Nafn skrár:BenHal-1908-11-03
Dagsetning:A-1908-11-03
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

1 1/2 Montrose avenue Toronto Ont. Canada

Elskulegi Torfi!

það hefur nú dreigist leingur enn eg ætlaðist til að skrifa þér, því eins leingi og það er nokkur von um að fá línur frá þér, og að eg er til hér, þá vil eg halda upppi gömlum vana eins og líka merki til góðra kunninga sem eg hefi notið frá ykkur Guðlaugu síðan að first þekti til, og vil ekki missa af eins leingi og heilsa og líf endist, er eg svo fullur vonar um að þeir sem halda uppi góðum kunnings skap hér munu mætast með gleði og á næju brosi í næstu verölu, eg má nú ekki gleima að þakka þér fyrir þitt elskulega til skrif 26 af December -07 sem fekk með bestu skilum og þótt okkur Sigríði þætti mjög bátt að heira um sjón döbrun þína, þá þotti okkur gott að sjá handskript þína, og þar með heira af og frá ykkur Guðlaugu yfir höfuð sem ykkar ást kærum

eg vona og oska að þér mætti vera gefið að halda sjón svo þú gætir séð um þitt eins leingi og á þarft að halda og guð er mattugur til að upp filla allar þínar nauðþurftir og hjartans eptir laungun, af ríkdæmi hans náðar að auðru leiti furðar mig ekki um, mann eins og að þú hefur altaf verið verið svo á fram sam haldur með verknað, þér og þjóð þinni til fram fara og far sældar, að þá þú hefur enn þá góða heilsu, hugsir til að sfiplegt yrði ef svo færi að ekki gætir séð dags ljósið, sem hefur svo mikið að gjöra við líf og velferð mans hér, að sjá og skoða guðs dásemdir og hendi verk á öllu, enn það sínist opt þá eitt er mist eður tekið á burtu að þá er annað géfið í þess stað, og guð eirn veit sinn til gang í öllu þessu, sem okkur er óskiljanlegt enn þá, meiri kross sem er borinn í trausti og vilja guðs kémur út í fagruri kónrónu síðar meir,

Drottins einglar setja herbúðir kringum þá sem hann óttast og verndar þá,

mér og mínum líður vel og höfum það fremur hægt og gott, við vinnum við það sama sem eg mun hafa gétið um síðast og í sömu stöðum, sistginin hafa 2 vikur á sumrin fyrir free tíma, enn borgað fult fyrir, þann tíma hafa þaug til að hvíla sig eins vel til listi ferða og svo að sja landið og bænda bílinn, Jón býður okkur, þar sem að han gétur nú ferðast án þess að borga fyrir ferðir, þar sem að hann vinnur við járnbrautar félagið Canadjan pacific svo eg var að segja við han í sumar að han ætti að fara og sja bróður eður bræður þína í Nebraska, sem han sagðist vilja gjöra þá hefði nægan tíma og hentugleika til þess sjalfur fer eg ekki langt fyrir autan eins og til geingur hér að maður fer opt með Electirc vögnunum, sem má fara æði langt á stuttum tíma, og heira aptur enn að vera á sínu heimili, sínist vera þægilegast fyrir gamla folkið, og þó að finnist ungur enn þá,

Sigríður for um 200 mílur útá landið í sumar þar búa nokkrir landar okkar og var hún þar viku tíma þó hefði mátt vera leingur eins og að hafði 2 vikur ef svo hefði líkað henni þotti gott að koma til landa sem sumt höfðu líkt og heima þar er Gísli Tomasson og kona hans sem voru á Hamrendum seinast þá eg for til Reykjavikur og var nótt hjá þeim þaug eru nú orðin nærri um 80 ára hafa þar nærri um 200 ekrur af landi en eru nú orðin þreitt og vilja selja land sitt sem er fremur af skegt og mest skógarland, þaug áttu 2 dætur sem báðar giptust hér bræðrum og sonum Baldvins sem var á var á Sporði annar þeirra var Asgeir sem þú munt muna til hann bjó þarna nálægt Gísla yfir 20 ár og hafði gott land 200 ekrur og talsvert af gripum, var þar í sveitar nemdinni hafði og svo afgreiðslu á post húsi sem fekk talsvert fyrir árlega en svo kom þó óþrói í han að vera þar leingur og flutti í burtu nú fyrir rúmu ári til norð westur Canada

