Nafn skrár:ThoPal-1864-01-12
Dagsetning:A-1864-01-12
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0 18 ma0 0 0000 00 3 dylf0 00r b. 1 1/2 þ. 36/ 3 1/4 d_ 1 1/2 þ. 36 3 d_ 1 þ. 20 3 1/4 gull0.d. 1 1/2 br. 40 /_36

Hallfredarstödum 12 Jan: 1864

Elskuleigi gódi bródir

Ieg sie á brefinu þinu ad þu ert ecki buin ad fina nidur áttunda bodordinu sem skipar ad færa alla hluti til betra vegar ad þu sku= =lir ecki vera ordin reidur vid mig firir let ina og trassaskapin med ad skrifa þier i ieg ætla nu eckert heldur ad bera hönd firir höfud mier þvi þad er ecki hægt enn bidia þig ósköp vel ad firirgefa mier þetta mier þikir verst ef þier hefur ordid til baga hvad seint kemur soguruglid af gefda þorir sein ieg læt nu Steffan minn pára og legg hier med eptir þvi sem vid hierna hofum heirt þad Ecki man ieg nu bródir min hvad langt er sidan ieg skrifadi þier seinast enn hitt er vist ad ieg hef sidan feingid 2 ef ecki 3 bref frá þier og þacka ieg þier hiartan lega firir þaug öll þu seigir i brefinu þinu ad þu hafir eckert friett hiedan af austurlandi sidan i Sept: sidan er litid ad fretta nema hardindi þad sem af vetrinum er og voru menn þá ecki vel undir þad bunir eptir eitthvurt þad mesta þurkleisu sumar sem menn þikast muna samt hafa uppskeita

menn haft vist allgódar iardir þad sem af er enn þig vantar kanske vid tungutækni ockar ad hun er altiendt teingisæl med sei0i0 og valla getur hiá þvi farid ad ecki verdi mikil bagindi hier á úthieradi ef hardindin haldast miög leingi mikil veikindi hafa geingid hier firir austan bædi i sumar sem leid og vet ur og hefur fiöldi folks dáid til ad minda á Völl um i haust var hver attundi madur daudur samt finst mier halsbolguveikin á börnunum vera hvad svæsnust þvi þaug hafa hrunid nidur i hopatali úr henni þu getur nærri ad margir hefur hier sart ad binda bædi med missis barnana og anara ástman a hvar á medal ieg er ein þvi þó drottin hafi enþá hlift börnunum minum þá mistum vid Olaf litla son Siggeirs bródur ockar sem hiá mier hefur verid og mier var iafnkiær börnunum minum lika burtkalladist i haust Biörg Benidicts dóttir magkona min og var hun ein af minum fáu bestu vinum hun var sierlega gód maneskia og ieg held mier sie óhætt ad seigia ad hun hafi átt færri sina lika Eckert get ieg sagt þier af sialfri mier nema mier lidur bærilega lsg ieg hef allgóda heilsu og madurin m er mier og börnunum sierdeilis gódur buskapurin geingur eptir vonum af þvi þessi 3 ár sein ustu hafa verid heldur bag med tidarfarid og ecki höfum vid safnad skuldum nema iardarverdid enn þad er nu ædi mikid þvi Páll keipti mestanpart ur Hallfredarstö og er litid hægt ad lesa af þeim skuldum

i þessum bágari árum ecki höfum vid samt til íbudar nema 4 hundrud þvi Gud mundur Biarnanson hefur þad sama sem han hefur haft Gudm: hefur þad nu betra þvi han hefur ecki nema 6 mans i heimili enn vid höfum undir 20 Ecki vildi Steffan minn eiga neitt vid latinu lærdóm hann er sllur vid buskap og fiárrækt svo vid getum ecki verid ad þreinga honum til þess og han er lika efnilegur til hier flestrar busislu ef gud gefur honum heilsuna og ef han irdi vel ad sier sem bóndi sem ockur langar til ad verdi þá ætla ieg ad giöra mig ánægda med þad þá mig langadi eptir hinu i firtunni heilsadu hiartanlega frá mier Sigr: sistur ockar þegar þu skrifar henni og afsakadu mig þvi þier er þad svo tamt ad ieg ecki skrifa henni og hun meigi ecki láta mig gialda letinar þó ieg verdskuldi þad eckert brief hef ieg feingid frá heni i sumar en hun á vist hiá mier brief samt Páll m og min besta þord: og börnin bidia öll ad heilsa þier lika Björg min magkona ockar sem hier er nu hiá ockur vertu nu sæll gódi bródir

lidi þier ætid svo vel sem an og óskar þin elskandi sistir

Þ: Pálsdóttir

PS þó ieg skamist min ad orda þad þvi ieg borga þier aldrei þá langar mig ad eiga utan um einn skutsfót mier hielst ecki á bondunum sem þu sendir mier þeir þocktu svo fallegir lifdu vel og firir gefdu bónaqvabbid henni sistur þinni

S T Student Páll Pálsson Reikjavík

Myndir:12