Nafn skrár: | BenHal-1911-05-27 |
Dagsetning: | A-1911-05-27 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3081 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Benedikt Hálfdanarson |
Titill bréfritara: | vinnumaður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1845-00-00 |
Dánardagur: | 1933-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Odda |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Mýrahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | A-Skaft. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
her var fremur mildur vetur og so gott vor í may hefur orðið 70 til 80 hitinn svo alt er nú vel að ut lýtandi og ut lyt fyrir gott sumar sem eg oska að þú mættir fá, jeg sá hér í blöðunum um óhappið sem vildi til með tó vinnu vélina hjá þér það var nú mjög slæmt að svo vildi til og of mikið tab sem þú varst fyrir við það Jeg ætlaði nú að segja ykkur að Guðbjörg er mikið áþekk Kristínu þá eg þekti hana og eg sagði að hún hefði hendurnar hennar Kristínar, hun sem mart af því folki er vel greynd og að út lyti stendur ekkert á baki ameríku stulknanna það er nú víst, hún er vel rjóð og í góðum verka holdum og sagði eg að væri auð séð að ekki kæmi frá suður banda ríkjum, þú mindir nú brosa þa Kristín okkar og Guðbjörg eru að tala samann, hvernin og Kristín skilur nú alt sem Guðbjörg segir Guðbjorg hefur þó gjordt vel fyrir þan tíma sem búin erað vera hér og úr því að hér er komið þá er ó missandi að géta talað og lesið Enskuna til þess að hafa verulega skemtun af lífinu hér þott sumir sieu að reina að komast af án þess Ólýna Andresdottur og dottur hennar eru hér og komast vel af báðar vinna við sauma skap og koma opt að sja okkur það er þá best fyrir mig að fara að hætta þessu og biðja þig að fyrir gefa það alt og við höldum þá svona á fram að hver veit um anann og guð hefur vitað um það alt samann að vorum saman í anda og að mindum lata hven annan vita eins og að er nú komið og stundum veit maður meira fra þeim sem eru langt í burtu en sem eru nær Sigríður biður að bera ykkur Guðlaugu sína kærustu kveðju og bestu oskum svo gjori jeg með bestu oskum að Drottins náð og blessun megi á valt hvíla yfir ykkur þinn einlægur vin og kunningi Benedikt Hálfdanarson (Es. þú gjörir nú best að gétur að komast fram ur þessu 27 of May - 1911 1 1/2 Montroese ave. Toronto Ont. Canada Elskulegi Torfi! Jeg þakka þér nú hjartanlega fyrir til skrifið af 8 Dec. 1910, það var nú auð séð á því að þú ert ekki latur eður telur eftir þér að skrifa fáeinar línur, og svo er það blessun frá Drottni að gétur lesið og skrifað eins vel og seð um annað sem fyrir kemur á þínu góða heimili sem að hefur verið hjálp og blessun til svo margra, og að eg tók eins og hug mind um hvað ætti að koma fram þirðja árið eftir að eg fór frá þér, þá á Davenport enn hef þó aldrey sagt þér af því sem eg hef ávalt hlýft mér við að géta nokkuð um draum óra mína, svo að þeir ekki kæmu að á trúnaði, enn trúi þó að þeir sem setja alt sitt traust, til Drottins, að manni er oft sínt það sem á að verða og koma fram, þó oftast muni svo dulið og óskyljanlegt, að því er sleft og látið falla niður jafnvel þó berlegt sie að hafi einhverja þíðingu enn býði maður Drottins þá er margt gjördt skiljanlegt sem að firstu ekki skyldi þriðja árið sem eg var komin burtu frá Ólafs dal dreymdi mig að eg var komin heim aftur og var staddur nokkuð hátt upp í hlýðinni fyrir ofan bæin og varð mér lytið ofan á barðið þar sem að husin voru voru niður við ána, á barðinu var vatn sem mér þotti undarlegt og átti ekki von á þá eg var að horfa á það sá eg stórt ljós upp af vatninu það var svo bjart og fagurt að eg hef aldrey séð eins fagurt ljós og út frá því voru svo bjartir ljós geislar sem skinu austur, westur, suður og norður Jeg varð svo fra mér numin af þessari fögru ljós birtu sem lýsti upp allan dalin og eins langt að sá, og varð fyrir mer sem Pétry forðum að mér þotti þar inndælt að vera, enn þá fann út að þettað var einugis draumur gat eg grátið yfir að vera í Canada en draumin verður mér á valt í björtu minni, og þá eg fór að átta mig á þessu þá sagði eg að sannarlega væri Drottins hjalp náð og blessun