Nafn skrár:BjoBja-1870-01-31
Dagsetning:A-1870-01-31
Ritunarstaður (bær):Vöglum, Fnjóskadal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Björn Bjarnason
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Vöglumí Fnjóskadal 31ta Jan; 70

Velæruverðugi Prófastur!

Ekkja nokkur hér í sveit Þuríður Guðmundsdóttir í Flatey hefur beðið mig að skrifa yður línur þessar Svo stendur á að vorið 1868; vor sterbu manns hennar

sáluga, Helga Helgasonar upp skrifað og vyrði sem þá hafði sálst vetrinum aður, ognaði upphæð þess eptir

vyrðíngarprís 96rd 12d, enn þarafskýrði Ekkjanfrá að væri morgungjöf

36id og útfararkostnaður hennar móti manns hennar sál. 20

rd verður þá það sem til skipta kémur, aðeins 40rd og 12d,

enn þegar ekkjan tóki þaraf broðurlod, auk helfíngs, verður það sem til skipta kémur, milli erfíngja Helga saluga 15rd

4 1/2 d. Nú eru erfíngjar Helga sáluga taldir þessir: Kristín Ingveldur, og Hólmfríður Jóhannesar

dotur, voru þessar hálfsystur Helga sál. og ennfremur, eftiberu nokkrir af komendur, Grímsheitins Illugasonar, föður broður Helga sál. Af því efnahagur

áður nefndrar Þuríðar er, einsog sjá má, erfiður, þar hún er orðin gömul og uppgéfin þó hafi ekki að sjá, nema fyrir sjálfri sér, vill hún biðja aðurnefnda erfingja manns

hennar sál, að þeir vildu géfa henni, þenna arfahlutaþeirra, enn þar svo er, að jeg ekkert veit um samastað, neins þeirra, þótt eg hafi heyrt það fullyrðt, að þeir voru

í vopnafyrði, þávil eg, ekkjunnar vegna, innilega byðja Yður, að umgángast þettað við þá ef gétið, og síðan að skrifa mér til, um útfallið. Væri einhvör erfíngja

ómindugur, þá

er vitaskuld að þetta fellur, enn eins bæði þó so væri, bæði eg yður að géfa mér það til vitundar ef gjetuð.

Að endíngu bið eg Yður að forlata mér kvabb þettað. Vyrðíngarfylst

Björn Bjarnason

Myndir:12