Nafn skrár:BenHal-1910-04-27
Dagsetning:A-1910-04-27
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Jeg bið þig nu að fyrirgefa þettað alt saman og reina að gjöra best úr því að gétur Sigríður biður innilega að heilsa þér og Guðlaugu og að muni til ykkar alúð og goðverka sér við vikandi eins lengi og að lífið endist, og að guðs blessun meigi ávalt hvíla yfir ykkur og mín innilegasta kveðja er til þín og Guðlaugar, að Drottin haldi þér og þínum í trú og kærleyka Jesu Krists til æfi loka

þinn einl vinur

B Hálfdánson

27 of april - 1910

1 1/2 Montrose, ave. Toronto ont. Canada

Elskulegi Torfi!

Innilega þakka eg þér fyrir til skrifið af 27 Januari, Ja eg má fullvissa þig um að við Sigríður höfum ávalt lytið upp hýrum augum að sja bréfin þín koma, og í þettað sinn var það lýkt fyrir okkur því sem Eggert sál. a Kleyfum sagði að þá maður biði dá lýtið eftir hlutum þá yrði maður því glaðari og þakklátari þá það eftir vænta kæmi það var líka af þessu, að við vorum að lýta til Drottins, að svo mætti greiðast úr fyrir þér að feingir að halda sjón á meðan líf og heilsa endist, svo við vorum glöð að fa bréfið þitt með þeim fréttum að þú gétur lesið og skrifað, af hverju að við erum

þakklát til gjafains allra góðra hluta og svo að það var alt fremur vel við ykkur Guðlaugu, af hverju að við urðum glöð í anda, að heyra frá velgjörða vinum, sem að þrátt fyrir ára fjölda af fjarlægð, muna til okkar með hlýum huga og vinsamlegum orðum, sem okkur þikir meyra í varið enn fá orðum orðum að komið

enn þrátt að þið sieu nú orðin lúin og þreytt þá er valla að furða yfir því þar sem að þið hafið ávalt unnið svo hardt og valla aldrey tekið ykkur langann hvíldar tíma, svo með öllu sem fyrir hefur komið og nátturlega verið mikil áreynsla og þreyta fyrir sálu og líkhama, þó er það einungis fyrir Drottins hjálp og að stoð, að þið hafið komist svo vel fram úr því aullu, svo við þaukkum guði fyrir að þið voruð svo hress í anda þá þú skrifar okkur

það er nú vonandi að einhver góður velviljaður og vel efnaður maður komi og kaupi af þér það sem vantar að selja og þar með létta af þér um hugsun og um stangi, væry mikið gott, enn líkast til fær þú þó ekki það sem til hefur kostað og með réttu ættir skilið að fá, eru að auðru leyti sínist half part eins og skemtylegast ef að eitthvað af þínum og ykkar eygin folki settust að þar sem þú og þið hafið verið svo leingi og eruð nú búin að búa svo vel um alt saman að það ætti að verða skémtun fyrir ungt folk að taka við þar sem að þu og þið Guðlaug hætta við með snild og soma og mun bera merki til margra ára. svo er líka fyrir mörgum þar sem leingi hafa verið að vilja helst vera til leinstra laga, enn osk mín og okkar er að þettað alt mætti ganga sem ykkur væri þægilegast og best í allan máta

mer og mínum hér líður vel erum öll við góða heilsu, við gamla folkið sýnum ekki svo mikið elli árum sem mun nokkuð koma til af því að heilsan hefur verið góð og að við höfum haft hæga vinnu og um fangs litla stöðu, við höfum verið svo fá og húsverkin létt fyfir Sigríði og alt er fremur þægilegt í húsinu góður elda ofn í elda húsinu þar sem að eru vatns pípurnar með koldu og heitu vatni eptir því sem þörf gjörist og svo uppá lofti þar sem að laugin er svo er hætt við lampa ljósin og er Gas eður Electric í þess stað við höfum Gas í hverju verelsi og svo til þess að elda með á sumrinn þá heita veðrið er Sigríður sér fremur vel og jafnvel betur en eg og hefur verið výsari að brúka dags birtuna við alt sem er á reynsla fyrir augun að sjá vel

