Nafn skrár:BenJak-1855-04-06
Dagsetning:A-1855-04-06
Ritunarstaður (bær):Ytra-Fjalli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 93 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Benedikt Jakobsson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1839-05-26
Dánardagur:1907-06-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ytri-Leikskálaá
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Virðulegi yngis maður !

Kærlegast þakka jeg þjer, fyrir til srifið af 18 Marts þ.á: þó ókunnugugir sjeum. Það er þá fyrst að segja yður frá því, að jeg er allra mesta forvitnis svín í bækur, og hef allra mesta gaman af þeim; af því bað jeg jóakim útvega mjer það sem er á miðanum nefnt, þó uppá lán; en þo þjer gætuð það ekki núna, sakaði það ekkert. en ef þjer vogið að lána mjer eptir leiðis, bækur, þá gyldir mig einu, þó það sje af fleira tægi, og þá færra af hvorju fyrir sig; því ekki þori jeg að það sje meira enn 20rsd virði, þvi jeg er fátækur; en ekki geingur altjend svo vel að ná verði bókanna inn aptur; þó manni liggi á, ef eitthvað seldist; sölulaun má jeg ekki nefna þó mig lángaði til að fá þau dálítil,. ekki þori jeg að lofa borgun fyr enn til dæmis, í Mai m: á næstkomandi vori, ef það mætti ske yður að skaðlausu. jeg þyrfti að fá að vita kvort þjer ætlið þá að senda mjer bækurnar, með einkvorri ferð eða skipi til húsavikur, eða jeg vitja þeirra? Forlátið bezt þessa brjefs einfalda stýlista

Ytrafjalli dag 6 April 1855. B. Jakobssyni

framar vil jeg biðja yður að hjalpa um 2 Sálma bækur, aðra gylta á kjöl; en báðar íalskinni. þó borgunin komi nú ekki með. og senda mjer þær með honum Jóakim ef ei fáir vissa ferð áður.

S. T. Ingismaður

Hr. J. Borgfirðíngi

Kaupangi

Fengið 5 Maíí.

Myndir:12