það sie eins og Lárus hugsi svo sem ekkert um eða til skild folks síns eður neitt heima á íslandi svo að han hefir géfið upp að biðja han um að skrifa, það eru sumir sem gleima sínum og ætt jörð sinni þá þeir komast í velmeigun hér yfir höfuð þá veit eg að bændur hér eru mjog latir á að skrifa og þikast ekki koma því við eður hafa tíma og kemst svo í óvana, því um hugsunin er öll um búskapinn sem erinhvern vegin yfir gaf mig, með bestu oskum til þín og þinna og eg hugsa um bjartann morgun í betra landi þá eg fæ að sjá ykkur öll ásamt alla sem eg hef lærdt að þikja vænt um, þinn El Benedikt

ingsti sonur Bjartar heitir Joseph, það er afa nafn hans gamla Joseph þikir mjog vænt um og sér um hann þá hefur tóm stundum veðrið hér á gætt og alt í bloma oskandi væry að þið hefðu og svo gott veður með mörgu fleiru sem gjörir lífið liett bært og glæðilegt þinn einlægur kunningi

BHS

Myndir:12