Kirkjubæ, 21ta dag mají mán. 1851. Hjartkæra góða dóttir! Jeg þakka þér af öllu hjarta, seinast meðtekið tilskrif, að vanda elskulegt!_ það gleður mig óum_ ræðilega að heíra, að ykkar elskulegu börnunum mínum ! líður bærilega. Jeg get fyrir guði nád! glatt þig með því að okkur líður bærilega, eptir sem von er til á þessum aldri og tíma; jafnvel þá mér finnist nú að heilsa mín sé einlægt að réra, því ég er morgun dag máttlaus og með veikum burðum, og stafar mikið af því ónæði eimdar hér, og margföldu stappi. Hér hafa síðan um Sumarmál, verið haldnir margir fundir og for. líkanir. First var á þriðjudags firstann í Sumri sýslunefndarfundur, vóru í nefndinni 3 prófastar, 3 hreppstjórar og 1 bóndi; líka vóru þeir alþíngis- menn norður múla syslu. þvínæst var hér forlíkun, útaf jarða standi einhverju, milli séra Stepháns prófasts og Peturs bónda á Fossvelli, hún hefur verið haldin tvisvar. Sýslufundur var líka 20. þ. m. í Fremraseli Eg á nú von á séra Hallgrími, eptir uppstigníngardag; því hann atlar ad setja séra Einar inná Vallanes, á uppstigníngardag. þeír atla nú,_ Múla sýslufulltrúar._ að byrja suðurferð sína á 3ja í Hvítasunnu og koma líklega eitthvað um Trínitotir í Reýkjahlíð; þá væri gaman fyrir þig að vera þar og finna séra Hallgrím, og eini kunni séra Þorl. að vera það gaman. Jeg geri ráð fyrir að Jón á Græna_ vatni verði þeím samferða. _ Nú kom bréf frá séra Þorláki gott og alúðlegt og gladdi það okkur bæði._ Jeg vænti þau séu nú komin að Arnarvatni. Guð blessi þeím það!_ Jájá; nú sendi ég einhverja peisumind, sem ég atla Rebekku; jeg vandaði hana svo sem ég gat, og bandið var úr góðri ull, næstum Húfubandi; hún síndist stór first enn var mikið þæfð, og svo leitaði ég hana. Ekki veit ég nú hvað um stærðina líður, eða hvort hún líkar, enn ég gat það ekki betur. Þið verð_ ið að taka viljann fyrir verkið. þú skrifar mér aptr bæði um það hvort hún getur notað þess, og hvort þú getur brúkað þína þá í fyrra; Ef hún Rebekka getur ei brúkað peisuna, þá notar þú hana; eða einhver sem þú vilt að njóti hennar._ Ekki geíngur enn vel með Hringana; Jón á Hvammá virðti hvorn þeirra á 3 rdl. enn nú er ég búinn að koma út Indriða hringmann fyrir 4 adl enn Bjarna hrínginn bað ég Jón að selja, og getur hann ei komið honum á h. Strax í fyrrasumar bað ég hann að smíða einbug, enn hann er ekki bú_ inn enn, og ber fyrir gull-leýsi. Samt vona ég að fá hann hjá honum áður lángt líður. Litlar verða nú fréttir að vanda. Mig minnir ég skrifaði þér fyrir páskana, þó man ég það ei fyrir víst. Jeg man nú að það var ekki til. J000 A firsta Sumardag giptist Jón hérna snikkari Rannv_ egu dóttir Jóni í Gunnhildargerði, dávænni stúlku. Hann er nú einlægt ad smíða glugga í Kirkjuna hérna, enn í Sum_ ar verður hann víst í Gerdi: Til kirkjusmíðisins verdur víst tekið uppar Hvítasunnu, og haldið áfram til sláttar; þá verður hætt við, og hún ekki smíðuð innan fyrri enn í vetur. Þorgrímur á Eskifyrði, bróðir séra Jóns Austmann i, _ á að verða fyrir smíðina._ Jón gullsmiður á Hvamá atlar nú að fara að giptast, Kristínu dóttur Péturs gla á Hákonarstöðum, 18 vetra vænni stúlku. líka er hann búinn að fá til ábúðar allann Eskifjörð, sem er eígn Peturs._ Ingibjörg systir hans fór í vor að Torfastöðum hér í sókn, til Vigfúsar nokkurs og yrti manns, og er mælt hann atli að eíga hana._ Sigbjörn bír síni og bóndi á Hvammá í skjóli móður sinnar. Þorfinnur er hér og þar._ guðrún systir þeírra er kona Péturs á g0 Fossvelli, og á að bera hann útaf jörðinni í vor._ Gísli Wíum er giptur og bír á Brekkuseli hér í sókninni. Ingibjörg Ts. er nú komin að falli. Sigfús snikkari Pálsson bír á Ketilsstöðum, enn gamli Björn er hættur. Guðrún kona hans er ofboð heilsu_ laus, og hefir leigið næstum í allann vetur þau ega 1 barn sem heítir Páll. Ekki hefur hún tekið undir og hefur þá jeg þú nefnt það að Bínu væri þar ögn hjá henni. Hún er vorðin frá að seígja til og sauma sjálf, vegna heilsuleýsis sem mezti stafar af Höfuð og Hjartveíki. annarsvegar hefir hún verið mér dávæn. Stefán stúdent Bjarnarson hefur verið þar heíma í vetur að lesa. Sagt er hann atli ad sigla_ Aum er ég útaf standi Galtastaðabænda enn; samt er mér hughægra enn í vetur. Sigvalda var nú boðinn þriðjúngur af Dvergasteini, sem er bezta jörð; þegar hann átti að skrifa undir þann skilmála að fara í burtu að ári liðnu. _ ef tilkomandi prestur leífdi hon. um ei að vera leíngur _ afsalaði hann sig öllu, og er ennþá, að minni meiníng,_ jarðnæðisland, Guðmundi var síðan boðin sami parturinn, enn það fór á sömu leið. Hann vill ekki láta frá sér kerlínguna og eíngin ráð þíðast. Jeg veit ekki hvað úr því verður; líkast ad nægi bera þá út, og fyrir því kvíði ég. Jón hannmi er nú komin úteptir með féð. Ekki veit ég hvenær sigurgeír kemst; enn eru allar leiðar ófærar._ Jeg inni þá aptur til þess um peisuna. Fé hún ofþröng, má setja fflöjelið framanvið barmana, og eíns ef hún er ofstór að taka af börmonum og ermunum. Eg veit þið getið lagað það sem bezt. Berðu nú ástar beztu kveðju mína þeím Hjónonum samt litla Jóni, og ég óska þeím, ásamt litla Byrni allrar lukku og farsældar. Heilsaðu eínnig frá okkur kærlega Guðrúnu minni á Skútustöðum og dætrum hennar, samt öllum mér kunnugum, og ofurvel Kristjönu tengðamóðir þinni._ Skrifaðu mér svo til elskan mín! og segdu margt og mikið það sem þú heldur ég hafi gaman af. Eínnig hvort þið sistkinin farið uppí Hlíð, sem þið mætt_ uð gera á föstudagskvöld eða laugard. morgun. Faðir þinn og sistkinin biðja nú ofur ástsamlega að heilsa ykkur öllum._ Eg kveð þig svo ásamt þínum elskul. manni og sigga litla, með heitustu blessunar óskum, hér og eilíflega!_ þín elskl. móðir, til dauðans Þuryður Hallgrímsdóttir._ |