Hólmum 7 April 1867 Hjartkæra góda dóttir! Jeg má nú birja med því að biðja þig fyrir- gjefningar á hirðuleisi mínu, að eg skuli ekki hafa svarað þinum 2mur elskulegu brjefum þvi fyrra af 24 Novenbr hinu af 14 Desember, og þakka eg þjer nú hjartanlega fyrir þaug, og ætladir að skryfa þjer með pósti i Vetur, en var þá svo vesæl að eg gat það ekki, og eins er nú en, svo eg bist ekki við að gjeta borgað þaug í sömu mind, heldur ætla eg einungis ad sína þjer að eg er enþá tórandi, og lagðist til fuls í rúmið hálfum mánuði fyrir Þorra með sárindaverk fyrir brjóstinu og óþolandi bakverk, og máttleysi í öllum líkamanum litlu síðar ætladi eg að róleg, á flakk, en fjekk þá bjúg i fæturnar, sem þó minkadi við köld sjóböð, en altfyrir það hef eg ekki síðan klædt mig, og svo er eg mædin að mjer finst eg atla hreint að springa þá eg róta mjer til að láta búa um mig Jeg heiri af brjefi þínu að þið hafið ekki farið varhluta af Taugaveikinni í Sumar hún hefir víða höggid Vard sú ólukku veyki, nú er hún ad stínga sjer niður hjer í Hríng 4 eru nilega dánir úr heni hjer i fyrdinum, já gódum Gudi_ _ sjé lof sem gaf ykkur lyf og heilsu aftur eftir ykkar þúngbæra strið, jeg get ekki þakkað Himnaföð urnum eins og verdt er fyrir það að hann leyfdi ykkur að lifa til að sjá fyrir blessuðum barna hóf00um ykkar; Æ hvad mig tekur sárt að hugsa til blessadra födurlausu barnana þarna nord= urfrá, mjer þókti svo vænt um hvad þú sagdir mjer greinilega frá ástandi þeyrra, þó eg sje sú ómind að géta ekkert bætt úr því, madurin þinn gódi er nú þeyrra mesta athvarf hjer á jörð, Guð launi honum fyrir það! og láti þad koma framan á ykkar börnum. Svo vænt sem mjer þókti um fyrra brjefið, gladdi þó þad seina mig margfalt meira þar sem þú seigjir mjer frá litlu dreingjunum hvurnin þeím gjekk að komast i Skólan; þad er sannarlega gledi fyrir alla ættina, jeg heyri þeirra gjétið i hverju brjefi sem nokkud nefnir Reykjavíkur _Skóla, einveigin skryfar sjéra Sigurður mjer ad dreingir sínir (þad er ad seigja sem han hefir kjent) sjéu hræddir við frændurna mína ad nordan. jeg bið af heilum hug að sjá sem hefir hjálpad þeim til að birja svona vel, gjefi þeim að enda eins! Við höfum nú feingið gledifrjettir af bródur þin um og börnum hans, Factor Tulllinius kom i gær sunanaf Djupavog, hann kom þángað með fakt Hamonens, en seigist eyga von á vinu eigin Skipi um sumarmálin. Sera Hallgrímur skryfar og lætur allvel af sjer, seig= =ist nú vera ad brúka medöl 0000 i ósköpum og Læknirin gjefi sjer góda von um bata hann gjerir helst rád fyrir ad koma med Fullu sem ætlar seínt í þessum, mánudi til Berufjardar, Jónas er nú líklega á leidinni Til Rvikur, fadir hans seigir hann muni hafa mikid gott af þessum Vetri þvi hann sjenú mikid ydin ad lesa. Þurídur er hjá Hildi, hún lærir ad dansa, og syngja med Sigrídi frá Hálsi líka ad sauma á Maskínu, þad þikir mjer þarflegt, hún kjemur heím i Sumar heni þikir ekkert sjerlega skjemtilegt i Höfn enda er hún allatíd hálflasin þar. st0örkulega gjekk ferdin fyrir þeim i haust þegar þau voru komin nokkud frá landi fór ad hvessa og undir kvöld þan 5 Oktober var komin grenjandi stormur og kafþok svo þeir gátu ekki sjed eda nad til Færeya til ad bida af sjer vindin heldur stemdu til sudvesturs svo þau rækjust ekki ad þar kl 2 um nottína kom brotsjór yfir mitt Skipid sleit annan lifbátin upp og mölvadi nokkud, kastadi þá fjenu i hljebordid svo Skipid lagdist á hlidina, þá var öll lyfs_ von úti, hefdi ekki Captær Viggins tekid það snjallrædi ad láta kalla út 5-6 hundrudum af fjenu sem uppi var og lág í hljébordinu eftir þad rjettist Skipid