Nafn skrár:AdaBja-1905-01-24
Dagsetning:A-1905-01-24
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth Nebr Jan 24 1905 Lancaster Co RR 00

Elskulegi bróðir

Jeg skammast mín að hafa trassað svo lángt að skrifa þjer þú hefur víst leingi verið að vonast eftir línu frá mjer en jeg hef nú aldrei verið góður skrifari eins og þú veist en skal nú reina að senda þjer fáeinar línur til að láta þig vita um okkur það er að segja um mig og mina og Lárus Jeg er nú níbúin að fá brjef frá Benidict hann hefur nílega fengið brjef frá þjer og segir hann mjer frjettirnar ó elsku bróðir minn jeg vildi jeg gæti huggað þig þú hefur orðið firir svo miklum erfiðleikum þú hafðir nóg að stríða við áður

en þessi birði va sorg var lögð á þig það sem mig lángar til að sega þjer gæti jeg betur sagt þjer munnlega en hugmind mín er að þeir sem lifa Guðlegu lífi og hafa hans anda í sjer eru sælir lifandi eða látnir það eru margir foreldrar sem ala upp börn og sjá þaug fara til glötunar og eru alveg kraptalaus að hjálpa þeim það er víst það óttalegasta sem gæti komið firir nákvæma foreldra ef þú vilt firirgefa mjer elsku bróðir þá skal jeg sega þjer draum sem jeg hafði firir 25 árum þegar jeg var í Canada mig dreimdi að hún Ingibjörg sáluga var að sína mjer mindabók það vóru ekki sjerlega mörg blöð í bókinni firstu blöðin vóru óskjírar

mindir svo komu mindir svo fallegar að jeg hef aldrei sjeð fallegri mindir síðan í vöku það vóru falleg blóm grænir akrar grænir skógar stöðuvötn og fee og kjír og þegar hún hafði sínt mjer þessar mindir þá sagði hún "þettað eru mindirnar mínar„ en það var svo sem helmingurinn af því sem var í bókinni jeg hef oft hugsað um þennan draum og gleimi honum aldrei Já jeg var nú á fimta ári þegar blessunin hún móðir okkar dó en jeg man eftir henni samt ekki mikið en nóg svo jeg á mind hennar í hjarta mínu elsku móðir okkar hvað þreitt hún var missti fimm af börnonum hvaða sæld að kvíla sig hjá föður okkar á himnum en jeg vildi hún

hefði lifað til að biðja firir mjer jeg hefði þá kannskje gört henni meiri raunir en jeg kannskje jeg hefði þá ekki verið eins stirður og drumblegur eins og jeg var ef hún hefði mátt vera hjá mjer en þú elsku bróðir görðir þitt besta til að gánga í hennar stað en það var ómögulegt að koma lífi í mig en jeg skal blessa nafn þitt eins leingi og jeg lifi firir það sem þú görðir firir mig og umfram allt firir að senda mig til amerícu bandaríkin eru að jeg held það besta pláss í heimi firir mann að lifa og ala upp börn sín þar sem frjálsleika góða stjórn gott ríki góða heilsu og gott siðferði snertir jeg hef nú ekki mikla von um að börnin mín skari framm úr öðrum krökkum með gáfur eða lær

dóm en mig lángar til að ala þaug upp Guði til dyrðar.

Já jeg birjaði að skrifa þjer brjef en allt fór í mas jeg veit valla hvar jeg á að birja það er svo lángt síðan jeg skrifaði þjer en first er nú að okkur líður öllum vel við eigum þrjú börn jeg sendi þjer mind af 2ur þeim elstu við eigum lítin dreing hann var tvegga ára á jólonum hann er efnisbarn eins og hin hann hefur hvítt hár og blá augu hann heitir Jóseph í höfuð afa síns Perry er elstur hann er á nyunda ári hann gengur á skóla og gengur vel Lúsy er á sjöunda ári og gengur

líka á skóla jeg hef búið á landi tengdaföður míns nærri í þrjú ár og atla að vera hjer næsta ár gamli maðurinn er hjá okkur og er vel ánægður búskapurin hefur gengið fremur vel undanfarin tvö ár hafa verið í meðallagi en prís á öllu góður seinast undanfarið ár þá fjekk jeg 1800 bushels af Corni Maís 376 af heiti og 330 af höfrum 100 búshels af kartöflum og nóg af heii og öðru gripafóðri en þriðjúngur af korntegundonum fer í rentu jeg hef 5 kyr og el vanalega kálfana til þeir eru ársgamlir og sel þá jeg el líka svo sem 25 svín á ári og hef 5 hross jeg hef nú nóga vinnu árið umumí kríng að hirða um þettað og göra allt einsamall

og þegar sumarvinnan birjar þá er jeg vant við látin jeg þarf þá ekki að vinna fjaskalega hart því jeg hef nóg af verkfærum og maður görir nú mest af akurirku ríðandi

Jeg keipti nú 80 ekrur af landi í firra það er 5 mílur hjeðan og 6 mílur frá Larusi það er gott land nítt með húsi og útbiggingum vel girt með stórum aldingarði firir $3800 dollara jeg er nú samt í skuld firir 1000 do á því en get nú borgað 500 d í vor og ef allt fer vel þá vona jeg að geta komist úr skuldinni eftir svo sem eitt eða tvö ár það getur skjeð að jeg flitji mig á það næsta ár það er nú samt ekki útráðið enþá jeg held jeg hafi nú sagt þjer

