Nafn skrár:BenHal-1907-10-16
Dagsetning:A-1907-10-16
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

16 of October 1907

1 1/2 Montrose ave. Toronto Ont. Canada

Elskulegi Torfi minn!

Eg oska af heilum huga og hjarta að þer og ykkur Guðlaugu mætti líða vel, já að þér mætti líða betur enn seinast að frétti af því sem svo langt er á milli okkar þá þikir kansgi skrýtið að frá því í may þá var eg altaf half hræddur um að eitthvað amaði að þér og var stundum að minnast á það við Sigríði, enn svo þa bréfið kom frá Kristinu sem skrifaði þá stödd hjá ykkur, fréttum við hvernig á stóð hjá ykkur og hvað amaði að þér sem mér og okkur þótti mjög bátt að heira um, og við vonum með Drottins hjálp og að stoð, að eitthvað gott mætti greiðast úr fyrir þér að það mætti vera guðs vilie að géfa þér sjón og heilsu, eins leingi og líf endist þér og ykkur til gleði og auðrum til blessunar sem og svo er að vilja guðs

það bætist nú líka á að eg hef rétt ný lega frétt ur blöðunum að skólinn hjá þér verði að hætta sem orsakist af heilsu lasleik þínum, enn þú hefur gjördt vel og guð hefur verið með þér og ykkur Guðl og verkum ykkar og að Drottinn géfur nýa krapta með nírri reinslu er ó efað, það er auðvitað þú sem verður að hætta um tíma við alla áreinslu eður hvaða vinnu og sér staklega við það sem reinir á augun og nákvæma sjón og þar með að hafa hvíld og endur næringu til þess að aumir hjalpa meðul géta komið að fullum notum, og eg hefi það traust til Drottins, að eitthvað gott greiðist úr fyrir þér, eg er alsáttur við þig þott ekki hafi feingið bréf frá þér eins og að veit hvernin á stendur, Sigríði þotti vænt um brefið frá Kristinu og allar fréttir af sínu folki, þott sumt hafi orðið fyrir missir og á föllum sem þettað líf sínist að vera fullt af opt og tíðum

Sigríði þotti og svo vænt um að þið Guðl af ykkar elsku og trygð buðu Kristínu með dottur sinni að koma til ykkar, sem líka að má skylja á brefinu að Kristin er glöð yfir að koma eins og heim aptur, sem eg furða mig ekki á, okkur hér líður vel og hefur liðið síðan seinast eg skrifaði við vinnum nú öll, Sigríður við húsverkin eins og að siður er til í ameríku, hún heldur sér fremur vel og skopunar sem þikir fremur gott fyrir kvennmann Kristín er við samskonar vinnu sem eg hef gétið um fyrri, office, og hefur $12 dali a viku, stundum á free tímum sínum, og seint einkanlega þa fer eður ferðast eitthvað tekur hún mindir, svo nú ætlar hun að senda nöfnu sinni mindir svo hún sjai sumt af hand iðu sinni, sem þó ekki hefur mikinn tíma til að stunda eins og að annað meira á ríðandi geingur fyrir, enn eins og að eg var að seiga að ykkur mætti kansgi þikja gaman að sja þá hún kemur

svo er það þá meira gjördt að gamni sínu eins og að til geingur á milli kunninga þar á verða mindir af okkur Sigríði og Kristínu, enn Jón var ekki við stattur og eg liet taka mindir af mér í vor til þess að senda mínu fólki og sendi eg nú þér eina af þeim, hun kemur sér skilið við þetta bréf, enn ætti þo að koma í sama sinn eins og að verður seint til samans héðan næst liðinn vetur baust Jóni office vinna sem hann tok og hætti þá við skólann og hefur síðan unnið við Canadjan Pacific Railway Company hann er hér á aðal statsjonini í bænum, vinnu tími hans er frá 9 til 6 þeir gáfu hönum 2 vikur fyrir þrja tima í sumar og pass til að að ferðast 200 mílur uta land kvar hann var rúma viku eins og skemty ferð, og að sistginin hafa verið vel látin þar sem hafa verið hjá auðrum og þaug eru bæði eðal lind, svo eg vona að komist vel á framm

