Nafn skrár: | ThuHal-1867-09-15 |
Dagsetning: | A-1867-09-15 |
Ritunarstaður (bær): | Hólmum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | Sólveig var dóttir Þuríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2748 4to |
Nafn viðtakanda: | Sólveig Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Þuríður Hallgrímsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1793-03-03 |
Dánardagur: | 1871-10-21 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Ljósavatnshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Ljósavatni |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Ljósavatnshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Holmum 15 Septenbr 1867 Elskulega dóttir min Solveg! Nú er póstur a förum svo eg læt nu i mesta fliti rispa hjer fáar línur, svo þú gjetir af þeim sjeð að eg er ennþá torandi þó vesæl sje eg skryfadi þjer seint i Vetur og sagdi þjer hvurnin mjer lidi þá; þegar Voradi fór mjer ad skána svo eg hef oftast verid litid eítt á felli i Sumar, þó leigid dag og dag nú er eg hrædd mjer vestni (ef Guð ætlar mjer að lyfa.) þegar kólnar aftur i haust þvi helst er þad ylurin sem vidheldur mjer. allir adrir eru hjer vid góda heylsu, bædi br þessvegna grasvögstur i vesta máta og nú hafa verid votvidri i hálfanmánuð eni gær og dag er þurkur svo allir eru að ærast við heyskapin. Afli er allatid gódur, og verdur vist aðalbjargrædisvegur flestra hjer um pláss, þvi snemma i Sumar varð alveg matarlaust i Kaupstaðnum. þettað verda víst allar þær frjettir sem eg get sagt þjer þær eru hvorki miklar nje merkilegar. Ennþá einu sinni ætla eg að biðja þig að skryfa mjer eg er svo ergileg af þvi ad fá aldrey neitt ad frjetta af þjer nje þínum, eg veit reindar að brjefin mín eru ekki svo mikilsverð að þeim sje svarað, en það er mín mesta skjemtun að fá brjef frá ástvinum mínum, og heyra að þeim lidi vel. Heldur er mjer farið að leinga eftir Binu minni eg er nú farin að óttast að hún muni ekki ætla að koma; eg veit lika að þjer muni leinga eftir manninum þínum heym, eg iminda mjer að þaug fylgist að. Bagt geingur fyrir Sigurgeiri, hann hefir nú 2 undanfarin Ar staðid sig ekki svo illa en i Vor for. alt á höfudid i niar skuldir vegna þess sem hann þurfti að kaupa 3jár tunnur af korni hand Fjénu samt misti hann ekki mikið af þvi. Jón og þuridur systkinin voru hjer leingi i vetur hún fram að fráfærum, þaðer mikið efnileg og skjemtileg stúlka, Kristrún gaf henni efni i svartan taukjól og nærföt Jóni gaf hún klædisvesti, honum fæddist barn i Sumar, sem heitir Kristrún; svo nú á hann 5 lyfandi: þarad auki hefir hann ungabarn sem vinnu kona á, yfir_ höfuð eru 13 mans á bænum i Kvíum hefir hann 44 Ær og 2 kír, önnur þeirra midsvetrarbær hin snembær. Bágindi og skuldir brædra þinna taka mest á mig af öllu, einkum ef þær skildu vekja sundurlindi milli þeirra sem ættu að unnast, og kappkosta að gjera lífid ánægulegt hvurjir fyrir ödrum. Jeg vildi að drottni þóknadist að láta mig ekki leingi vera orsök i þessháttar misklid, Þurídur Hallgrímsdóttir. |