Nafn skrár:ThuHal-xxxx-11-12
Dagsetning:A-xxxx-11-12
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Elskan mín góda!

Jeg legg nú mida þennann innani, af þvi mér dettur einlægt meíra og meíra í hug ad tala vid þig._ Ekki þarftu ad þakka mér firir Peisuna, Bína sá mest firir því ad þad kjæmist í verk, þad er verst ef ad st hún verdur oflítil, þegar þú skrifr þá seígðu mér hvort ad þú gétur verid í henni. Seígdu mér líka ad gamni mínu hvörju Sra Þórl svaradi þér, þegar þú skiladir frá mér ad hann skrifadi föður þínum. Eg hefði skirfad honum ef ég hefdi gétad þad. eg bið nú ofurvel ad heilsa þeím fedgum. Seígdu mér líka um Sam= komulag á Skútustödum, og vid bidjum ad heílsa þeím mædgum._ Jeg sagdi þér í hinu Bréfinu ad Kristín atladi nú í burtu; Hún bad Sigurgeír_ þegar hann 0 hálfgrátandi ad taka sig, og kvadst ekki géta verid hér. Grímur atlar

ad Galtast: ef S:g: fer þángad, og þad held eg dragi hann til ad fara; þad var nú sagt ad henni hefdi ekki veid á móti ad Jón fór austur, enn úr því vard ekkert. Nú er hún vid Grím; og situr hjá honum leíngst frammeptir nóttu og æfinlega þegar hún gétur; vid bádum hana ad vera hjá okkur nítt árid eptirl: því vid þirftum líklega ekki leíngur á ad halda, og var þad frá;_ því hún sagdist eígi gétad mannast hér neitt og atlar ad bidja Ólöfu ad kénna sér ad sauma._ Heilsadu kjærlega arnarvatns hjónonum, med hjartans þakklæti firir sendínguna med Grími. eínnig Sigurbjörgu og ölu fólki þar, hveru tveggja Grænavatnshjónonum og öllum sem þú hugsar eg vilji heílsa, og afsakadu ad eg ekki gét skrifad, jeg lofa því sídar. Forláttu mér nú línur þessu, og umfram, alt brendu þær._ og ved úr eínu í annad, ekki get eg sagt þér neitt um hríng0n0ar, firri enn seínna, skrifadu mér til med næsta Pósti og seígdu mér hvad dír var nú hríngurinn og haudurin hann var._

þín elskandi módir Þ.H.

Hólmfrídur sistir skrifadi Bínu med Spallíng i Sumar, og sendi henni Gásbláann fisk 0000 Prídis fallegann._

Myndir:12