Nafn skrár:ThuHal-1852-03-26
Dagsetning:A-1852-03-26
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Kirkjubæ, 26 marz 1852. a

Heittelskada góða dóttir!

Hafdu alúðarfyllsta þakklæti fyrir þitt elskulega bréf með Sigurdi, ad vanda gott og skemtilegt._ Jeg bið góðann Guð ad vera lofadann fyrir heímflutníng Christjönu sál., hún hefir líklega verið orðinn södd lífdaga og mikið hefir hún erfiðað í lífinu. Hennar minníng blífi í blessun! Jeg kenni nú i brjóstum þig að takast þad á hendur sem hún hafdi áður, enn ekki tjáir að deila við dómarann, hann leggur ætíð líka med þraut! það var sómalegt fyrir ykkur að gera þessa minn- íngu eptir hana. Ekkert hefir merkilegt borið til hér síðan Sigurður fór í vetur; Tíðin var hér nokkuð hörð á þorranum svo margir voru komnir heldur tæpt med Heí; Góan var góð svo hér var bara orðið rautt, enn næstliðinn Laugar- og Sunnu- dag setti hér niður mikinn Snjó, svo jardlítið er nú orðið. Stórviðri voru hér mikil á góunni og í einu þeírra á Laugardag, sló niður Dreng á Svell og dó. Konur 2 hefdu dáið, hefdi þeím ekki komið mannhjálp og 3 Drengir fundust lif_ andi á Svelli niðrí fjörðum, og í sama sinn fauk Sæluhúsið í Reíðarfjarðardölum sem var

Timburbúd með lopti í, frá grundvelli og brotnadi í spón, og var þad mikill skaði fyrir ferðamenn. Líka er haldið ad madur hafi núna á Sunnudaginn ord_ id orðið úti á heidinni milli Fellna og Jökuldals, enn ekki þori ég ad seígja það med vissu._ Mikid hef ég verid heilsulasinn í vetur og eínkum núna á Föstunni; það er mest titríngur og máttleisi fyrir Hjartanu, og ég er svo kjarklaus ad ég kvídi fyrir öllu._ Bína hefir nú verið nidri fyrir mig, svo hún hefir lítið gert inni. það var nú farið ad smíða handa Benidikt vestið sem þú gafst honum í og var hún ad sauma það og lángaði til ad koma því af; Hún er nú ad flíta sér ad koma af í Dag öllum bréfunum sem hún á að skrifa fyrir mig._ Hún atlar nú ad fara uppi Hallfredarstadi eptir helgina til Mad. Þóruns med Treiuefni B. svo hann fái þad firir Páskana. Hún Bína er nú ordin frísk aptur og batnad ólukku hóstinn sá í vetur._ Jeg held ég komi þvi aldrei upp sem ég þarf handa Benidikt hann er vaxinn uppúr öllu bæði Haflíu og reidbuxum, því Stúlkurnar láu í vetur 3 og 4 vikur og var þá ekkert gert. Ekkert vard heldur ofid fir enn Sigurður kom, han er nú búin med Skirtuvef 80 ál. hvoraf Borga og Þórd. fá sinn Kjólin hvör. nú er uppi 60 ál. í nærpils og Brækur, og svo þarf ég nú eitthvad í utanhafna föt, sem enn er ótætt._ Jeg atlaði ad biðja Guds Bjarnardóttir á Ketilsstödum ad taka Bínu af mér ofurlítinn tíma, enn hún hefur leígid í allann vetur, samt er henni nú ögn farid að skána síðan Hjálmarsen kom til hennar á Þorranum.

Sigfús madur hennar hefir vakad yfir henni næs Dag og nótt._ það er annars ofboðslegt heilsuleisi á sumum._ það er satt ad mér er annt um velfe Stefáns og Guðrúnar og hefir ég nú skrifad henni í ráðleggingu Gísla læknis, eptir sem ég faladi vid sjálf; ég þikist vita að þið Guðr. lesid bréf hvor ann ar._ Ekki veit ég nú hvörnig um Benidikt fer Sigur vill fá hann og séra Hallgrímur líka, enn hann er þó framar lofadur Sigurgeíri þeím á Galtast. líður öllum vel. nafna mín var annars vesæl núna enn er þó batnad aptur._ Núna med Pósti fengum vid bréf bædi frá Hvanneýri og Séra Sigfúsi, og lætur þad bærilega af sér. Sra S. hefir fædst Dóttir sem heítir._ eptir hinni sem dó í vor,_ Þuryður Ragnheíður._ Séra Þorst. á Vogsósum hefir ei skrifað síðan í fyrrasumar med Biskupi. Séra Bjarni Sveínsson _ sem kom í Hlíd, _ er búinn að fá Þíngmúla og kom hann í vetur ad sjá Staðin hann hafdi sagt lát Séra Gísla bróðir séra Daníels. Altaf hef ég séd eptir hvad ég var ólánsöm að vera ekki heíma þegar þið komud í sumar og hvað ég gat lítið skrafað við ykkur. mér fanst það vera eíns og í draumi; ég óska nú af hjarta að eg fengi að sjá þig aptur og þá einhvörja fleíri vinina med þér. Fadir þinn og Sistkin biðja nú hjartanlega ad heilsa þér, og þau ýngri lánga til að finna ykkur enn ég er hrædd það geti valla ordið._ Eg óska ykkur allra heilla eptir sem ég hef bezt vit á um að, við og er þin ogleímanlega elsk. módir Þurydur.

S.T. Madame, Solveígu Jónsdóttir ad Gautlöndum.

Myndir:12