Nafn skrár:ThoPal-18xx-07-05
Dagsetning:A-18xx-07-05
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0. 10/8 00

Hallfredarstödum d 5 Julii 1854

hiartkiæri bródir!

þad er komid firir mier eins og vant er med brefaskriftirnar ad ieg er buin ad missa af öllum ferdum Björn frændi fór firr en mig vardi sem ieg hafdi þó helst ásett mier ad bidia ad færa þier linu frá mier ieg ætla nu ad skrifa á þetta blad samt i hvada átt sem ieg sendi þad eda hvurt þad kemur nockurn tima til þin ieg ætla þá first ad þacka þier ástsamlega firir tilskrifid og sendinguna og þar næst ad seigia þier þad sem þu vilt

helst heira ad mier og minum lidur lidur vel (l s g) ieg er ad sönnu frekar vesæl til heilsu enn þó eckert med stormerkum seigur ætladi utsveita mönnum ad verda vet urin sem leid eins og ecki var ad undra þegar men máttu gefa inni lettirslaust i 18 vikur eins og sumarid hafdi lika buid undir samt faldi hier eingin enn margir ráku upp á sveitir vorid hefur nu þar á móti verid þad besta sem nu hefur leingi verid og gras vöxturin eptir þvi gódur prisarnir gódir sierdeilis á islensku vör unum hvit ull sumstadar komin i halfan dal og verdur þad likast til vidast mislit ull 38 og tolkur 24 rugur 9 baunir 10 grion 12 kremvara dir eins og hun er hier altiendt austanlands nema ieg heirdi nuna um dagin ad hun væri med gódu verdi

á Vopnafirdi sierdeilis hiá Finnsen og sá ieg mig eptir ad geta ecki fundid han; þad ætla ieg ad bidia þig ad seigia honum ásamt qvediu minni gaman væri ad siá linu frá þier med Birni þó ieg eigi ecki skuld á þvi þvi ieg skrifa bædi skialdan og illa Einhvurstadar á Sigr: sistir bref frá mier sem ieg ætladi ad senda med B frænda en nádi honum ecki og langar mig ad vita hvurt þad kemur ecki til skila heilsadu henni hiartanlega frá mier og lofadu mier ad vita hvurnin heni lidur ef hun nennir ecki ad skrifa mier henni er nu minni vorkun þegar hun er hætt buskapn um þvi han dregur altiendt timan til sin æ leidinlegt er ad deia svo ad fá aldrei ad siá ockur en þad er ecki til neins ad tala um þad og þetta er bótin ad vid fáum ad siast heirna nu hætti ieg i þetta sin og bid þig ad firirgefa þess ar fáu linur ieg á ad færa þier kiæra qvediu frá Páli minum börnunum og frændkonum ockar Þordi og Björg vertu sæll bródir min gud annist þig þess bidur af hiarta

þin elskandi sistir

Þorun Pálsdótt

S T Herra Student P. Pálsson Reikjavík

Myndir:12