yfir þér og Guðlaugu þinni og að mentun og uppfræðsla til lífs og salar spritti ut frá olafsdal en þar sem að vatnið var þá hafið þið Guðl orðið fyrir miklum missir og á reynslu enn Drottin hefur verið uppyfir því aullu og hjalpað ykkur fram ur aullu sem fyrir hefur komið og gjörir svo til enda og eg er nú með þér að það var eins og annað Drottins handleysla yfir þér að þú forst heim aftur fra Nebraska, það sem þú birjaðir og hefur gjördt heima heildur á fram mann fram af manni og stjórn landsins hefði átt að gjöra mikið betur en enþá hefur gjordt þér viðvíkandi það var nu náttúrlegt þá varst ungur og hetju framfarar hugurin í þér enn sást svo víða annar staðar hvernin til gekk að þér findist að landið þitt sem mest hugsaðir um mætti til að hafa endur bætur og að sumt þar hlyti að breytast til betry vegar og bæta ur kjörum og lýfs fram vegum þjóðarinar, jeg hef heirdt með góðu rökum að séra Valdemar Briem ykkar besta salma skáld á Stóra núpi þar sem að Dufu vængir friðarins blaka þar yfir öllu, að han sie þá einmitt sama hugar fars og að alt hljóti að færast til betry vegar með lýfs fram færi og að ferð á Islandi, þettað gétur nú kansgi orðið svo með tímanum ef það var nú best að ykkur Guðlaugu leyð vel ásamt ykkar folki sem Sigríði þikir svo gaman að frétta um og Okkur hér lýður vel höfum það fremur gott og rólegt og okkur gamla folkinu fer ekki svo mikið aptur enda er vinna okkar fremur hæg og lítið að þreyta sig við en ef það væri sæi það nú víst fljótt á eins og hverugt okkar Sigríður mindi nú þola mikið af harðari vinnu úr þessu börnin eru og svo vel og á fram fara vegi Kristín er við sömu vinnu eins og Bókhaldari og er tölu verdt af vanda verki við það fyrir þá sem fyrir eiga að sja Jon er nú komin til winnipeg for þangað 17 of may og verður þar við sama fielag og var hér Canadian pacific Railway Company í winnipeg Jon var búinn að vera hér við þettað fielag rúm 3ju ár og hefur gjördt það vel og reyst sig töluverdt upp með góðan orðstýr og hafði hér all gott kaup en svo er þá kaup hærra westur frá og meira um að sjá og þá meira að læra sem að Jon vildi á meðan að ungur væry til þess að gefa sér betra tækifæri seirna, og var honum lofað $ 75 á manuði að byrja með i Winnipeg og $ 85 eftir 3ja manuði þar svo við sjáum nú hvernin geingur það er vel spáð fyrir honum af þeim sem þekkja, svo við treystum Drottni að alt meigi fara vel fyrir Joni þar westur frá Winnipeg er 1500 mílur norð westur frá Toronto og verður farið a 40 klukkutímum og stundum dálítið stittri tíma en eins og þu veist að Canadian pacific Railway company hefur hér leingstan járnbrautarveg frá hafi til hafs og er þá skift á miðry leyð, svo leyðis að það er kölluð austur línann og svo westur línann, en straumurin er svo mikill árlega til norðwestur Canada sem að fielagið græðir við og braut su er alt af að verða um fangs meiri sem tekur meiri og meiri um sjon fyrir þá sem yfir eru settir og hafa office vinnu, af þessu borga þeir meira til þeirra sem eru við westur línuna en austur línuna mig hefur nú leingi half grunað um þettað og þess vegna hef eg verið að ýta undir við Bjart þinn að koma til Canada sem eg veit að er mikið hollara og leingur lifað loftslag en er í sandi, Nebraska þar sem hitin verður svo mikill og þá höfðum við att hægra með að sjá hann eg Sigríður hefur nú hja sér Guðbjörgu dottur Sæmundar sal. bróður síns hún kom hér 17 af march þá var líka á ferðini Guðrún dottur Elínborgar hún for til norðwestur Canada og kom hér ekki þær ráðgjorðu þettað með sér þá á Kleppi við Reykjavík snemma í haust að var og hafði þá Guðrún lofun á sýnu far gjaldi frá manni hér fyrir vestan og fékk það, en Guðbjörg vildi koma líka en sagðist vera peningalaus og bað okkur að hjalpa sér sem við gjörðum og sendi eg það í post á vísun og Guðbjörg fékk rett aður en for 18 af Feb. og kom svo hér með til vonandi manni sýnum 17 march, han er Skaftfellingur og for til winnipeg þar sem broðir han var eru baðir tré smiðir og eru nú að inn vinna sér við það $ 3 dali á dag Guðbjörg sagði að við værum töluverdt unglegri en að hún hefði hugsað okkur eftir því sem lærði um aldur fra sinni vanhagaði um, en svona