Nafn skrár:BenJak-1858-04-04
Dagsetning:A-1858-04-04
Ritunarstaður (bær):Ytra-Fjalli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 93 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Benedikt Jakobsson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1839-05-26
Dánardagur:1907-06-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ytri-Leikskálaá
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Ytrafjalli 4 dag Apr: 1858,

Virðulegi heiðurs mann!

Það er mín vinsamleg tilmæli við yður, að senda mjer svo sem ein 6-8 exemplör, af "Stafrófs kveri með mynd" af þeim ódýrari er þjer nefnið í bókalistanum í "Norðra" ef til eru. ef ekki eru til nema innbundinn, þá mega þau vera færri. jeg skal borga þau það firsta eg gjet eptir það eg hef fengið þau, það væri gott þjer gætuð sent þau með Jarðyrkju manni Sæmundi Eiríkssni á Mýrarseli, sem jeg held fari inn á Eyafjörð núna bráðlega; eða þá með einhvorjum vissum manni norður í Kinn. Mig langar til að koma þessu mínu brjefi í för Sæmundar ef eg get. Jeg væri fús til að taka

nokkur exemplis af bænum sjer O Ykkrimsonar ef að þær væru fáanlegar annaðkvprt i materíu eða innbundnar.

Með virðíngu yðar þjenustu fusum

Benedikt Jakobsson

4. Apríl 1858

Myndir:12