Nafn skrár:ThoPal-1838-08-28
Dagsetning:A-1838-08-28
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0. 14 febr 1834

Kjrkjubæ þan 28 da Águst 1838

hiartkiæri bródir!

hafdu aftur þöck firir tilskrif id sem ieg medtok a bongs bænadagsqvöl nu hef ieg ecki tima til ad seigia þier 000000 neitt nema ad mier lidur vel, þvi ieg er ferdbuin upp ad e00000 ieg á ad vera þar i viku til ad sauma anarr skildi ieg nu hafa sagt þier margt og mik id sem þu maske ert samt bu in ad heira ieg ætla ad bidia þig brádum

ad láta ecki vonda men koma þier til ad trua öll um ódáda á ockur austfiarda stulkurnar ieg seigi þad ecki ad vid vilium ecki hafa lag legt utan á ockur en hitt seigi ieg ad vid munum þora ad bióda ut vestfiarda qvenfolkinu upp á mind arskap i verkradi blessadur seigdu þeim nu ecki eptir mier þvi ieg veit ecki nema einhvur þeirra biódi mier ut og ieg verdi mier til skamar en þegar ieg fer nu ad tala i alvoru þá er hier sumstadar alt of mikid stass en vist er folk hier eins mindarlegt og 000000 anarstadar

#þackadu mier nu firir þad sem ieg forsvari mulasyslu þvi ieg trui ecki ödru en þier sie betur vid hana en Arnarstapan góda

og ieg held ad efnahagur mana hier sie ecki mikid lakari en vida anarstadar og ieg ætla ad tina alt til sem getur mælt fram med austurlandi ad þad var haft eptir amt mani Biarna ad mulasisla og önnur til væri hiastadur norduraeifinu# svo er þad, ieg þori ecki anad en seigia þier hvad ieg á af stassi þad er eirn einsumar kioll(firir utan einskeptuki sem ieg hef buid til sialf og þu sier ad þetta má ecki mina vera ieg verd nu ad hætta, og sleppa frettunum þu fær þær hia ödrum afasistir ockar og Þord min bidia kiærlega ad heilsa þier vertu nu sæll bródir min gud anist þig og gefi þier alla sanna farsæld þad er ecki vanþörf ad bidia þig ad firirgefa þetta lióta fastverk

þin sanelskandi systir

Þorun Palsd

S: T: hra studiosus P. Paulsson á Arnarstapa fylgir böggull fors: og 00 P:P: 0000; 00

Myndir:12