Nafn skrár:ThoPal-1846-09-27
Dagsetning:A-1846-09-27
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

00 24 jun 47

Hallfredarstödum þan 27 Sept. 1846

hiartkiæri bródir

Astar þackir firir þitt sidasta góda bref ieg lofadi þegar ieg kloradi þier seinast ad giöra þad rækilegar i næsta sinni enn nu er ieg svo til sinis og svo komid firir mier ad ieg hef eckert ad skrifa nema ad þilia þier raunir minar sem mier sinast nu ædi þungar þo ieg eigi ecki ad klaga ifir Guds mins rádstöfum honum þoknadist firir viku lidini ad taka til sin mannin minn hann druknadi i lagarflióti i sama stad og upp á sama máta og fadir hans sem er nu fundin sem er mikil raunabót han á ad iardast hia födur sinum á mid vikudagin kemur á afmælisdag litla Steffans ockar

æ bródir minn þu mundir iáta med mier hefdirdu þekt han ad ieg misti i honum bædi vænan og gódan mann tárin bana mier ad nefna han meira þad er nu huggun min ad þó min tár flioti og mier finist ieg umkringd af bagindum ad h00r þa þá er alt hans böl bætt æ hvad á ieg nu til ad giöra bródir min ieg er heilsulitil og væntan lega ef ieg færi med 3 börn eptirleid0s mier finst ieg eingin madur vera til ad bua svona ein, en ieg sie þó ecki hvurnin mier er mögulegt ad geta tapt, börnin get ieg ecki skilid vid mig þvi þad af skildfolki minu sem ieg vildi vita þaug hiá er vegna sitthvurra kringumstædna ómögulegt ad taka þaug æ ad þu værir nu hvorfin til min til ad hugga mig og rádleggia mier

þvi meira má ieg ecki seigia timin og fleira banar mier ad seigia meira vid þig ieg kemst ecki til ad skrifa Sigr sistir ockar þu seigir henni fra raunum minum þegar ferdir falla Þordis min bidur ad heilsa þier

vertu sæll þu ert i anda kistur af þini auminga elskandi sistur

Þ Pálsdót

6= 00000 00 419 00 Herra Studioses P: Pálsson á Stapa 000 105

Myndir:12