Nafn skrár:BenHal-1913-11-29
Dagsetning:A-1913-11-29
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

77. Montrose Ave. Toronto Ontarjo Canada

29 of Novb 1913

Elskulegi Torfi!

Jeg þakka þér hjartanlega fyrir þitt best komið og kæra til skrif sýðast með tekið skilvíslega og vel, ja okkur þotti gaman og gott að lesa það með aullu sem hafði inni að halda og best af öllu að þið Guðlaug voru við allgóða heilsu og í glöðum og góðum anda þá nýlega kominn ur lang ferð frá Reykjavík og þó það valla gæti heitið hvíldar dagar eður tími eins og mér virðist nú orðið að fara langar leiðir á hest baki, og sér staklega þá eg hugsaði til þín að vera ný staðin upp frá veikinda að hafa orðið að vera svo leingi í rúminu enn rétt a eptir að birja langferð, má géta nærri hvaða kjarkur og hetju andi er hjá þér enn þá af því sem mér voru einu sinni kunnar leiðirnar þá þotti mér gaman að heira af ferða lagi ykkar og sýst þar sem Guðlaug þín var í ferðinni sem svo sjaldan hefur haft hentugleika að ferðast mikið þá hefur það verið nokkuð nytt fyrir hana að koma til Reykjavíkur sem má nú til að vera orðin æði stór bær, það var gott að Ragnheiður for með ykkur til Reykjavíkur ef að járn brautin þar verið komin á þá hefði það hjalpað ykkur til að sja part af suðaustur landinu fyrir austan fjöllin sem er svo við sýnt og gott um þar tíma árs

enn öllu verður ekki við komið á stuttum tíma er allra mesta furða hvað hlutum heima hefur fleykt á fram, sem er rétt birjun er ekki sagt hvað ungt folk og ó birjuð kinslóð gérir og vil sjá á íslandi Ja þið hafið þá haft skémtun af ferðinni eins og að samfundir og viðræður góðra manna gleður og hýrkar upp allar andans til finningar mans svo að tekur minna eftir þott að sie half þreittur okkur þotti nú að þið taki stuttan tíma enn svona hefur þá verið að ekki gátu verið leingur í burtu að heiman ekki hef eg feingið neirn til að kaupa Olafsdalinn eirn af þeim sem seldu dettifossinn ættu að slá sér á að kaupa góða jörð heima heldur enn að fara með það til americu, það er stundum seint að selja þá vantar að fá eitthvað upp úr sýnu, seld stundum fljótast þar sem lítið hefur verið um endurbætur,

enn sleppum því og eg ætla nú að vera stuttorða með þetta bréf einugis til að segja þér af okkur hér, lýðan okkar er fremur góð Já má kalla goða fyrir gamalt folk svo sem við Sigríður erum, Sigríður hefur ekki verið svo vel þettað seinast liðið sumar, sem að undan förnu er orðinn nokkuð þinnry (léttari) hún hefur þó og gjörir enn þá sýn verk sem firri, hvað synist baga hana mest er slæm melting á fæðunni, hverju sem tekur, þettað er nú nokkuð alment hér, sér staklega fyrir þeim sem vinna inní húsum enn Sigríður er ekki mikið fyrir að ganga út um götur bæarins

Sigríður hefur altaf verið heilsu góð og er það mikið gott og þakkláts verdt að komast á þennan aldur fyrir autan verki og líkhamans þjáningar, svo Drottinn hefur verið okkur góður og lýkn samur faðir það má eg segja eins og að sjalfur er sem sumir á mið aldri auðvitað eg verð a fara varlega og ekki ofur þreyta mig sem fljótt verður ef vinn hardt að verð þá eins og eftir mig eg er free við gikt eður nokkra verki einungis finn að eg er stirður og eldry enn að var fyrir nokkrum árum eg er orðinn nokkuð hærður á skeggið en ekkert á hárið, svo eg segi stulkunum hér að eg sie ut geingilegur enn þá, Jeg hef nú unnið við sama fielagið sem næturvaktari í 14 ár hef eftir mörgu að lýta eins og fjelagið er orðið mikið um sig og altaf að bæta við byggingum sem annað fleyra, svo kom tíma sem er þar þá er eg mest part á rjáttli af fæti telst svo til að eg gangi mílu á hverjum klukkutíma enn er þar sem væri 12 kl tíma a dag en 6 daga a viku first var það 7 dagar á viku enn mér lýkaði það ekki svo nú hef eg 6 daga og viku free á sumrinn, börnin eru við sumu vinnu og eg mun hafa getið um firri, Kristín heima enn Jón er við the C.P.R.Co. in norðvestur Canada, þar hafa þeir gjördt hann að umsjónar manni á eirnni stassjon

