Nafn skrár:ThoPal-1855-09-14
Dagsetning:A-1855-09-14
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0. 2 Jul.56. skr 5 Jul.57

Hallfredarstödum þan 14 Sept: 1855

hiartkiæri brodir minn

þessi midi á nu loksins ad færa þier minar hiartanlegustu og bestu þackir firir þin gódu og mier svo ofur kiærkomnu bref eitt eda tvö og undir eins bid ieg þig forlats á leti minni og hirduleisi med ad skrifa ieg held mier sie betur enn eckert ad bera firir mig heianirnar þvi ieg er stundum ofur litid ad hialpa til ecki hefur heiast riett vel i sumar og var þad mikid firir veik indi sem geingu hier framan af slættinum þvi sæmilegur var grasvöxtur samt held ieg ad öllu sialfradi ad ieg hafi nog firir skskepnur minar i vetur bagt þikir mier ad heira af veikindum þinum vid meigum samhringia sistkinin

á þessum aflidna vetri ieg lá i madud i ruminu af gigt i fætinum og lærinu enn Hialmarson min næst gudi kom mier á fæturnar aptur ieg hefdi samt ordid feignust ad hafa bustada skipti hefdu ecki börnin verid en svona vildi nu drottin hafa þad og þá sialfsagt þad besta Benidict minn er nu sigldur og gieck vel ferdin hvurnin sem framveigis geingur firir honum ieg fel þad alt gudi og ber mig ad taka svo vel sem ieg get öllu sem mier mætir þó þess hattar eins og anad verdi firir mier i ófullkomlegleika Haldora min geingur nu vid staf af hniá veiki sem fiell upp á hana sem heldur er samt i horfid ad batni ieg hef samt skemtun af heni þó hun rölti á eptir mier med stafin þvi hun er bædi falleg og gafud Stebbi min er friskur dreingur og bædi stór og sterkur og gott betur og ieg held frekar vel gafadur

þó þad sie kanskie litid ad marka en þá mier sin ist han svipadur til augnana sem ömmu ockar æ ad han irdi likur henni i sem flestu þu munt kanske hafa heirt lát Madame önnu Steffansdottur sem hierna var og Madam Óddniar á Hofi þad vard mikid skamt á milli þeirra þær hafa vist ordid feignar ad sinast þvi þær höfdu leingi verid bestu vinkonur lika er Kristin seirni kona Guttorms á Arnheidarstödum dáin Sigg br ockar veit ieg ad skrifar þier enn apt og alt þess hattar svo ieg ætla ad sleppa þvi og fara ad qvedia þig og bidia þig ad þvi gleima ecki ad skrifa mier þó ieg sie löt vertu þá æfinlega sæll gud anist þig

mundu ætid til þinnar elskandi sistur Þórunnar

Þordis min og börnin bidia kiærlega ad heilsa þier brendu sem fliotast brefin min þaug eru ecki verd þess ad vera leingi á dögum

S. T: Studenti Herra P. Pálssyni í Reykjavík

Myndir:12