Nafn skrár: | ThuHal-1866-08-12 |
Dagsetning: | A-1866-08-12 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | Sólveig var dóttir Þuríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2748 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Þuríður Hallgrímsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1793-03-03 |
Dánardagur: | 1871-10-21 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Ljósavatnshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Ljósavatni |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Ljósavatnshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Hólmum þann 12 April 1866 Elskulega besta dóttir! Astríkar þakkir fyrir þitt goda brjef af 27. þan sem jeg með tók ekki fyren laungu eptir að jeg skrifaði þjer til loksins þegar póstur fór og er sköm að jeg skuli hafa vanrækt að láta þig vita hvernin mjer líður þó aldrei væri það meir. okkkur líður bærilega utan hvað kvef veikin kom hjer við eins og víðar og lá eg undir halfan mánuð rumföst en er nú fyrir skjemstu orðin frisk aptur nema hvad ellin stígur yfir mig eins og von er á. Mágkkona mín hefur legið sið= an um fráfærur hún lagðist first í kvef= sóttinni en þegar fram í sótti snjerist hún i hennar gömlu veiki og hefur hún verið of boða um að öðru hverju og vesnar ef hún reinir rúmstokkion sra Hallgrímur hefur verið láglega haldin i vetur með heilsu far (eins og mig minnir að eg segði þjer i vetur) sem þú mátt nærri geta þar mun þaug börn sem fæddust um Jóla föstu vóru ekki skírd fir en firir hálfum manuði síðan_ um Niárið fór han útí kaupstad og þjónustaði þar man og i öðru sinni skírði hann þar barn en lagðist i hvertveggja sinni þegar hann kom heim. það hefir opt verið hugsan mín að hag vetur þú getur um hvað sra Þorlákur var komin |