Sigríður er dálítið farin að verða gráhærð, er altaf fremur heylsu góð eg sie fremur vel, það er að segja með því að brúka gleraugu til að lesa og skrifa og það sem vel þarf að sjá, sie þó fyrir autan þaug stórt prent svo sem auglýsingar og autan a sendi bref, Sigríður hefur 2 sett af gleraugum, til að lesa með, og hin fyrir hversdags vinnu sem að sagt sie betra til þess að við halda goðry sjon þá sjon fer að dabrast og fjöldi er hér sem brukar gler augu altaf og það af ungu folki, jafn vel börn

eg er nú nokkuð gráhærður á skeggið enn ekkert á hárið sem er eins og á miðaldra manni, eg hef life insurance af $ 2.000, tvö þúsund dollars, sem á að verða fyrir Sigríði og bornin eptir því sem á stæði þá mín misty við enn lifi eg að 70 og haldi á fram lífinu hér eptir það þá á eg að fá $ 1.00 hundrað

dollara árlega af þeirri upphæð til þess að halft er utdreygið en hvert lýtið eður mikið er tekið af því hálfa þá er hitt fyrir þá sem næst mer standa eptir og ekki er eg nú svo mikið að hugsa um hvert nokkuð þarf af þessu eður ekki, hvað Drottinn sér best fyrir mig er eg viljugur að taka

Sigríður hefur in surance af mínum $ 100 hundrað dollars, sem hún vildi hafa eins og fyrir út för sinni, ekki það að væry hrædd um að ekki yrði séð um það sóma samlega, heldur að þetta er siður margra og þikir um hugsunarsemi til sinna nær skyldu

það er nú komið á 11efta ár síðan að eg birjaði þessa vinnu sem nú er við eins og nætur vaktary og að hefur vel lagast og lánast til þessara stundar, tímin er nokkuð leingur enn vinnan mjög létt eg hef nú ekki

gjördt neina harða á reyslu vivnnu í þessi ár, enn geingið á milli eins og herra maður sem ekki tekur af sér treyuna og að útlity þá tekur folk mig yngri enn er, núna fyrir stuttu eftir að lýta vel á mig og vriða fyrir sér, maður sagði að eg væry 55 ára að aldry og maður þessi var Doctor, svo þú gétur nærri að eg gaf honum þægilegt bros sem valla matti minna vera til Doctors fyrir að lýtast svona vel á sig enn svona stendur það þá eftir því sem okkur var sagt að Sigríður er fædd 23 June 1844 en eg er fæddur 22 of apríl 1855, og er þá lýkur aldri við Guðlaugu þína, sem eg lærði heima frá Guðlaugu eður móður hennar S. Kristín okkar er við sömu vinnu sem aður hef gétið um, Book keeping business, hún hefur komist þar vel á fram hefur gott plass sem er gott og á reyðan legt fielag

vinnutími hennar er frá 9 til 6 enn á sumrin til 5 og þá ekki nema halfur laugardagur og svo 2 vikur free á sumrin sem hún fer eitthvað útur bænnum en það tekur þó ekkert af kaupinu Kristín á gott orgel og kann vel með að fara skémtir sér opt þar við Jon er og svo fremur vel að sér og er við office vinnu, han birjaði hér á aðal stassjoninu við Canadjan pacific Railway fielagið, hefur geingið þar vel og er nú Secretary fyrir General Super intendent, sem er yfir ontarjo Divisjon nefnil yfir sjonar maður fyrir G.p.R. Co fyrir þennan part af ontarjo yfir folks flutninga og alt svo Jon eins og skrifari hans hefur haft æði mikið að gjöra og svo eru þeir alt af á ferðinni fram og aptur eins og fleyri af yfir mönnu fielagsins, en þá þeir ferðast hafa þeir besta carið