eg er við góða heilsu og vinn í sama stað og gat um síðast og hef nú því nærri verið þar 8 ár án þess að vera nokkuð í burtu frá því sem hef að sjá um, það er auðvitað liett vinna og maður er altaf þur og hreinn, enn kemur kansgi nokkuð undir að vera reglufastur, eg birjaði við $8 enn hef nú $12 (dollara) á viku það er sama arið í kring; svo með auðrum smá snúningum og skémtunum þá líður tímin áframm, sínist að vera fljótt þettað er þá allt frá okkur í þetta sinn seinast þá fretti frá Bjarti leið hönum og öllum hans vel, eg hugsa að hann sie nú á sínu eiginlandi og farmi hefur víst nó að gjöra og hugsa um sem einvirki svo það er lítill timi til að skrifa kunningunum, enn kémur þó seinna eins og að han er vanur að skrifa mér þá mestu haust verkin eru af staðin og seiir þá hvað hefur uppur árs vinnu, sem eg vona að verði gott, eins og

að hefur verið fremur góð árs tíð og við fréttum því nærri allstaðar frá hér westra að bændur komi út í betra meðal lagi með afragstur af sumar vinnu sinni yfir höfuð þá var þetta sumar fremur stutt og kalt eptir því sem hér gjörist að jafnaði leingi fram eptir vorinu og fram á sumar var lítill gróði á nokkru; enn hjalpaði þó að það voru svo sem eingin nætur frost; eður á mjög fáum stöðum, svo þá hitin kom gréry fljótt og hefði orðið gott ef haldist leingur enn august varð þur og kaldur eptir það var gott, og að bændur hafi náð öllu saman og inn með góðry hirðingu er nú sagt; það hafa nú verið góð átta vel geingis ár í ameriku; enn gamli spádómurinn er 7 góð and 7 lakari; svo þeir seiga að fyrir farandi stirjöld og bardagar svo víða í auðrum ríkjum hafi hjálpað ameríku

til að halda svo vel ut með góða ár og yfir fljótandi nægtir til þess að hafa nokkuð fyrir þá sem minna höfðu; kaupskapur hefur líka verið mikill til annara landa; og inn koma af fólks flutningi er og svo mikill 1906 er talið 252,000 hafi komið til Canada og þetta ár er sagt að muni ná 400,000 og til þess að géfa þer og ykkur dálitla hugmind um samblending í Canada þa er sagt að sie 100.000 Galiejan , 17.000 negroes 10.000 Doukhobors, 7.000 Mormons 20.000 Mennonite; 20.000 Hungarjans fyrir autan hundrað and þusundir af auðrum svo sem jews: chinese; japanese; Russja og fleirum það er sagt að annar hver maður í north westur Canada, sie utlendingur svo mig skildi ekki furða þott sumt af íslendingum færi að draga sig heim aptur, eins og sagt er um the jews; eptir af staðið stríð þa kémur folkið í stórhóbum; sem sínir hvað hræðilegt að stríð er enn sækja eptir friðinum

mikkla síningu sem hér var haldin í haust firstu 2 vikur af Sept var vel sott flestir að komandi á einum dagi , 140.000 enn það var nú líka verka manna hvíldar dagur svo fjöldinn hefur hugsað að gjöra sem best ur free tímanum; Toronto er nu líka orðin nokkuð stor bær við því nærri 300.000 innbúa; svo bætist við straumurin af folki sem kémur inn þá daga, eg bið þig nú að fyrir géfa þetta alt sem er mest gjört til þess að géfa þer hugmind um hvernin til geingur hér westur eg hefi nú skrifað Kristínu; Sigríður er sem margir sem westur koma tekur sjaldan sem aldrey á penna og verður svo í ó vana, Sigríður biður að skila kærri kveðiu til ykkar Guðlaugar með bestu oskum að mætti líða vel eg oska nú að þetta mætti finna ykkur glöð og 000ar örugg að Drottinn greiði úr öllum ykkar erviðleikum; og að guðs miskun semi friður og kærleiki margfaldist yfir þér og þínum er min innileg osk; þinn einlægur kunningi

Benedikt Halfdanson

Myndir:1234