Nafn skrár:ThoPal-1864-xx-xx
Dagsetning:A-1864-xx-xx
Ritunarstaður (bær):Höfða
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0 26 Jun 64

Höfda 4 Páskum 1864

Astkiæri bródir minn!

hiartanlega þacka ieg þier þitt góda brief med Arnfinni og alla hialp sem þu sinir ockur med Stebba m Osköp þikir mier vænt um ad hugur hanns er snúin á þessa leid þvi þá er eins og ieg sagdi þier ad mig hefur altaf eptir þvi langad af þvi mier finst mentunin þegar hun kemur i gott hiarta hlióti ad verda til góds þad er ecki eiginlega af metordagirni ad mig hefur langad til þess eda ieg veit þá ecki af þvi sialf ef ieg er svo hiegomleg þu getur nærri hvad þad gladd i mig ad heira han fá besta vitnisburd bædi firir sidferdi og idni og Sveinn heldur han hafi gódar gafur þegar þær æfist af mier er eckert ad seigia nema mier og

minum lidur bærilega ieg er vid allgóda heilsu þegar ieg þarf litid á mig ad reina Páll m vill nu fara ad minka búskapin svo ieg þurfi þess ecki þvi han er mier eins gódur og ecki sidri þó ieg hrörni almennu friettirnar hierna ad austan eru heilsa manna og höld fiár en sem komid er enn þó nogar iardir væru alt i þorralok litur nu ecki út firir annad enn almenn an fellir ef ecki batnar um sumarmál þvi svona bió nu sumarid undir og árin undanfarandi bródir minn godur ieg get vallaminst á klaufaskapin ad brefid þitt skildi vera ólakkad vid slóum utan um brefin annadhvurt til Sveinns eda Stebba og hefur þad þá farid svona i ógáfunni mig halflangar nu til ad vita hvur þier hefir fært þad og hvurt þu heldur þad hafi verid lesid Ecki ætla ieg ad senda þier skuldabrefid i þetta sinn ef vid kinnum ad geta seldt þad hier

innlagdan mida til Sigr sistur ockar ætla ieg ad bidia þig firir firirgefdu nu þessar fáu linur og vertu hiartanlegast qvaddur med als góds óskum af ockur

þin elskandi sistir

Þ Pálsdottir

S T Herra Student Páll Pálsson Reykjavík

Myndir:12