Nafn skrár: | BenHal-1907-10-16 |
Dagsetning: | A-1907-10-16 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3081 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Benedikt Hálfdanarson |
Titill bréfritara: | vinnumaður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1845-00-00 |
Dánardagur: | 1933-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Odda |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Mýrahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | A-Skaft. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
16 of October 1907 1 1/2 Montrose ave. Toronto Ont. Canada Elskulegi Torfi minn! Eg oska af heilum huga og hjarta að þer og ykkur Guðlaugu mætti líða vel, já að þér mætti líða betur enn seinast að frétti af því sem svo langt er á milli okkar þá þikir kansgi skrýtið að frá því í may þá var eg altaf half hræddur um að eitthvað amaði að þér og var stundum að minnast á það við Sigríði, enn svo þa bréfið kom frá Kristinu sem skrifaði þá stödd hjá ykkur, fréttum við hvernig á stóð hjá ykkur og hvað amaði að þér sem mér og okkur þótti mjög bátt að heira um, og við vonum með Drottins hjálp og að stoð, að eitthvað gott mætti greiðast úr fyrir þér að það mætti vera guðs vilie að géfa þér sjón og heilsu, eins leingi og líf endist þér og ykkur til gleði og auðrum til blessunar sem og svo er að vilja guðs það bætist nú líka á að eg hef rétt ný lega frétt ur blöðunum að skólinn hjá þér verði að hætta sem orsakist af heilsu lasleik þínum, enn þú hefur gjördt vel og guð hefur verið með þér og ykkur Guðl og verkum ykkar og að Drottinn géfur nýa krapta með nírri reinslu er ó efað, það er auðvitað þú sem verður að hætta um Sigríði þotti og svo vænt um að þið Guðl af ykkar elsku og trygð buðu Kristínu með dottur sinni að koma til ykkar, sem líka að má skylja á brefinu að Kristin er glöð yfir að koma eins og heim aptur, sem eg furða mig ekki á, okkur hér líður vel og hefur liðið síðan seinast eg skrifaði við vinnum nú öll, Sigríður við húsverkin eins og að siður er til í ameríku, hún heldur sér fremur vel og svo er það þá meira gjördt að gamni sínu eins og að til geingur á milli kunninga þar á verða mindir af okkur Sigríði og Kristínu, enn Jón var ekki við stattur og eg liet taka mindir af mér í vor til þess að senda mínu fólki og sendi eg nú þér eina af þeim, hun kemur sér skilið við þetta bréf, enn ætti þo að koma í sama sinn eins og að verður seint til samans héðan næst liðinn vetur baust Jóni office vinna sem hann tok og hætti þá við skólann og hefur síðan unnið við Canadjan Pacific Railway Company hann er hér á aðal statsjonini í bænum, vinnu tími hans er frá 9 til 6 þeir gáfu hönum 2 vikur fyrir eg er við góða heilsu og vinn í sama stað og gat um síðast og hef nú því nærri verið þar 8 ár án þess að vera nokkuð í burtu frá því sem hef að sjá um, það er auðvitað liett vinna og maður er altaf þur og hreinn, enn kemur kansgi nokkuð undir að vera reglufastur, eg birjaði við $8 enn hef nú $12 (dollara) á viku það er sama arið í kring; svo með auðrum smá snúningum og skémtunum þá líður tímin áframm, sínist að vera að hefur verið fremur góð árs tíð og við fréttum því nærri allstaðar frá hér til að halda svo vel ut með góða ár og yfir fljótandi nægtir til þess að hafa nokkuð fyrir þá sem minna höfðu; kaupskapur hefur líka verið mikill til annara landa; og inn mikkla síningu sem hér var haldin í haust firstu 2 vikur af Sept var vel sott flestir að komandi á einum Benedikt Halfdanson |