Nafn skrár:BjoOla-1861-02-17
Dagsetning:A-1861-02-17
Ritunarstaður (bær):Ytri-Hlíð
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Óvíst
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 94 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Björn Ólafsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1801-00-00
Dánardagur:1866-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hrollaugsstaðir
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hjaltastaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

ytrihlið 17 Februar 1861

heiðraði vin

I vetur á nyársdag fékk eg frá þér bréf og þótti mér vænt um það eg ritaði þér aptur bréf enn til allrar olukku varð eg eftir á eptir póstinum með það samt sendi eg það með öðru brefi sem átti að fara til norðurlands nú ma hamíngiann vita hvört þú sér það nokkurn tíma eða aldrei þótt eg vildi heldur að þú feingir það óskémt nú við þetta tækifæri i alt fall að bréfið minn komi aldrei til skila ætla eg að seigia þér frá því sem mér þikir mestu varða sem er bokasalan firir ykkur vafra og höfunmer geingið hún fremur stirt sem von er þeim manni sem hvergi fer frá himilinu enn það fór sem eg hef gétað hvarið út hef eg orðið að lána uppá vissann gialddaga þvi aungvir þikiast géta borgað útí hönd so annað tveggia hef eg orðið að neiðast gefa frestinn eða selia ekkert enn tregt geingur að fá inn andvirðið a réttri tið i vor kiemur l.g. sendi eg ykkur það litilræði sem þið hafið eptir að vatna frá mér þvi firri gét eg það ekki þvi so margt er utistandandi enn þá eptir það sel eg ekkert kver framar so þvi sem þa verður eptir óselt verði þið að giöra so vel og raðstafa liklega til boksölumanna hér eistra eg hefi ætíð viliað reinast trúr þeim sem mér hafa trúað enn þegar mér geingur sona þá er eg so eðallindur að eg gét ekki feingist við slikari leið

enda starfa þar sem aðrir verða svikarar við mig og eg við aðra eg vonast eptir linu frá þer einhvörn tíma firirgéfðu mér nu besti vinur þennann hastseðil

Guð annist bæði þig og þina þess biður af alhuga þinn vesælsti kunningi

BOlafsson

Myndir:12