Nafn skrár:ThuHal-1866-01-31
Dagsetning:A-1866-01-31
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Hólmum 31 Janúar 1866.

Hjartkjæra ástríka dóttir min!

Guð gjefi að þessar linu hitti þig og þína glaða heilbrigða, og ánægda; þad er min innilegasta ósk og bæn til guds. Enda þó eg haffi ekki geingid neitt brjef frá þjer nilega, kann eg ekki vid ad láta Póst in fara, svo ad eg sendi þjer ekki kvedju mína; en meira verur þad ekki því mig vantar, þan skrifara, sem eg hingad til hef haft atla eg þvi í tíma ad biðja þig virda á betri veg öll sm00líti á miða þessum. Jeg ætla 000 ad láta þig vita hvernin mjer lídur, heilsa mín er á frem= ur völtumfæti, enda þó eg hafi ekki leig00 00= fást þad eg gjet talid í vetur, hef eg samt sífeld þíngsli í höfdinu, svo eg heiri ekkjert med ödru eiranu, og illa med hinu, líka er mjer mikid farin ad förlast sjön, ad ödruleiti

er eg tilfinningarlítil, eg fer á flakk á hverjum deigi, og er ögn ad spinna og prjona annad gjet eg ekki gjört. Hjer var farid ad leidas eftir Pósti, þegar hann logsins kom á Jólanóttina, en eg fjekk ekki eins mörg brjef med honum, sem eg vildi því eingin skrifadi mjer med honum nema hálssystur, þad gladdi mig ad heira af Kristjáni litla hvad hann er gáfadur og efnilegur Piltur, og eg bid Gud ad gjefa ad han samt öll börnin gjeti ordid ykkur til gledi, líka frjetti eg alt gott af Birni frá Skútustöd= um hvad mig gledur mikid. Aftur hriggdi huga min sú sorgarfregn sem eg fjekk, um leid frá Felli, vid... fráfall bódur þins, eg gjet nærri hvad þar mun vera bágt ástand, en eg treisti þvi ad sá sem uppvakti ykkur til ad hjálpa sjera Þorláki, í hans bágjindum, muni einn ig miskuna sig yfir hans munadarlausu börn, og útvelja þeim gott uppeldi._

Hjeðan er ekkert merkilegt að frjetta nema bærilega vellíðan manna á milli, samt er bróðir þinn mikid lasin; hann fór um Niárid í köldu veðri úti Kaupstað ad þjónusta mann sem var ad deigja; og lagdist þegar hann kom heim; eg má seigja hefir haldid vid rúmid sid= an, kona hann seigist ekki treista sjer til að skrifa manninum þínum núna sika seig ist hann eiga brjef hjá honum sídan í haust._ Vænt þótti mjer um ad Solveig komst til þín eg vona hún þurfi ekki ad vera þjer til þings= la, eg held fadir hennar sje ekki mjög bágt= staddur med björg núna; af þvi hann hefir svo fáa ad fæda; eg sendi honum svo sem korntunnu virdi í haust, hef eg aldrei látid þad vera svo lítid, en þad fer eftir ödru fyrir mjer, Kristrún sendi Ólöfu svartan tankjól þegar hún frjetti ad hún hefdi feingid Solveigu þanin sem hún ádur átti; Af Benidikt hef eg ekkert frjett ní lega, en í haust skrifadi hann mjer er hann og vinnumadur hans, hefdi leigid halfa fjórda vikku, um sláttin í þessari Tauga veiki sem þar gjeisar svo óttalega núna, og fjöldi deir þar úr henni medal kvurra er

oddur í Krossavík, nafnkjendur Bóndi sem eg veit þú hefir heirt gjetid um. Nú bið eg þig ad skriaf mjer aftur med pósti, og seigja mjer hvurnin sjera Þorláki líð= ur, og benda bústíru hann hefir, og berdu honum kjæra kvedju mina! Lika bid eg þig ad seigja mjer eitthvad um Aldisi ef þú gjetur. Mig langar til ad vita hvert nokk ur málsmelandi madur hefir skipt sjer um bú i Felli eda uppskrift á þvi, eg trúi ekki þvi sem eg heiri á skotspón000 messu einhver viss skrifi mjer þad. Jeg veit ad Bína skrifar þjer þessvegna seigi eg þjer ekkert um hana nema ad henni lídur vel. Hjónin systurnar og Fríða bidja öll ad heilsa ykkur, og sú s´ðastnefnda bidur þig audmjúklega ad fyrirgjefa þjer sjer þettad ljóta risp, Að endíngu kved eg þig ynnilegum ástar= kossi ásamt manni og börnum; og bið guð að varðveita ykkur og leiða ásínum veigi þess óskar af hjarta þín elskandi módir

Þuríður Hallgrímsdóttir

Seigðu mjer frá börnonum þínum og eins Þorláks.

Myndir:12