Nafn skrár:AdaBja-1910-05-15
Dagsetning:A-1910-05-15
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Guide Rock Nebraska

15da mayApril 1910

Elskulegi bróðir

það er nú svo lángt um liðið síðan jeg fjekk þitt góða brjef ásamt mind af þjer að jeg skammast mín að minnast á það en jeg skal nú reina að bæta úr því með því að senda þjer fáeinar línur. jeg frjetti úr brjefi frá Benidict að þjer liði vel og það gladdi mig mikið og að frjetta að þú hafir enþá bærilega sjón, það er nú svo lángt umliðið síðan jeg skrifaði þjer að jeg veit valla hvar jeg á að birja en first er nú að mjer og mínum líður vel Lof sje Guði

við eigum fjögur börn þrjá dreingi og eina stúlku elsti drengurin heitir Perry er á fjórtánda ári svo er Lúcy hún er á ellefta ári svo er Jóseph á áttunda ári og seinast kjemur Lárus á þrjðja þriðja ári þaug eru öll grinileg og lagleg börn þrjú gánga á skóla átta mánuði á ári þeim geingur öllum fremur vel. þú sjerð nú á pósthús nafninu að jeg hef flutt mig frá Firth mig minnir að jeg skrifaði þjer að jeg átti 80 ekrur nálægt Firth jeg seldi það vorið 1907 og fór 100 lílur mílur vestur og keipti 160 jeg seldi firir $70 ekuna og

keipti aftur firir $47,50c ekruna þettað land sem jeg keipti er allrabesta land mest af því nærri egasljett það rennur lækur í gegn um landið og meðframm læknum er góður skógur jeg hef 130 ekrur undir plóg en hitt er beitiland og heiland jeg hef gott hús með 5 stofum hlöðu sem heldur 8 hestum með fjósi firir 8 eða 10 kyr og svo rúm firir 12 tons af heii svo eru smábyggingar sem eru nú ekki uppá það besta við höfum nú verið hjer í tvö ár og kunnum vel við okkur firsta árið það var 1908

þá var hjer allrabesta uppskjera jeg hafði ifir 2500 bú. af mais og gott hveiti og hafra, árið sem leið var ekki eins gott jeg fjekk nærri 400 bu. af hveiti 325 af höfrum og 1500 bú af corni jeg er nú vant viðlátin að planta corn jeg hef 80 ekrur af corni í ár 20 af hveiti 20 af hofrum hitt er alfalfa og millet af gripum hef jeg nú 5 vinnuhross 2 trippi 6 mjolkur kyr 4 vetrunga og kálfa og 35 svín jeg atla nú með tímanum að reina að reisa nóg af gripum til að jeta upp allt sem jeg get gróið prísar eru samt góðir

mais er 50 til 60 cent hveiti er $ 100 hafrar 45 cent svín um 10 cent pund á fæti feitir uxar 6 1/2 til 8 cent pund á fæti land er nú líka að hækka í verði hjer það var ein jörð 160 seld í vetur 2 1/2 mílur frá mjer firir 90 dollars ekran, næsti nágranni minn seldi líka jörð sína í vor hann fór til Califronía hann var heilsulaus hjer hann var allra besti nágranni mjer leiddist að sjá hann fara flestir bændur eiga sitt land hjer í kríng allir hafa 160 sumir mikið meira nærri allir komu hjer fátækir nú eru allstaðar góðar biggingar

nóg af gripum skólar og kirkur eru allt í kring allir hafa telephon í húsum og margir hafa hestalausar kjerrur maður getur valla farið til bæar án þess að mæta þeim

jeg er 4 mílur frá bæ þú manst kannskje eftir Haistings jeg er 28 mílur suður og 6 austur af þeirri borg það var vestur endin af B V N járnbrautinni þegar þú varst hjer nú gánga línur í allar áttir og maður þarf hvurgi að ferðast meir en svo sem 6 eða 8 mílur til að komast til járnbrautar

það væri gaman ef þú værir komin hingað aftur til að sjá hvað hefur borið hjer við þjer þætti gaman að sjá mig úti á akri með 4 stóra hesta og göra tvegga mannaverk svoleiðis eru nú verkfærin allt er gört með fjórum hestum og sumt með sex og einn maður getur irkt 160 ek það er nú gott firir mig því jeg er nú 50 ára og það væri hart firir mig að gánga á eftir plóg dag eftir dag Perry getur nú gört allskonar vinnu með hestum en hann verður

að gánga á skóla og þegar hann er dálítið eldri eða hættir að gánga á skóla þá getur hann unnið á ökronum og jeg gæti þá hirdt um gripi

þettað brall kom mjer nú í skuld þegar jeg keipti þessa jörð þá gaf jeg pant á henni firir $2,300 og þar firir utan fjekk jeg til láns svo sem $1,200 meira en jeg hef nú brogað allt nema $1,800 og jeg hef von um að geta borgað það inan tvegga ára já jeg held jeg hafi nú sagt þjer allt sem jeg man um mig

og mína haga af Lárusi get jeg nú ekki sagt þjer mikið nema jeg held honum líði vel við fáum brjef og blað frá Firth nærri á hvurri viku svo kjemur gamli maðurin að sjá okkur við og við jeg meina tengdafaðir minn svo jeg heiri frá honum en ekki hef jeg sjeð hann eða fengið brjef frá honum í tvö ár hann bír á landi sínu kona hans er nærri í kör af gikt dóttir hans er gipt góðum manni þaug eiga dóttir sem er svo sem ársgomul

já elskubróðir ef þú færð þennan miða með skjilum þá skrifaðu mjer og segðu mjer hvernin þjer og Guðlaugu líður og segðu mjer allt um Olafsdal og hvað hefur breitst í saurbænum eru nú allar mínar framristur og oddin orðin að sljettu eingi mjer þætti gaman að heira hvað hefur breitst um og hvernin gengur Indriða Indriðasini og er Olafur lifandi með bstu kveðju til Guðlaugar og barna þinna er jeg þinn elskandi bróðir Bjartur

Skrifaðu utana til mín svona A Barnason Guide Rock Nebraska U.S.A.

Myndir:12345678910