Kirkjubæ 25ti Marz 1850._ Elskulega góda Dóttir! Guð gefi þer og þínum allar stundir gledilegar! Nú loksins sest eg nidur til ad þakka þér firir Tilskrifid af 29 Október f.á._ Þad gledur mig svo hjartanlega ad heíra ykka Ástvinanna mina_ bærilega vellidan_ hvurja eg bið Guð af hrærdu Hjarta ad láta svo leíngi vid haldast sem þid þurfid hér ad vera. Sama er ad seigja af okkur hérna _ Okkur lidur öllum firir Guds nád bærilega; bædi uppá heilsufar og annad; mér er nú firir þad mesta batnad sem eg meíddist í handleggnum í Sumar, eg var aldreí gód í honum; onnur heilsa mín er lin og þegar þú þektir til._ Eg Bína seígist ekki muna hvort hún hafi sagt þér í mida sem hún skrifadi þér, um efni mín í haust. Fádir þ: keípti í haust uppá Jokuldal í Hlídinni og í Túngu 40 fjár til skurdar og var rúmur helfingur af þvý Saudir, hitt Veturgamalt, og géldar ær. Kormah bísnamikinn og Fisk og skotu feíngum vid frá Hólmum. 3 Tunnur átti eg af Skiri, og Kirnar bádar snembærar, komst onnur í 6 merkur, en hin í 11 hélt hún illu á sér og hafa þær verid líttnítar i Vetur, hvý góda gjöf hafa þær haft. Þettad sínist samt hafa verid bísna tillag ekki handa þ00 fólki, hér koma ekki margir lángferdagestir, enn med mesta móti er hér géstkvæmt af innsveitis, svo margopt er ad eg gjori ey anad en sækja ýmist i Mat eda Caffi handa þeim sem koma, svo eg held hér verdi ekki ofmatar ríkt i vor 1^ tun og hafla í tunu á eg eptir af Spaði og annad eptir þvý._ Caffi hofum vid tekid undir 60 lt og undir 90 lt af Sikri, eg á líka dáltid til af þvý, svosem til Sumarmálanna, jeg hef ordid af med nokkra Bolla, ánad er ekki firir sig ad bera, en- eg verd eitthvad ad gjöra Fólkinu gott, þvý þad vill alt gjöra okkur til vilja, líka hefur þad fært mér yfir 20 lt af Caffi og Sikri, og um Jólin og Nýárid sendu 4 konur mér bædi Mjólk og Rjóma þvý þær vissu ad eg hafdi lítid til af þvý._ Á þorranum rak hér Kvalkálf 15 ál á Hallfridarstada Reka, han er hér frá til ad géta eins og fra Hlíd og framad Baldursheimi. Vid eignudumst af þessum Hval, liduga vætt, bædi af Spiki og Reíngi. Eg á nú ogn af honum í Súru, og geimi og hann i lít og Blóð handa blessudum Mývatnsgestonum mínum, nefnil. þegar þid komid í Sumar, Ó! ad þad yrdi ad áhrínsordi á ykkur, þú manst hvort eg bad þi0min þá eg kvaddi þig, og mig minnir þú lofadir, ad þú skildir koma austur til mín i Sumar þegar búid væri ad biggja Badstofuna, sem er þad mesta af Bigginguni Sra Þ. br: kæmi kanské med þér en_ Jón Þorláksson er nú heldur úngur filgdarsveinn; þettad er þér best ad gjöra med= ann ekki fjölgar meira hjá þér og Teingdamóðir þín hefir heilsu til ad géta nassad blessadan litla Dreíngin þin og sed um Búid Bensi br: er ad gjöra rád firir ad fara ineptir i Vor til ad finna ykkur, og væri ykkur þá best ad koma med honum aptur. _ seigdu Sra Þorl. ad þeir hafi komid hér Stúdent Björn Skúlason á Eyólfsstodum, og Stuð: Siggeir Pálsson (sem hér er i sókninni) skólabrædur hans, og vóru þeír ad bidja okkur ad koma honum austur, og skildu þeir þá finast._ Þegar þid komid, skal eg strax rída med ykkur ofanad Hólmum, þángad til ætla eg ad geíma þad; mér er eins gott og skémtilegt ad vera þér samferda, eini og ad vera med þér heíma, svo skulum vid nú vera þar nokkurn tíma eg er viss um ad nóguvel yrdi okkur tekid; þettad mundi verda vænleg feisla og fínasta Ferðin þín i Austurland, og kanské í seinasta sinn ad vid sæum hvor adrar Þó 000g ad Madme Jonssen léti okkur dável hún sendi mér i Vetur Caffi og Sikur, og hefur alténd verid ad spirja ad þér. Ordlofsgjafirnar þarftu ekki ad hugsa um, nema ef þu feingir þér hinn Laxin eda Saltreid handa hvorri þeírra Kristrúnu og Mað: Arnæsen Mer ekkert þvý eg hef alla hluti nóga, og koma ykkar Barnana minna væri mér ánægjulegri enn nokkrar gjafir, eg skildi filgja þér á leið, og láta filgja ykkur uppá Jókuldal. Jeg bið nú Guð ad géfa þér svo góða heilsu ad þú þolir þettad. Eg gét nú ey masad meira við þig í þettad sinn; þvý eg lifi í vonini ad vid fáum margt og mik. ið ad tala saman í Sumar. Eg bið nú ofurhjartanlega ad heilsa Mani þínum Elskul. og Teingdamódir, og bið þaug ad leggja til med mér og þér í þessu efni. Svo bið eg nú ofurkærlega ad heilsa Bródir þínum, og bið hann og vona ad hann verdi Medreidar maður þin, en Bensi á að verda Sveinin._ 000rl bið eg ad heilsa blessudum litla Frændonum Jóni Þorlákssyni og Sigurdi Jónssyni, og bið eg Guð min góðan ad Ebla og stirkja þá i öllu góðu; Já! Guð almáttugur láti sina vardveislu og blessan, æfinlega hvýla ifir ykkur öllum Elsku Börnum mínum, og géfi okkur sídar Eylíflega ad samfagna._ Þess óskar og biður af brenandi tilfiningu, ykkar til daudans heittelsk: Módir! Þurýdur Hallgrímsdottir og Sistir Bína._ Bína biður líka ad heilsa öllum þessum._ Fadir þ: bidur ofurvel ad heilsa ykkur hjónonum, Sra Þ: og Teíngdamódir þini og blessudum litlu Frændum, og seígist hann ekki géta skrifad þeim, og vonast einlægt eptir mida frá þeím._ Brodir þin eg Bid ad heilsa ukkur hjónonum Sera Þorlaki Kristján00 og litlu frændum og 00mrand og sarla siada Rand amen _ S.T. Madme Sólveigu Jónsdóttir á Gautlondum Falid Msr Petri i Rhlíd til hins besta Sidin 25 so breiddin ad ofan 22 1/2 ad nedan 17 |