Nafn skrár: | BenHal-1876-10-15 |
Dagsetning: | A-1876-10-15 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3081 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Benedikt Hálfdanarson |
Titill bréfritara: | vinnumaður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1845-00-00 |
Dánardagur: | 1933-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Odda |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Mýrahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | A-Skaft. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Staddur í Reykjavík 15 Október 1876 Elskulegi vinur minn Af ást og alúð þakka eg þér mér gott auðsínt Til að láta þig vita hvernin mér líður með ferðalagið þá klóra eg þér línur þessar. Jeg kom hér þann 10. Ok. og ætla nú að legga á stað hjeðann í firramálið með manni sem fer austrundir Ejafjöll og so reini jeg að halda á framm úr því mér er farið að sár leiðast í þessu góða veðri að vera um kyrt Ekki hitti jeg vel á sem jeg veit að þú hefur frétt með að hitt í Hvítadal því hvergi var Sturlaugur nie Ólína heima jeg nefndi við Pál að hjálpa mér þegar hér var komið og kvazt hann að vísu muna eptir að þú hefðir nefd það og sagðist skildi géra það sem hann gæti enn gétann verður einginn því hér standa allir á höndum Magnús Póstur sagði mér á leiðinni að verða fyrstur þegar heim kæmi að gánga eptir mínu eða réttara þínu og það ætlaði jeg að reina enn jeg hef ekki feingið so mikið sem að sjá Reikninga ykkar á milli nú heldur ekkert þó tek jeg nokkuð af honum til að selja og seigir hann að jeg meii brúka þá peninga eptir þörfum ef jeg gæti selt ef jeg gét selt það sem jeg fer með þá er það uppá 150. Kr enn ef þú gætir þá peninga bréf væru ekki tekinn og óvarlegt væri að láta það í kassann so jeg réði það af að taka peningin úr brefinu og senda þér hann því þið Einar géti safnað það milli ikkar Jeg skrifaði honum fáeinar línur og sagði hvernin á stóð sló síðann utanum allt enn Siggi í Bráðræði skrifaði á í gær for jeg með bréfið og kassann á Pósthúsið og atressu með kassanum og samstundis um borð með kassann og seðil með frá Pósthúsi Fisen til yfir Strírimans og frá hönum aptur til Finsen so er jeg laus við allt borgun undir kassan var 1 kr 50 aur Peningin úr Einars bréfi læt jeg hér innan í og sendi með Finboga frá Tindum sem núna kom með Póst skipi Ekki skrifa jeg fréttir því Finbogi seigir þær allar enn jeg seirn og B Hálfdánsson E.S. Jeg bið að skyla kærri kveðiu til allra í þínum bæ. B.H Ef þú skrifar mér þá er það í Kristjáns hús því jeg bið Guðrunu að geima það |