Nafn skrár:ThoPal-1826-12-22
Dagsetning:A-1826-12-22
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarstödum þann 22 Desember 1826

s0 3 Junii 27.

hiartkiæri brodir

Ætli þad verdi nu langt þangad til eg fæ ad sia linu fra þér sem mig langar svo mikid eptir enn eg veit eftir sem mier er sagt fra vegaleingdinni ad þad getur ecki ödru vist verid enn eg verd þessi feignari sem eg fæ þad seinna eckert get eg sagt þier i freittum heldur enn vant er i haust tok amma min af Madame Þoruni i Krossavik frændstulku ockar Þoruni Sigurdardottur ad giora tilraun vid hana med framfarir a ad læra ad lesa: þvi þad geingur mikid bagt ad kienna henni þvi hun er 00000 getu litil og þad þikir ömmu minni ofur mikid firir ef hun getur eigi tekid nein um framförum hia henni þa þvi skrifar mier næst ætla eg ad bidia þig nockurs sem er ad þu kiennir mier rad til ad rapa amma min gaf mier frackaefni eins og Sigridi enn vill hvurki snida þad nie sauma sier

enn eg deingist dalitid upp i hann enn mig langar til ad vera frackaklædd eins og hitt folkid firirgefdu godi brodir þetta rugl og borgadu mier letur enn eg fartinna og lifdu svo vel sem oskar og ann

þin elskandi sistir

Þorun Palsdottir

Myndir:12