Nafn skrár:ThuHal-1850-11-11
Dagsetning:A-1850-11-11
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Heíma 11/11. 1850

Elskulega góða Dóttir! Guð láti þér ætlíd vel lída!

Hjartanlega þakka eg þér mér kjærkomid tilskrif med Sigurdi Sigurdssyni, sem og allra elskusemi vid mig firri og seinni;_ Mér er þad sú mesta gledi sem eg get feingid hér ad fá bréf frá ykkur ástvinonum mínum, og vildi eg þad lángtum heldur enn gjafir ad þid skrifudud mér sem optast til._ Gudi sé lof! ad eg heíri ekki annad af ykkur enn bærilegt, og ad eg 000 sagt ikkur sama af mér, enn sem firri; heilsa okkar er bærileg nema hvad vid Fóreldrar þínir erum ad hrörna af elli lasleika eins og nátt úrlegt er. Siskkin þín kénna einskis meíns._ Aungvar gét eg sagt þér fréttir í mida þessum því þad er bædi ad ekkért markverdt ber til, enda ef þad væri skrifar Fadir þinn þad inni sveitina hvar þad berss á milli. Eg atla þvi eínúngis ad drepa dáldid á hagi mína: hér var skorid mikid í Haust bædi af Jokuldaln= um og Hlídinni, svo i alt vard saltad i 9u Tunnur af kjoti og átti þad nú eitthvad ad verda til þess ef biggd irdi Kirkjann ad vori; á Leipnasmjörinu fór eg ad taka strax um gaungur; af skiri átti ég rúmar 5 Tunnur;_ firsta kírin af okkar þremur bar í gjærdag, og hinar bera nú svona smátt og smátt. vid höfum haft lánskú í Haust og og held vid höfum hana í Vetur._ Af kjötinu er ég nú búinn ad eida 1 1/2 Tunnu og 7 lambaskrokka og hef géfid súpu í skattinn; Baunir, slátur, braud og fisk middag, og dropan úr Kúnni útá á kvöldinn, og kaffi á hverjum morgni:_ Jeg er nú mestaf á Daginn frammi ad sísla vid þetta laturverk, og ad gjöra Testum eitthvad gott sem hér er ætid

Vid bidjum ástsaml: ad heilsa þeím fedgum Sra Þorl. og litla Jóni._

nóg stúngl af._ Guð minni gódur stirki mig og okkur til ad standa í skildu minni eins og vera ber! mest kvídi eg samt firir_ kirkjubiggíngunni, því vid erum ekki menn til ad vera í því sísli Jeg vildi eg ætti mér nú duglega stúlku þegar Kristín for í burtu /: hún atlar nú ad Galtast: til Sigurg::/_ Borga mín en þær enn heldur firirtektar lítil og þín, enn velvirk; hún þjónar nú Sigurdi og frúni, og er þad nokkud handa henni. Málhild= ur er í fjósinu og þjónar Bensa sínum og smalanum, og þikir henni þad nokkud._ þad var vel ad þú fjekkst vinnukonunar þad er líka vel látid af henni, og vona nú ad þú gétir heldur fundid mig aptur ad Sumri, og er þér þad hægast medann eígi vex ómegdinn, þú filgir þá Sigurgeiri, og einu ogskuldi þá ad neinu ad útvega þér einhvurn sem færi med þér aptur /: ef: eitthvurt skildmenni :/ til baka; forláttu mér nú þá eg sé ad rugla þetta vid þig, enn huxadu samt eptir ef þú gétur._ Vænt þikir mér ad héira af Gisla Sigurdi þínum ad hann hefur góda greind og heilsu jafnvel þó honum fari ekki mikid frammi vona eg ad hann komist á fót. Petur minn gékk seínt og skreid leíngi frammeptir komst hann þó á fót eins og hin Börnin. Æ! Guð minn gódur ebli hann Sigga þinn, og stirki i öllu gódu! Jeg sagdi þú ættir ad koma med Sigurgeiri, og hjálpa til ad reida, nöfnu þína eda nöfnu mína._ En_ eg held þad atli ad verda sögumannlegt um Galtast: þvi her er svo makalaust: þraung bíllt ad þeir géta hvergi kvinid sé firir, og atla sídan ad reisa sig á móti því ad útlendum manni sé biggd

Jördinn, enn Prestur hrekji sóknarbörn sín útá klakann. ég veit ekki hvad úr þessu verður enn Fadir þinn stendur á móti svo leíngi sem kunn gétur, þeir eru ekki búnir ad búa þar nema hálft annad ár; jeg neita því ekki ad mér væri sönn gledi ad Sigurgeir kjæmi híngad, þvi mér þækti vænst um ef ad þid öll elskulegu Börnin mín! gjætud verid sem næst mér,_ En_ guð hagar því ödruvisi til, jeg skal líka vera ánægd med þad, þegar eg veit og heíri ad ykkur öllum lídur bærilega bædi firir sálu og líkama; og ég vona og bið Drottinn ad géfa okkur þad ad vid meigum sjást og vera saman sídan._ Jeg lét Bínu skrifa SraÞoris á Vog000um í vetur, þess efnis ad eg bædi hann skrifa Födur sínum sem optast til,, því honum þækti vænna um þad enn nokkrar gjafir; hann skrifadi honum sídann strax og aptur í Sumar, og seígir hann í seínna brefinu ad sig undri hvad Bína stíli og skrifi vel, og bidur fart þinn ad lja sér hana; eda konu sinni, hann skuli ekki einungis gjöra vid hana eins og sistir heldur sem Dóttir; enn mér finnst eg ómögulega géta mist hana, þegar eg á mér aungvan hlidholl= ann eptir, því Bensi gétur ekki gjört einhvörnveiginn þad sem hún gétur, helst med þad ad skrifa firir mig._ Vid Bína fórum ofanad Hólmum í sumar, og vórum þar í Viku og líst okkur þar vel á. Kristrún gaf Bínu fallegan silkiklut og sial og 00r kvítann Ædardúns træfil og Borddúk fór eg Sra Hallgr: gaf B: bra klædi i vesti, og hún fallegann Silkihálsklút._

Firirgéfdu mér nú Elsku dóttir! ómindar= rugl þetta, sem endar med bestu ástar kvedju og blídustu blessunar óskum í brád og leíngd til ykkar allra allra elskulegu Barnanna minna!

Ykkar ógleimanl: elskandi módir!

Þurýdur Hallgrímsdóttir.

P.S. Fadir þinn bídur ástúdl: ad heilsa ykkur öllum og þakk ar Jóni S.sini firir tilskrifid. Bensi og Bína bidja einnig ofur vel ad heilsa ykkur, kistu Munn= inn og litla Dreínginn þinn firir mig, og heilsadu Kristjönu._

Til Madme Solveígar Jónsdóttir á Gautlöndum

Myndir:12