eður vagnin til sýn sjalfir þar sem svo er utbúið að eru sfevn stofur skrif stofur eins vel og borðs því altaf er mad reyslu maðurin með þeim eru þó sjaldan leingur í burtu enn 3 til 5 daga því aðal staðurin er hér á aðal stassjoninni aðal tími Jons er frá 9 til 6 vinnur þó oft yfir tíma þá mikið sækir að enn vill ekki verða á eptir með verk sýn nú fyrir skemstu fékk Jon bréf frá Winnipeg og lofun á $ 60 á manuði ef kæmi þangað fyrir sama fjelag G.p R það var frá þeim sem þektu han hér enn General Superintendent sem hann er með vildi ekki að hann færy og sagði að þeir gætu bætt það upp hér, svo eg bíst við að verði svo, það er og svo alt tölu vert dírary í winnipeg enn að er hér og að við gétum valla séð af honum þar sem við erum svo fá að tölu

Jon er shorthand skrifary og svo typewriter

þu munt kannast við það að er nokkurs konar fljóta skrift, og svo prentverk við til heirum Methodist church kirkju flokknum og forum til kirkju reglulega á hverju Sunnudag Sigríður og so missir valla hvert miðvikudagskveld eins og þá er ræða eður fyrirlestur í kirkuni aðra hvíldar daga eður free tíma sem hér eru teknir þá fylgum við heylbrigis reglunum með því að taka eins mikin tíma og að við verður komið undir beru lofti og þar með rétta sig upp og lífga sal og sinni frá ímsu sem fyrri augun ber, enn ferðir okkar eru þá optast á Electric vögnum eður gufu skipum og bátum, það firra þo oftar yfir ontarjo vatn er svalt og gott að ferðast á sumrin þá heitt er og þá er hvert stor skip ot batar fult af ferða folki fram og aptur

á ferðinni fra 7 til 9 og 10 á nottunni enn Electric vagnar eru hér altaf á ferðum í bænum og svo til næstu smá bæa svo fyrir stutta ferð á þeim vögnum frá enda til enda á þessum bæ sem eru rumar 10 mílur með fram vatninu, ont það tekur mann um klukku tíma með öllu sem við er staðið til þess að taka folkið in en svo er stort park leyk völlur við hvern endan þar sem við er staðið eptir því sem hvern listir að fara þvert fyir bæin eru 4 mílur svo þu sérð að bærin Toronto er nokkuð bua um máls og gæty tekið úr Reykjavíkur þettað er þa orðið æði mikið raus og mest um og af okkur sjálfum, enn það er þá sem kunningan vantar að vita af vonum og ættingum sínum í fjar lægu landi, hvernin lífið geingur yfir höfuð, hvernin tímanum er varið, hvar og hvernin og svo fra hverjum ætti að segja frá því ef ekki

þeim sem man best til og þess vegna vildi eg gefa ykkur Guðlaugu sem besta hugmind um okkur hér en svo ertu þú að hugsa um hvert eg viti um bróður eður bræður þína eg held á fram að skrifa Bjarti og gjori eins leingi og gét eða fæ svar frá honum sem stundum geingur seint enn tek það þó ekki upp fyrir honum því hann sem einvirki þá er allur tímin tekin upp við bú skapin og hvað rekur á eptir auðru ef ekki á að verða eptir tímann með þettað eður hitt annað, og þá setjast niður falla þeir útaf þreittir og sofandi eg skrif oft 2var til bjartar aður en fæ svar, hef líka svo mikið betry tíma svo mig vantar að hressa han upp eins oft og gét nú seinast vorum við orðin svo hrædd að eitthvað geingi að fyrir honu eða þeim því eg hafði skrifað 2var en ekkert svar kom

en svo fékk eg bréf frá honum skrifað á Páska dagin og dottur hans Lucy skrifaði líka til Kristínar sem sendi bjartar börnu Bækur um Jólin eg skrifaði þá strags bjarti og bað hann að láta ekki bregðast að skrifa þér við firsta tækifæri að gæti haft og þú verður nú kansgi búin að fá bréf frá honum aður en þettað kemst til til þín eða vona að svo verði ef ekki þá leyð honum og öllum hans vel á Paskum hann á 4 efnileg börn 3 dreyngi svo þá þeir eru upp vagsnir gétur hann haft það hægra han hefur gott bú og alt lýtur vel ut fyrir honum og þeim og hafa gott land hann hefur víst skrifað þér síðann að flutti sig á sitt eigið land sem mig minnir að hafi sagt mér að sie hundrað mílur suð westur frá Firth búinn að vera svo leingi og þar sem að þu skyldir við Lárus sem þar er enn þá