enn hvað leingi að Jon verður þar veit eg ekki því að honum lýkar ekki plassið, hann kémur nú heim um Jólin það kémur í hópum heim um Jólin hver og eirn að finna og sja sýna bestu vini, hér er fljott að ferðast og um jólinn er fargjaldið lægra. Jon getur ferðast free með C.P.R. þettað er þá mest sem eg vil segja í þettað sinn, enn með þessu brefi ætla eg að senda þér bók það er á grip af Toronto með nokkrum mindum Guðlaug þín hefur þá séð Reykjavík eins og nú er orðin mikill bær, svo mér þætti gamann að hún og þið hjónin feingu sem besta hugmind um hvernin það er í Canada þo helst hvernin að muni lýta ut í Toronto þar sem frænka þín Sigríður á heima og þessi hornfirðingur sem hefur notið ykkar trygðar og vel vildar hugsana syðan first að fundum bar samann, bón þessi er besta og sýðasta ut komu myndirnar góðar og mjog lýkar því sem er, og þar sem að þú sjalfur hefur ferðast og séð svo margt þá veit eg að alt kemur nokkuð vel inní hugmind þína svo þu gétur þá utlagt og sagt þeim sem ekki kunna málið svo eg hugsa að þér og ykkur þiki þá gaman að lýta í þessa bók og sýna þá bestu kunningarnir eru á ferðinni sem oft gjörir hýrlegar samræður og glaðlekt bros, þettað ætlaði eg nú að senda fyrir jólinn enn svona hefur þá dreyist að kemur ekki til þín firr en með Nýarinu 1914, enn vona þó að komist skilvíslega til þín því post ferðirnar eru nú orðnar nokkuð goðar og skilvíslegar geingur flótin nú á milli okkar enn var áður

það er nu orðið nokkuð langt sýðan eg hef frétt frá bjarti hef þo skrifað honum 2var seinast þá skrifaði bað eg hann að skrifa þér við firsta tæki færi og svo mér á eftir svo eg vona að hann hafi skrifað þér sie maski á ferðinni ef ekki alla reiðu heim komið auðvitað hann hefur mikið að gjöra á sumrinn enn er þó sinn eginn húsbondi, kansgi að hann sie að hugsa um að sjá okkur um Jolin, bréf á milli okkar tekur 3 daga svo við ættum að frétta hver frá auðrum oftar ef þú manst næst vilt þú geta um ef að veist nokkuð til dottur Ólínar Andrésdottur, hún var í Stikkisholmi seinast þá fretti um hana mig minnir hjá Riktu Olína kemur hér og hefur þá verið að biðja mig að spirja um dottur sína maski einhver á þínu heimili hafi heirt hennar getið Olína varð að skilja hana eftir þá fór vestur alla hrakfallabálka færa dagblöðinn svo sem stór veður, mannatjón og storskipaskaða á vötnunum 00000 0000 og þúsundum samann af folki vinnulaust í stór bæunum enn slæmar horfur, út sjon þá veturinn er að birja, það veltur nú stundum á ímsu í þessum góðu löndum, tímar hafa nú verið yfir fljótanlega góðir í svo mörg ár má segja 12 svo 0 folki bregður nú ekki mikið við

Sigríður bið að skila kærri kveðju til ykkar Guðlaugar í sama máta til sistir sinnar með hjartans þakklæti fyrir tilskrifið og fyrirgefning er bæm um að ekki skrifi sjalf aftur sem er að mestu miður tínt og gleimt að koma samann sendi brefi, enn vonar að Kristín láti sig ekki gjalda og að skrifi þá kemur því við, svo að heiri frá henni og hennar mín besta kveðja er til ykkar allra að Drottins friður og kærleiki megi ávalt hvíla yfir þér og öllum þínum

þinn einlægur vin

B. Halfdanarson

Myndir:123456