Nafn skrár: | BenHal-1906-12-12 |
Dagsetning: | A-1906-12-12 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3081 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Benedikt Hálfdanarson |
Titill bréfritara: | vinnumaður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1845-00-00 |
Dánardagur: | 1933-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Odda |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Mýrahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | A-Skaft. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
12 of December 1906 1 1/2 Montrose ave. Toronto ont Canada Elskulegi Torfi minn! Af hjarta þakka eg þér fyrir þitt góða til skrif af 15 apríl - 06 sem eg fékk með bestu skilum í may svo þu sérð nú að það hefur dreigist æði leingi fyrir mér að svara því sem eg skammast mín nú fyrir og í sama tíma bið þig að fyrir géfa mér allan dráttin, því skéð gétur að þu mættir hafa hugsað að eitthvað hafi geingið ann stæðt fyrir okkur, þar þetta kémur nú seinna til þín, enn að eg hef verið vanur að skrifa þér, enn að okkur líður í alla staði vel, og að aðal orsökin er líkt því sem þú gétur til um í brefi þínu og að nokkru leiti er nátturlegt af því sem mans tími um stang og um hugsanir ganga mest út frá þar sem að er, eða eins og að hefur tekið sér bólfestu fyrir þennan stutta tíma sem her er ætlað að vera, þó er ekki þar með sagt að maður hafi alveg gleimt föður og móður landi sínu og þeim sem maður lærði að þikja vænt um heima, og víst er um það að altaf glaðnar sem sie aði ekki yfir neinu; það sínist half undar legt hverinn samt lagast til Af því sem mér var einu sinni svo kunnugt um leiðir og ferða lög heima þá þotti mér gott að þú sagðir mér um ferð þína til Akureyrar og þaðan suður til Reykjavíkur og að fara úr Hrútafirði til Reykavíkur á einum sólarhringi er sú fljótasta ferð á hestum sem eg hef heirðt af, og að þú mátt til að hafa haft duglega og þrek mikla gripi nl hesta, að halda svo vel út með alla þá ferð, yfir höfuð og auðvitað þá tók það mikið uppá þrek, dugnað og kappsemi þína, sem var sprottið af elsku og meðaunkvunarsem fyrir þína elskulegu dottur, og okkur fast mikið um missir ykkar uppá nýtt og að barna hópur ykkar Guðlaugar er nú mestur hjá guði, þar sem þið, eins og við öll erum að líta til sælla samfundar, fyrir náð og miskun semi guðs, það er æfinlega sárt að skilja hér við blessuð guðs börnin enn við fáum að mætast aptur með óumræðanlegum fögnuði í Jesus Krists dírðar ríki, þar sem að er eingin að skilnaður framar, þá eg hugsa til þess sem þið Guðlaug hafi orðið að reina uppa sálar og líkhamans krapta þá þikir mér eptir tektar verðt um hvað þið haldið vel út enn eins og í aullum ykkar þrautum og mannraunum þið hafið bigt ykkur von og traust til guðs, þá sannast á ykkur sem sagt er, þeir sem vona á Drottin fá nýa krapta, og sannarlega þá eins og liptir það manni upp að fá bréf frá þér og heira hvað glöðum anda þú ert í eins og heira um verk ykkur og fram farir það er því nærri undann hvað miklu hefur verið komið til leiðar og færðt á betry veg það hefur svo sem ekkert breist fyrir okkur síðann seinast að eg skrifaði þér okkur hefur liðið vel og erum öll við góða heilsu, lof sie guði, Sigríður heldur ser vel og gjörir húsverkin sem þú gérir þér ljósa hugmind um hverninn að er í americu, enn eins og það er bæði stuttur og góður vegur til kirkju, þá fer hun í kirku á hverjum sunnudeigi, þar eru og svo sam komur af konum á hverjum miðvikuday, sem að Sigríður fer til optast nær, með auðrum smá utréttingum, svo þú serð að hun léttir sér dálítið upp eg ferðast ekki mikið nema eins og til geingur í bæum þá eitthvað er farið að menn fara með Electric vögnunum sem ekki tekur leingi þótt nokkuð langt sie farið, og að eg tók mér listi ferð til njagara falls í sumar þangað er altaf straumur á ferðinni a sumrinn Kristín vinnur enn þá við offis vinnu og hefur $ 10 á viku sem er borgað einu sinni a 2 vikum, Jon fer á skóla enn þá og hjalpar ser mikið með því að selja nokkuð af dagblöðum á kveldinn sistginin voru 2 vikur á milli landa okkar í sumar þeir eru svo sem 200 mílur frá Toronto land þeirra þar er mest skóarland þar var eitt sinn nokkuð margir landar enn nu eru þeir flestir komnir westur til manitoba og þeir sem eptir eru seldu ef gætu það til þess að fara eitthvað til north westur landsins manitoba af því sem þú hefur altaf verið fyrir skóla og byggingar þá vil eg segja þér að kirkjan sem við förum til heldur eður rúmar 1400 og að þeir eru nú rétt nýlega búnir við sunnudaga skóla husið sem var bygt á fast við kirkuna, byggingin á því stóð yfir rumt ár og kostar $ 95.000 enn rúmar 2000 börn eður tilheirendur, núna til heirir