Lárusi líður vel að svo miklu leyti að eg veit um atti eina dottur, sem að er gift ríkum manni, Bjartur segir að kona sín sie orðin half þreitt á hitanum í Neb þó sjalfur standi það nokkuð vel svo þaug eru stundum að hugsa og tala um north westur canada, sem eg held að væry ráðlegt fyrir han að flitja til ef vel gæti selt land sitt í Neb. sem líka er í háu verði eg held það yrði fleirri og betry vegir fyrir börn hans og svo hollara og betra að lifa, svo vantar mig bjart og hans fólk til Canada, þar sem svo margir eru að taka upp góðu löndin og segja að norð westur land Canada verði brauð kista fyrir meiri part af veröldinni, eg veit nú ekki hvað bjartur gjörir han sagði mér frá þessu í seinasta brefi og eg sagði þá um hvað eg hjeldi af því að þaug kæmu til canada, hann sagði mér að væry nú góðrar vonar um að fá það sem eptir stæði

á Bankanum, sem því nærri brotnaði niður fyrir nokkru árum þá peninga skorturinn varð í Bandaríkjum og flestir feingu smekk af, svo þá eg fæ alla mína tínda sauði heim aftur, þá væri ekki ó lýklegt að eg kæmi að sjá ykkur í Toronto, og þá yrði glaðd á hjalla ef við sæum bjart fyrir 11efu manuði af árinu þá er sagt inn flutingur frá Bandaríkum til canada hafi náð um 86.488 og er giskað á að hafi haft í förum sínum $ 90.000.000. 30.000 er Bokað niður fyrir apríl frá Englandi, Scotland og Irelandi 12 þúsund komu firstu viku af april í það minsta 150.000 er talið uppá að komi þettað ár, þettað er frá á reiðanlegum blöðum les ekki annað, enn þettað nægir til þess að gefa þér hugmind um fólkflutninga strauminn til canada, a land hvar er svo mikið af sólskini, 1908 þá taldist svo til að Toronto hefði

haft 6 klukkutíma af sól skini á hverjan dag yfir árið, mundi það ekki reka kalda weðrið út í horn á íslandi, goði Torfi þú verður nú orðin þreittur og leyður á þessu þá hér er komið, en þá veit maður valla hvenær að hætta og svo eins og að árin fjölga yfir manni þá finnur maður meira til hvað tíminn er eins og flugi, eg nú rett nýlega kominn yfir 22 af apríl enn er óviss um að sja þann næsta þótt nú sie að öllu leyti vel við goða heilsu þá finn eg satt sem þú sagðir, búast við að brefa viðskifti færu að fæðka sem er nú víst og að við höfum þá gjordt vel að halda út með brefa viðskipti í 32 ár sem eg ann þér mikla þökk fyrir að þrátt fyrir þín miklu störf og um hugsanir hefur aldrey gleymt mér og okkur hér sem höfum verið svo að segja ein af islendingum

Kristín gaf mér gullpening 33 af apríl, w. $ 5

Olina er ekkja eftir Benedikt Oddson dottur hennar er með henni og báðar inn vinna sér gott lifi brauð með sauma skap, hér var besta veður og snjolaust til jóla enn svo snjóaði allan jóladagin og fram ur því varð fremur snjó samt og kalt þangað til seinast í Febru enn march varð sá besti að hefur komið í mörg ár stilling og besta vorveður frá birjun til enda apríl hefur verið nokkuð kaldary með dá lítið frost sumar nætur yfir það heila mátt kalla gott weður grasið að gróa og laufinn farin að springa út á trjánum og sumar litur farin að koma á margt og er nú talið manuði firri en vant hefur verið bændur líta ut fyrir gott og arðberandi sumar og alt er í háu verði sem þeir hafa til að selja og hér hefur mátt kalla besta ár ferði og verk fyrir flesta sem vilja vinna

Myndir:12345678910