Nafn skrár:AdaBja-1905-06-04
Dagsetning:A-1905-06-04
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth Nebr June 4 1905

Elskulegi Bróðir

Jeg þakka þjer af hjarta firir þín góðu brjef það firsta firir tveimur vikum meðtekið en það af 23ja April í gærkveldi Jeg atlaði nú að draga að svara þínu langa brjefi til hausts þar til jeg gæti sagt þjer um uppskjeruna og hagi mína ifir höfuð en þegar jeg fjekk þettað seinna brjef þá mátti geta nærri að jeg opnaði það með skjálfandi hendi

Já jeg atla nú að láta frjettir fara í þettað sinn

og sega þjer bara að okkur líður öllum vel Lof sje Guðii það sem þú spirð mig um veit jeg ekki mikið um nema það sem jeg hef lesið það er að sega um bacteria vöxt (culture en um alfalfa get jeg sagt þjer dálítið það er mikið reist af því hjer jeg hef dálítið af því og gef það mjólkurkúm á veturna Jeg held að alfalfa sje þ sú besta jurt sem til er firir hei firir kjír eða fje jeg held allt eins gott og taða kjúrnar mínar gáfu nærri eins mikla mjólk á því í vetur eins og á grasi og vildu heldur jeta það

ef alfalfa enusinni grær þá lifir það til eilífðar

en corn jeg íminda mjer að alfalfa ætti að gróa vel á Islandi því það er slegið 3var hjer mitt er nú svo sem 30 þumlúnga hátt og jeg verð að slá það þessa viku það gefur 5 og 6 tons af þurru heii af ekru á ári og það ætti að gefa hálft það á Islandi eins og máltakið er hjer ein spurning kallar aðra hefur þú reint alfalfa ef svo þá segðu mjer hvurnin það hagaði sjer en ef ekki þá skulum við nú sitja hausa okkar saman og birja nú að búa okkur til næsta árs Eins og þú veist er alfalfa kjennt við Clóver það er að sega í því að

það safnar nítrógen úr loftinu og skjilur það eftir í jörðinni firir aðrar jurtir að lifa á með öðrum orðum er Clóver og alfalfa agentar firir þettað jarðar líf að taka nítrógen úr lofti og safna því í jörðinni það mikið sem jeg hef lesið þá ber mönnum saman um að þar sem áburður hefur verið brúkaður þá er alfalfa viss að gróa en það er mikið af landi hjer í Ameríku sem aldrei hefur verið borið á og þúsundir af ekrum verið sáð og dáið út og það hefur líklega leitt til þess ráðs að sá bacterionum með sæðinu

ef alfalfa grær vel á Islandi þá verður það betra en gullnáma

Skrifaðu mjer eins fljótt og þú getur

berðu Guðlaugu hjartkjæra kveðju mína og Sigurborgu sistir okkar

skulum tala um það seinna jeg þakka þjer af hjarta firir mindina hún er ágæt þú lítur únglega út enþá Islensk blöð hef jeg ekki sjeð í ein 15 ár og aungvar Islenskar bækur nema biblíuna jeg þakka þjer hjartanlega firir þitt boð að senda mjer blað en jeg kjæri mig ekki um það því jeg hef nóg að blöðum hjer og jeg tek meiri þátt í því sem görist hjer í Bandaríkonum jeg vona að þú takir þettað ekki illa upp firir mjer því jeg get ekki að því gert firirgefðu þínum elskadi bróðir

Bjarti

Myndir:12345678