skólanum a milli 1200 til 1400 börn og ungt folk og að meðaltali er þar á hverjum sunnudagi 800 og stundum 900 sunnudaga skólahusið er sagt það besta í Toronto eður nærliggandi bæum það er líst upp með Electric ljósum og þar er alt svo að börn finna til gleði og ánæju þá þaug koma til skólans og ekki þarf að fara ut fyrir neitt eður til neins, það er og svo vel heitað upp á veturnar og þetta er nú alt hægra við að eiga enn er á íslandi, þar sem svo erðvitt er með aðdrættina, altaf er mikið um inn flutingana til americu og að folkið kémur svo að seiga úr öllum áttum og þar sem svo margt blandast saman þá er sagt að sumt sie heimskulega illgjart og að taki æði langan tíma til þess að koma sumaum á góða stefnu enn til þess að géfa þér hugmind um hvað westur kémur þá er sagt að immigratjon til Bandaríkanna þetta ár nái 1.400.000 persons. það sem kémur til Canada fer flest til north westur landsins svo sem manitóba og alla leið westur til Kirrahafssins það sem mest mest stað næmist hér er mest English Scotch og Irish það er að sega í austur Canada það hafa nú verið 6 ár hvert auðru betra fyrir bændur eins og flesta yfir hofuð, hér í americu, þá vel geingur fyrir bændunum er bjartar og betra fyrir þá sem lifa í bæunum, seinast liðið sumar var gott þó firri parturin væri fremur kaldur, þá varð seinni parturin heitur frá því með birjun July og august með september voru þeir heitustu mánuðir sem nú hafa verið hér í nokkur ár og á hverjum dagi voru þær mæstu stillingar og fagrar nætur weðrið var gott til December þá brá í kalt weður og nú er besta sleða færð og að her hefur verið zeró weður, það kaldasta 8 fyrir neðan zero þá það hefur verið 20 til 32 í Mannitóba og sum staðar hefur náð 40 og það er ekki mikið betra enn á íslandi og eg finn mikið meira til kuldans hér enn þá eg var heima, auðvitað blóðið er ekki eins gott, ekki hef eg feingið neitt bref frá bjarti í sumar, enn bíst þó við þess nú braðum eða um Jólin og bíst við að þeim öllum líði vel bjartur er eins og við erum hér í ameriku stundum seinir á okkur með að skrifa, eins og að eg var að segja um að nú er snjór og goð sleða færð, þá glaðnar það yfir unga folkinu hér ef það helst fram yfir Jólin eins og að nú er orðið svo nalægt Jolunum og Santa Claus has landed in ontarjo svo nú er orðin æði mikill undir buningurin fyrir Jólinn og allar stór búðir reina að vera hver auðrum fremry til þess að ná sem flestum skipta vinum, eins og líka þeir smærri gjöra af því sem þetta er svo fretta litið þá hef eg verið að sega við folk mitt að eg ætlaði að senda þér eins og sample sumt af vikublöðum sem við fáum, svo þú sjáir hvaða blöð við tökum svo eg sendi það einhvern tíma seirna þó eg vity að þú hefur nó að gjöra og hugsa um og svo eru fréttir sem annað mikið meira og kémur optar enn þá eg þekti til, þótt þetta sie nú fátæklegt að senda til þín í fjarlægu landi þá verð eg að hætta og biðja þig að fyrirgéfa mer alt samann og að Sigríður biður að skila sinni kærri kveðiu til ykkar Guðlaugar og við öll oskum ykkur til gleðilegrar Jola og að þið mættuð fá gott og farsælt ár 1907 og svo að það mætti vera guðs vilie að spara líf ykkar og góða heilsu í mörg ár til að koma, föðurlandinu til gagns og fram farar, og ykkur til gleði og ánægu jeg fann að það var eitthvað sem var að halda mér aptur með þetta bréf og nú rétt í þessu þá sie eg hvað það hefur verið því nú kom brefið frá Bjarti bróður þínum með góðar frettir að honum og þeim öllum n.l hans leið vel og að alt geingur vel fyrir honum seigist hafa haft uppskéru í goðu meðallagi og ef alt fer vel þá verðu búin að borga land sitt næsta vor það er að sega $ 800 sem eptir stendur að borga og eptir það þá þikist hann flytja á það , enn verður þangað til þar sem er á landi tengdaföður síns, þar sem hann verður að borga bjartur segist hafa verið að hugsa um að skreppa til Toronto og sjá okkur hér enn segist nú sjá það ómögulegt bæði vegna tíma og peninga, og þott okkur hefði þott meira enn vænt um að fa a sjá hann, þá þotti mer betra að hann hugsaði meira um sitt eigið heimili og að einvirki á landi gétur ekki verið leingi í burtu frá sínu heimili án þess að hafa verkatap og skaða beinlínis eður óbeinlínis, enn mer þikir vænt um eins leingi og að við gétum skrifað hver auðrum, hann minnist ekkert a Lárus eg er hræddur um að han sie mikið til búin að gleima íslandi eður nokkrum þar það var þá gott að eg gat sagt þér frá Bjarti aður en að eg hætti við þettað svo er mín besta kveðja og oskir til Guðlaugar þinar og verðtu þá blessaður og sæll, með oskum allra bestu, að guðs friður og kærleiki megi ávalt hvíla yfir þér og þínum af hjarta þinn El kunningi og vinur Benedict Halfdanson |