það mesta af búskap mínum og skal jeg nú reina að sega þjer af Lárusi hann gæti nú kannskje skrifað þjer sjálfur en jeg skal samt í það minnsta sega þjer af dálítið af honum það er nú að honum líður vel er við góða heilsu fjörugur og frískur og ber aldur sinn fremur vel hann og kona hans eiga eina dóttir hún er jeg held á 19da ári fremur lagleg og greind og Lárusi er mikið annt um hana kona Lárusar er mesta rausnarkona allramesta vinnu kona en hjegómleg ágörn og öfundsjúk heimilislífið þeirra hefur alldrei verið skjemtilegt Lárus hefur aldrei lært að temja geð sitt og konan er líka stórlind svo þaug hafa oft rifist eins og hundar

Lárus á snoturt bú er samt ekki ríkur hann hefur allt svo stásslegt í kríngum sig að það tekur hjerumbil allt sem hann græðir að halda því við hann kjennir konuni um það en jeg held það sje eins mikið honum að kjenna eins og henni Lárus hefur haft gott tækifæri hjer hann kjeipti land sitt firir 7 dollara ekruna á 20 ára tíma hann var þá oft í klípum og hjálpaði jeg honum mikið firstu árin en hann er ekki besti bóndi fremur hraðvirkur og ekki uppá það besta við gripi það var einusinni bóndi á

varmalæk sem kallaður var meraGestur mjer dettur hann stundum í hug þegar jeg sje Lárus eða kjem til hans og sje hvað horaðar kjirnar hans eru það eru nú margir slíkir bændur hjer margir úngir menn vinna firir aðra bara þar til þeir hafa nóg til að kaupa tvær pútur og fara að búa þeir hefðu átt að vinna firir góða menn í fáein ár til að læra að vinna þú mátt nú ekki taka þettað svo að það sjeu ekki eins duglegir menn hjer eins og þegar þú varst hjer það eru margir góðir bændur hjer og þeir græða og eru stoð og sómi filkisins það hefur mikið breist hjer síðan þú varst

hjer ef þú værir komin hjer þá mundir þú valla þekka hjeraðið Lincoln er orðin stór borg með 70.000 manns með stór biggingum ifir 5 mílur hvurn veg úti á landi er alltíkríng stór hús og falleg bú vel ríktir akrar og hjer og þar skógar og meðframm vegonum eru vanalega stóreflis trje landið er nú farið að eldast en er frjógsamt það er nú samt mikið eftir því hvernin með það er farið maður getur ekki reist Corn á sama blett ár eftir ár í 5 eða 6 ár en gott Corn grær í 2 eða 3 ár þeir sem eiga sitt land og þeir sem renta firir mörg ár eru best undirbúnir að ala upp land þeir hafa vanalega nóg af gripum og grasi og það er

það eina sem heldur við landi en jeg skal nú sega þjer hvernin jeg atla að fara með landið mitt þegar jeg er komin á laggirnar jeg vil hafa 20 ekrur í grasi það beitir 10 eða 12 strógripum 15 ekrur af höfrum 15 af vetrar hveiti og 30 af Corni sá hofronum plæa undir mána að haustinu og sá vetrarhveiti næsta haust breiða áburð á hveiti hána og plæa undir planta svo Corn í 2 ár jeg er sannfærður um að með þessum móti fer landinu fram meira en aftur jeg er líka viss um að maður getur búið til nógan áburð frá 10 eða 12 gripum með því að brúka hálmin til að bera á 15 eða 20 ekrur sumir 00000 gróa meira corn á 20 ekrum en

aðrir gróa á 50 nokkuð af því það er ekki nóg regla og þrifnaður brúkuð við akurirkjuna en líka vegna þess að sumir landherrar renta lönd sín frá einu ári til annars og rentarar níðast á landinu Vesturparturin af Nebraska var lengi álitin ónítur en en nú hefur Bandarijka stjórnin biggt vatnsveitingu verk þar firir og annarstaðar nálægt fjöllonum firir 25.000.000 dollara og nú er þettað verk birjað og þessi eiðimörk verður bráðum eitt það fallegasta hjerað í öllum heimi loftslag þar indislegt allt sem það vantaði var vetur

stjórnin selur landið aðeins smábændum firir það verð sem það kostar að leiða vatn á það þar verða heimili firir milliónir Já fáein orð og þá atla jeg að hætta þú hugsar kannskje kvurt jeg kunni vel við mig hjer Já það sem mig snertir þá er jeg það sannarlega ánægður jeg ætti að vera það jeg hef nóg firir mig og mína jeg á einstaklega góða konu hún er makalaust þrifin og sparsöm og er sjeð og úrráðagóð góðlind og hæggerð en nokkuð vanaföst eins og Englendingar vanalega eru firirgefðu nú þettað mas elsku Torfi og berðu Guðlaugu hjartans kveðju mína og þeim öðrum sem jeg muna eftir mjer jeg er þinn heitt elskandi bróðir Albert Bjarnason

Bjartur

Myndir:12345678