nokkurnveigin við, en þegar öllum lúkum varð að loka, tók Fjed að daga niðri Skipinu af loptleýsi leíngri húngri og þorsta, Stormurin stód ýfir tvo Solahringa, 9 Oktobr komu þau til 00000 undir nón, þar hittu þau konu Eyriks, sem strax tók þurídi að sjer, útvegadi heni alt sem hún med þurfti, þar voru þau i heymsóknum a hverjum degi i Bænum hjá kunningum þeim E S. Eýriks og konu hans, 22 Oktb fóru þau til Ham borgar, 24 komust þau loks til Hafnar, als hafdi dáid af Fjenu 1000, þad var hrillilegt af þeim fallegs hófs, en Guds fjelst sem ekki ljet meins verd af þvi. Jeg er nú ordin altof lángord um þettad efni enda skal eg nú hætta þvi Almennar frjettir hef eg fáar til, nema prestadaudan, Nilega hefir frjettst lát sera Jóns á Dvergasteini, honum var víst mál á hvíld hann hefir leingi verid vesæll og leygid i allan vetur, 1 April sáladist Sjer Hinrik á Skorrastað, eftir miklar og lángvar _andi þjáníngar, Læknirin var hjá honum sídasta hálfan mánudin, hann var 2var búin ad stínga á honum, og síndíst ad mundi skána, en þá kom Sóttveyki í spilið með og þá var búið, þad er yfir höfuð heldur fátt af prestum hjer i Syssluni núna, sjera þorgrím ur er var nýlega búin ad vera hjer hjá okkur messaði 2 Sunnudaga, en húsvitjadi um fjördin vikuna i milli, og ætlar ad koma aftur á Páskum nú með þessum brjefum frjettum við að sjera Magnús sje búin að fá Grenjaðarstaðin og þar séra Jón sem sókti frá nú sitja i kall anum, hann hafdi stlept af Mælifelli til að ná i Grenjastað; það varð hjer J Sveinssyni fyrir ári, honum verður víst mál á að komast frá Hvanneyri, jeg fekk brjef frá þeim nú með pósti, hann seigir mjér þar að hann í haust hafi ferðast að Mælifelli til að skoða Jördina, mjer heyrist Fríða min hálfveigis kvída fyrir þvi róti öllu saman. Nú gjerir Bína min við fyrir að koma heym i Sumar veit eg hún kjemur sjálfsagd til þín þá vili eg þú dryfir þig með, en eg þori ey að vona það, og Guð einn veít hvert mjer audnast að sjá hana aftur, eda þau öll hjer samansöfnuð sem ætla ad koma heym, þó mjer hafi liðið svo vel sem hægt er i alla stadi, hefir mjer þó einstöku sinnum leygið við ad leidast i Vetur Kristrún mín og þar mædgur koma oft til mín og um hjá mjer, (Stofan gamla sem eg er i er adskilin frá Húsinu og nokkud lángur gángur milli,) en stödugt eru ey adrir hjá mjer en Gudny Halldórsdóttir og Fríða, eg gjet dálítið lesið mjer i bón um hádagin, en endra nær er eg optast að prjóna, þegar eg nenni ad sitja uppi. Ekki veit eg hvort eg á ad fara að tala um hardindin við þig þú munt heyra nóg af þessháttar raunaröllum, það er fljótt yfir ad fara, menn þikast vart muna slik bágindi allir svo að seígja komnir á hausin, eru nú í ósköpum að skila fódrarlömum sinum vist að sum deya úr hor þegar heym koma hjern held eg þad komist frammur, ef ekki þyrfti að hjálpa hinum sem í kring eru bjarg arlausir, svo er fólk lika að bidja um korn þvi i Kaupstadnum fæst ekkert af mat eda neinum naudsinjum manna fyrir sunnan i Nesjum og Lóni lyfa þeyr eins og blóm i Eggi, og maka upp Aflanum Nú held eg mál sje komid að hætta þessu ósamanhángandi rugli sem eg bid þig að virda á betri veg, og lesa í málið þar sem rángt er skryfað. _ Frændfókið bidur alt ynnilega að heylsa ykkur, Vil eg svo að endingu kvedja þig ásamt manni og börnum og bidja Gud almáttugan að vera ykkur alt i öllu, mælir af alhug þín heittelskandi en vesæla módir Þurídur Hallgrimsdóttir Heylsadu frá mjer sjera þorláki bródur þinum eg tala ekki um hvað mjer þokti vænt um ef hann vildi skryfa mjér en eg þarf víst ekki að orna það, jeg má leggja þá von nidur i Gröfina með mjer.! þin módir Þ H. |