Nafn skrár:ThoPal-1831-09-01
Dagsetning:A-1831-09-01
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0. 6 febr 32

Kirkiubæ þann 1 Sept. 1831

heittelskadi gódi bródir

Ieg þacka þier hiartannlega minn besti svo vel firir tilskrifid af 200000nnu sem alt annad gótt og bródurlegt digda riki mier vid hvurt tækifæri sem þier hefur mögulegt verid, audsied0 hvad ieg bid godann gud ad launa þier aungar hef ieg friettirnar ad seiga þier heldur enn vant er af sialfri mier er þad ad seiga ad mier lidur bærilega hef góda heilsu og allir eru mier gódir þó ifirtaki um mædgurnar hierna þvi afasistir min er mier eins og gód módir enn Þordis min eins og besta sistir og er mier langmest skemmtun ad henni og erum vid opt ad spana samann og kinni ieg ecki hier vid mig ef hun væri ecki

sira Biörn fra Eidum fór hingad i vor med alt sitt lid hann hefur verid afasistur mini mikid gódur og þægilegur syslumadur Melsted er nu buinn ad koma peningum minum á v00tu og liet hann sem sier væri mikid ant um þad og giördi mannfuglinn mikid vel vid mig i þessu falli ieg hef heirt ad Siggeir brodir eigi ad fara i haust i Bessastada skóla og óska ieg af öllu hiarta honum til lucku med för sina þangad og nu ætlar St br lika ad fara ad flitia sudur i skólann og veit gud min godur best hvad ieg sakna hans þad einasta og seinasta af yckur sistkinum minum sem var nálægt mier og ieg fieck ad sia einu sinni og tvisvar á ári enn þétta einn og sitthvad annad af þad væri nockud sem mier geingi á móti vildieg reina ad fara med þolinnmædi enn þegar ieg horfi á þa siduna sem honum kinnd ad verda þettad til sama og frama sem ieg vona ad bendi

er mier þad sönn hiartanns gledi þad hans eins og yckar allra sistkina minna er velgeingni mier dirmætari enn ieg geti frasagt heldurdu nu ad verdi langt þangad til ieg fæ ad sia eitthvurt eickar eda skal mier ecki audnast þad einhvurntima hvurnin skal þá S: sistir ockar lida ieg veit hu0000 gódum samastad enn ad vissuleiti er mier órói ad heira sumt sem skrafad er enn skreik er skammari leid, enn ef sudurlandi og hingad gud hialpi henni og greidi hennar götu til g æ gaman þokti mier ad vita hvad leingi þu ætlar ad vera hia amtmanninum eda hvurt þu ætlar ad sigla eda hvad giöra vid þig ieg vona þad komi fram á þier maltækid ad gott verdi gódum til arferdid hefur verid hid besta i sumar og grasvoxtur med mesta móti og besta niting á hei00 Afasistir min elskuleg bidur hiart anlega ad heilsa þier hun er odruhvuriu ofur lasin sierdeilis þinir hana kalda og svebnleisi firirgefdu þiedan stil og slæma skrift og gleimdu ecki þinni heittelskandi sistur

Þ: Palsdottir

P:S: Þordis min bidur astsamlega ad heilsa þier lifdu vel

0000000 hra Studioso P: Paulssyni á Arnarstapa

Myndir:12