Nafn skrár: | BenJak-1855-04-06 |
Dagsetning: | A-1855-04-06 |
Ritunarstaður (bær): | Ytra-Fjalli |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 93 fol. b |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Benedikt Jakobsson |
Titill bréfritara: | vinnumaður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1839-05-26 |
Dánardagur: | 1907-06-13 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Ljósavatnshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Ytri-Leikskálaá |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Ljósavatnshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Virðulegi yngis maður ! Kærlegast þakka jeg þjer, fyrir til srifið af 18 Marts þ.á: þó ókunnugugir sjeum. Það er þá fyrst að segja yður frá því, að jeg er allra mesta forvitnis svín í bækur, og hef allra mesta gaman af þeim; af því bað jeg jóakim útvega mjer það sem er á miðanum nefnt, þó uppá lán; en þo þjer gætuð það ekki núna, sakaði það ekkert. en ef þjer vogið að lána mjer eptir leiðis, bækur, þá gyldir mig einu, þó það sje af fleira tægi, og þá færra af hvorju fyrir sig; því ekki þori jeg að það sje meira enn 20 Ytrafjalli dag 6 April 1855. B. Jakobssyni S. T. Ingis Hr. J. Borgfirðíngi Kaupangi Fengið 5 Maíí. |