Nafn skrár:ThoPal-1831-01-08
Dagsetning:A-1831-01-08
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Kirkiubæ þan 8 jan 1831

hiartkiæri bródir

margfaldar hiartans þackir á sedill þess0i ad færa þier bædi firir þitt elskurika og mier mikid kiærkomna tie skrif af 10 jun firra ars og lika firir alt ó000itt d0gda riki og umhiggiu firir vel lidan ockar sistra þinna en ifir mig hier á ad brodir elsku þinni skildi hugqvæm ast aldeilis óbedid ad utvega hia kongi ockar peninga stóru sistur minni og mier til adstod ar gud launi sonum giöfina og þier digdina og umhugs unarsemina firir ockur

aungvar man ieg friettir til ad skrifa þier ieg ætla ad eptir lata þad ödrum enn einungis get ieg glatt digd þina med sæmilegri vellidan minni þvi afasistir min eins og allir samt er mier mikid god a enn ef ieg missi nu hana sem ecki fielst ónatturlegt þar hun er órdinn mikid öldrud og aum til heilsu æ hvad verdur þa um mig enn ieg seigi þettad vil ieg gud á vald þitt gefa ef, mikid vildi ieg ad ieg mætti hverfa til þin þo ecki væri nema ein dagstund til ad seiga þier mina hiartans þanka bædi i tilliti til sialfrar min ar og þin enn eckert má ieg skrifa ecki skaltu hugsa þo ieg seigi þettad ad mitt þier bagt ami ad mier þvi mier

lidur 00000inn máta vel þad sem mennirnir geta ad giört i 000000 heirdi ieg ad þu ætladir ad sigla enn þegar þu ordar þad eckert i briefi þinu til min þa hugsa ieg ad sedill þessi muni berast þier i hendur hier i landi nu held ieg ad St brodir ockar fari sudur i sumar enn liklega skrifar hann þier þad ef svo er æ þa langar mig nu til ad fara med honum enn ieg ma ecki lata mig langa til þess þegar þad getur ecki órdid gott á hun S: sistir min hun er i svo gódum samastad med friettum þeim get ieg glatt þig ad Sigurdur Arnason frændi ockar er skilin vid kenara honum mikid mædusama heim eptir utstadin mikid hormuleg veikindi og saladist han a joladags qvöldid ur einu eidurfalssikis floginu þessi flog urdu sidustu viku

lifs hanns svo áköf ad hann fieck fra fra li0 00 med 00gri mikid outseiganleg var hans dygdriku módur og öll um hans vanda monum ad lausa þessa aumingia þar syslumadur Melsted er nafninu eptirsem eg held formindar i min þá var honum min vegna skrifad til og spurdur bædi hvad ockur væri mikid gefid hvurri firir sig og lika hvur honum ei findist best ad hluti min kiæmist i kongsins kassa enn ieg hef enn þa eckert svar fra honum feingid nu ætla ieg þa ad binda enda á þenan herfileg a sedil sem ieg sialf hræd ist og bidia þig ad firir gefa mier hann mædgurnar hierna bidia hiartanlega ad heilsa þier enn i huganum qvedur þig med oskum als hins besta

þin sannelskandi sistir

Þ Palsdottir

Myndir:12