þikir þá gott að vera dálýtið kænn og sieður í byrjun nýrrar lífs stöðu í ameríku í firra sumar tok eg mér 2 vikur fyrir free tíma og for til næstu íslendinga bygðar 200 mílur þar er fremur falleg sveyt en var alt skó land þá allur lifandi fienaður er undir þá gamli Gísli hljóp alt í kring til þess að syna mér hlöðuna syna og anað sem hafði þar í kring han á 300 ekrur sumt all gott land og vill nú selja það alt saman fyrir $ 3.000 það er með húsu og aullu til heirandi, sem eg er hrædtur að ekki fái svo mikið það er nokkuð af skékt sem þaug eru og langt til allra út rettinga en þaug er nú orðin svo gömul að géta ekki verið þar mikið leingur, þaug attu 2 dætur sem baða eru giftar þó önnur skilin við mann sinn það voru 2 synir Baldvins sem var á Sporði sem eignuðust þær og að eru nú leingst in the norð west af Canada Asgeir var annar og þú kansgi mast eftir honum lykaði ekki við teyngta föður sinn svo þangað er nú lykast til ekki að flýa Asgeir hefur lyka orðið fyrir slysum svo hefur nó með sig á þó og seigir þá hafi farið í handa skolum, en geti þó vel hugsað það til að skrifa, svo að han seigir að yrði nú ekki svo gott fyrir sig ef kæmi heim aftur, sem þá sie nú ekki að tala um eins og altaf hafi svo mikið að gjöra og svo sie heyma lífið best þá fari að eldast hefur han sagt þér að han fékk bréf frá half sistir ykkar, mig minnir að segði gift kona í norð þú minnist á Andrew Carnegie mikla auðmaninn og milljónarann sem ekki sá sér færdt að spara neitt fyrir fá tæka þjóð eins og að Island er þeir sem eru svo stór auðugir sem Andrew Carnegie, géta valla gjördt svo lýtið úr sér, það er að segja verið svo stórhjartaðir og auðmjúkir að beyja sig niður og hugsa til eður lýta á þá sem eru í raun og veru blá fátækir það er að segja af þessa heims gæðum og ríki dæmi, enn ef gjörir svo þá er han sér stakur Kristin maður því sá sem aumkvar sig yfir þá fatæku allir vita að amerika í heild sinni er ríkt land þar sem eru svo marskonar auðsuppsprettur og ef eitthvað brestur í einum stað þá er meir en yfir fljótanlegt í hinum auðrum stöðum til þess að bæta það upp, enn þessi auðugu lönd fá mest af stór gjöfum millijonarans og þeirra sem næstir honum eru í ríki dæmi og geingur þá mikið af því til að byggja upp eins og minnis varða þessara ríku auðmanna, til dæmis Andrew hefur gefið því nærri hverju stór bæ og þorpi stor sumur, hér hefur verið bygt eitt það stæðsta og fallegasta bóka og lestrar hús (library) það vandaðta í Canada sem bygt var af Andrews gjöf og var óneytanleg gott þar er hans nafn á svona eru stór byggingar settar upp til eins eða anars sem á að vera fyrir almenning eða til almennins nota mann fram af manni eg sá rett fyrir stuttu hvar han gaf $ 200.000 til bæar hér stutt frá. Sá bær er lítið stærri en Stikkisholmur það atti að vera fyrir bóka og lestrar hús og sa ekki fyrir laungu hvar han á nemdi stór sumur fyrir Danmörku, Svisserland og mig minnir fyrir Norðveg, svo þú sérð að það er farið alt í kring um þá sem helst þirftu hjalpar við, England og Scotland hefur haft það, ríkir hjalpa ríkum auðvitað þessar gjafir eru góðar þarflegar og betra en að pæla því upp eða lata bygga eftir sig enn hvenær sem maður lýtur inn í þettað stóra og fallega bóka safn og lestrar hús hér þá séðst þar sjalan fátæka folkið heldur er þar folk sem er betur af og hefur tíma til að 00000 og getur komið þar sem betry og efnaðri sortin af folki og svona er þá um fleira sem á að vera fyrir almenning að sá fátæki verður eins og útundan, en sá sterkari rist á stallin með flest sem til heirir gæðum og auðlegð þessa heims þá talað er um dollars og cents eins vel og krónur og aura getur það nú ekki skeð að þeir sem sáu Andrews hafi séð han fyrir sig sjalfan og sagt honum einhverja ljóta spá dóma fra gömlu krukk spá, en ef það hefði verið ríkir menn og sagt honum, þó Islenska þjóðin væri fá meira þá hefðu þeir bestu sögu að baki sér og stæðu ekki á baki neirnar þjóðar með fjöri og dugnaði og að væru þess vel verðugir að væry hjalp að og að þeir ætluði að géfa svo og svo mikið sjalfir og fyrir hans göfuglyndi annar staðar þá vantaði þá hans hjalpar með sér þá er ekki ó mögulegt að han hefði |