og patt Asgeir þikist vera orðin þreittu við landbúskapin, eins og að han var eirn með konu sína og barnlaus þá ætlaði hann að hafa það hægra sem eptir var æfinnar enn svo hefur han skrifað mér líkt og áður gjörði, hefur nú keipt land 100 ekrur byggt sér lítið hús og þakið með torfi eins og var í gamla daga heima, og nú verður han náttulega að birja alt nýtt er þó vona góður og að landið sie gott segir nú ef alt gangi vel og geti aptur vel selt þá taki hann sér ferð heim til íslands, því undir niðri þá er fyrir mörgu löndum líkt og var forðum fyrir Gunnari að líta til baka og segja fögur ertu hlýð, og svona er þá færslan og flutningurinn fyrir mörgum sem koma frá gömlu löndunum hvaðan helst sem er, Asgeir er goður og lipur dreingur er þess vegna mistur af löndum sínum hér eistra, þú færð nú svo mikið af blöðum og fréttum að eg minnist ekkert á um almennar frettir

fyrir autan að árferðið hefur verið frem gott vorið byrjaði vel og snemma og svo varð sumarið gott og nokkuð heitt sem að gaf öllu gróður seirni partur sumars og haustið varð fremur þurka samt sem að hjalpaði að ná öllu inn í goðu lagi svo yfir höfuð þá er gott hljóð í flestum hér enn fyrir langvarandi þurka þá komu víða upp eldar í skógum hér eins vel og í banda ríkum, þó meira þar og fór þúsunda dala virði uppí ösku af besta timbry og við eins vel og auðru sem bændur attu sem voru nálægt þessum óhoppum, sem að sagt er að hafi komið frá sumpart frá járn brauta lestum en sum part frá þeim sem láu uti í tjöldum, enn voru ekki nóu að gætnir með eldin, hér hefur verið á gæta veður upp til þessa tíma og gott fyrir alla vinnu, þo er sagt að sie fjöldi af vinnu lausu folki í bæunum sem nokkuð stafar frá því að það komst eins og kreppa í margt seinast

liðið ár og svo kémur mikill fjöldi ut hingað þar sem er kvartað um svo mikin verk skort á Einglandi, Scotlandi og Irelandi eg segi þá ekki meira um þettað núna þú manst nú víst vel eptir Benedikt Oddsyni sem var í Garðey og for til americu, hann dó í sumar 25 af July var þá í litlum bæ að nafni Cobow00 sem er stutt héðan, hann var orðin nálægt 70 ara þó vel frískur upp til tæpri viku að han sálaðist eptir því sem hef frétt þá mun han hafa verið sá síðasti af hans sistginum, seirni kona hans er Ólína Andréðsdottir sem nú lifir hann og ein dottur hér og aunnur heima eg higg í Stikkisholmi svo er moðir Ólínu heima á lífi seinast þá fretti Ólína og dottur hennar gjöra nú best að gjeta að vinna fyrir sér sjalfar eru þó fátækar og höfðu lítið eptir að jarðarför hans var af staðin eins og að þar var eingin inn sjúrans og þa kemur full hardt á sem eptir eru skildir

Ólína er nú vel frísk og heilsu goð, svo er dottur hennar Bennetta efnileg stulka Benedikt sal. var vel liðin og litinn svo þær njóta goðra kunningja þar sem að skilnaðurin varð á milli húsbonda og föðurs aldrey hef eg frétt um Jon frá Brekku síðan for til kirrahafsins og síðan til bandaríkja eg sendi bréf til Kristínar í firra um það leiti að eg sendi brefið til þín, enn höfum ekkert svar feingið svo Sigríður er að hugsa um hvernin á því muni standa sem þú lætur okkur vita um næst þu færð nú kansgi bréf frá Bjarti aður að þetta kemst til þín, honum og hans leið vel seinast þá skrifaði mér og var þá fluttur á land sitt, sem leit vel yfir öllu þar og svo ná búum sínum Sigríður biður nú að skila kærri kveðju til ykkar Guðlaugar, svo er kveðja frá mér til ykkar og að þú fyrirgefir hvað þetta er stutt og stirbusalegt

guð veri ávalt með þér og þínum

þinn einl vin

B.Halfdanson

Wm H. Taft president of united states, kostningarnar voru í dag 3ja Novemb 1908

Myndir:1234