Nafn skrár:ThuHal-1861-01-13
Dagsetning:A-1861-01-13
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Hólmum 13 jan. 1861

Hjartkjæra góda dóttir!

Það er nú komið úr vana að eg skrifi þér undir mínu nafni, en það er það sama þegar Bína skrifar. Eg er nú búin að heíra alt sem hún hefir rausað við þig og hefi ég engu þar við að bæta; en ég vildi þó tala við þig um eitt sem mér liggur æríð þúngt á hjarta, því fremur sem nú er enginn mátturinn orðinn að hrinda af sér eða bæta úr; ég atla ekki að hafa formálann lengri því það eru hin miklu bágindi Sigurgeirs, sem ég veit reýndar að ykkur eru fullkunn ug eins og þið vitið lánaði Hra Þorgr í Hest. honum 300 rdl í fyrra, eptir beídni föður þíns Nú regir hann í hverju bréfi að aldrei muni Sigurgeir geta borgað þessar pen ínga sjálfur, eins og líka lítur út fyrir, því hann er sjálfsagt víðar í skuldum; Benedikt sagdi mér í vetur að Sigurgeir

drykki nú með minsta móti, væri fastur við heímilið, og fjárstofn hans væri ekki óalitlegur, því hann hefdi ekki mist ad tiltölu eins og aðrir, undanfarin vor; en máske þér sé eins kunn ugt um alt þetta eins og mér, ef hann skrifar Jóni; en þá að þau ár kynni nú að koma að hann tapadi ekki, heldég hin komi reíst sem hann græddi so að hann gæti borgað skuldir. Það veít guð, við hofum haft vilja á að hjálpa sigurgeir, og mér finst ég segja það satt ad við höfum gert það dálítð eftir efnum; þvi ekki verður mikid í afgangi af inntektonum að leggia med okkur, og hver veit nema við þurfum allra okkar meina með, sem eptir eru fyrir sjálf okkur. Það mætti sýnast af þessum orðum að við teldum það vist að lifa lengi, eða huxuðum mest um sjálf okkur en ég veit þú leggur ekki þá meíníng í þau; hver veit nema það gæti komið fyrir að við þyrftum að breýta hag okkar, ef heílmleýsi Sra Hallgr. verdur sona til lengdar,( ég vil ekki geta til þess sem þýngri yrði) þá er ég ekki hrædd um hann vildi máské lasast við búsumsvif; hann kostar nú fjaskamikla uppá kom eín þessi ár, svo víst þarf að taka á því

sem upp hefir verið lagt. Nú er líka horfin von okkar sú í sumar, meðan Kristrún mín var á fótum, það lítur so út að ekki muni gánga á aðu en þessum köstum fyrir 0ilum guð veit hver endir hans verður. Það er sjálf sagt einkum skildara en okkur og mörgum kann að sýnast við gætum hjálpað Sigureír, en mér finst ég segje þad satt_ því ég hefi opt og optar en nokkur veit h00 ad þar um xx að við optum þad ekki, meir en við gjörum og höfum gjert Hann hefir reíndar up000 borgað landsk 20 dali 0úla í p0i0n0 s00dum leigur og altsaman. af öðrum jörðum jafndirum er nú goldið um 40, þetta hefdi ekki átt að vera, en það eru samt ekki neinn ýkiur á smjörinu höfum við þurft ad halda, og kindurn ar höfum við féngið Benidict sem opt hefur borgað þær. Faðir Jón giefur 12 dali með k00i hann 0árl. og ég er viss um við höfum mikið Sigurg. optast uppi hina 9 einhvurju sem honum hefir komið vel stundum minna stundum rúmlega ó, ég regi þetta ekki til ad hæla mér þvi það er minna en vera átti. aumíngin Benid. minna hefir hann fengið og guð hjálpi mér ef minni um skuldakaf liggur fyrir honum sem ekki er nú ólíklegt með öllum hans hvatníngi. Hann reijnir þó að hvorna við því og mér sínist hann ekki fara mjög ólaglega ad; sá mun ykkar hafa ekki mikið fengið t.a.m. B og Halmfríður mín víst mun eg fást hjá hún hvorki ekki ég tala ekki um þig, sem misvel fékst af öllum held ég, en guð þin 0eijand og gæpafj0ld, og

Eg hel þú komist ekki framar þessu sem er rétt 0al0ad klór rángt því þad um stílinn tala ég ekki en ég er að flíta mér

1 sem ekki hefir fengið einskildíng (já sleppum nú þeim krakkanum.) Mikið kvelur mig og okkur_ það að séra Þorsteinn skyldi ekkert gleðja Sigurg; ekki eins mikid S: vegna, eíns og vegna sóma og mannorðs S= þarft sjálfs; allir leggja það svo illa út fyrir honum einkurn S= Þorgr. , því hann sagdi ofmörgum frá En_ það var röng eptir tekt að hann hefði lofað 300 dölum, heldur 100 frá sjálfum sér, stundum sagdi hann nú med tilstyrk sistkin nema við Mývatn, en_ hann eignadi sér að hafa útvegað þessa 1000 dali hjá Sra hallgr og 100 hjá föður þínum, so þeir áttu að verða 300 að hans tilstuðlan. þetta segir Bina sem var kunnug_ ast um ráðagerð hans af öllum, en bædi hann og Sigurg. settu vitið til síðu þegar þeir fundust. Æ! það vildi ég það sistkin hans hefðuð nú alt eins góð efni eins og vilja, þá skyldi ég biðja ykkur einhverrar ásjár._ Eg vona þið misvirðið ekki við mig þennan lestur sem engri okkar er þar og tekið það eins og það er talað, rjett tel að ljetta á huga mínum, því það er svölun ad reyta vini sínum frá._ Eg vildi mágur m. elskulegur gæti nú rádlagt eitthvad. máske þetta verði nú seinasta bréf mitt til þín; það væri ekki ólíklegt að gömlu Fausk arnir heltuðu að kallið kæmi til sín, þegar so margir eru kallaðir burt á besta skeiði Guð varðveiti ykkur ástkæru börnin mín! bid minnar síðustu stundar skal ég biðja fyrir ykkur sem mér eruð kærust af öllu. þín 0gl. módir Þurýður.

Vænt þikir mér um að faðir þ. er nú alveg búin að gleýma þinum undarl og daglega meíníngunum Arna þíns og hans, og þikir sem altaf vænna og vænna um hann ég má re0i0 sl00ur, um og sitt ægið barn; og þakka honum það ekki heldur, því ég geri það líka

Myndir:12