Nafn skrár:BjoOla-1859-02-06
Dagsetning:A-1859-02-06
Ritunarstaður (bær):Ytri-Hlíð
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Óvíst
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 94 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Björn Ólafsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1801-00-00
Dánardagur:1866-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hrollaugsstaðir
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hjaltastaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

10 Heiðarlegum

Joni Borgfirðingi

Sendir

Björn Olafs son

hveðiu guðs og syna

Það mun líklega verða i ??? þinni að eg rita þér bréf, þvi eg gjörist nú ærið penna latur, líka eldist eg nú fast, og er miög so skiálfhentur, og hef æ sumar þetta sem liðið er, og það sem af er vetrinum, vonast eftir brefi frá þér, enn sú von brást, og má eg því ekki leingur, að tala ekkert til þin, first þu ræðir ekkert við mig; Margt i sögu þióðar vorrar, hefur verið harla merkilegt, þó að bæði þióðinn og landið sem hún biggir, þó hvorutveggi lítið; i samanburði við aðrar þióðir og lönd, þo hafa henni aungin að síður verið ákvörðið mikilvæg forlög , eins og sagann sínir, enn sialdann siest mér að markverðari tími, hafi liðið yfir oss Islendingum enn nú, tilburðirnir hafa að sönnu verið, a ymsum tímum mikið, storkostlegir, og ?? máttku öll forlaganna tekið miklu fastara á þióðar högum vorum enn nú, þegar i birjun skélfilegum tímanna sem yfir liðið hafa, enn aungvu að síður lítur margt iskiggilega út, nú sem stendur, so sem fiarkláða partinn; það mátti seigia að fiandmaðurin sað eitri þvi að vökumönnunum sofandi, þvi hvað gæti heitið að sofa ef það var ekki, þegar so vogáttur eru látin hindrunarlaust eða áfram leið sína, og gitra tiðri og skoða i allar attir, enn nægilegi tækifæri gefið til þess að drepa hann þá þegar, hefði viturlega verið aðfarið, enn ekki

hlaupið til Hialtalíns eins og þegar sál fór itl frétta við galdra konuna forðum, enda varð það að líkum notum, drepsóttin heldur nú áfram leið sína, þrátt firir allar tilraunir, síslu og hreppa nefndir hafa komið saman, hvarvetna i blöðonum hefur valla siest annað enn kláða málið, a alþingi var það kringum ræðt i firra, og nú i sumar var amtsfundinum stefnt saman á ?ánreíri til siðstu áliktana i þessu efni, og þó er enn alt sem ógiört sig, því árángurin er en ekki komin i ljós, enn tjón og kostnaður hvertveggi ómetanlegt, það er satt að amtmaður Havsten og sumir Húnvetníngar hafa sint bæði dreingskap og dugnað i varnar págu þessarar, enn ekki er þo séð að þeir géti so i þeim dirum staðið óvættur þessi komist ekki leingra, enn vilian er að virða og guð stirkir jafnan góðan vilia - annað teikn þessara tíma er yfirgángur frakka hér við land, þeir þekia hafið með fiski skírtum sínum, og láta herflota giæta þeirra, eins og þeir eíría hafi hin allra fullkomnustu róttindi til óviðjafnanlegra hagsmuna, meðfram þessu eru þeir að skióta trúar boðurum sinum á land upp eins og hér búi ekki firir nema heiðingar einir, enn skutna menn hlaupa þar og þar á land sér til fángs, enn vili, landsmenn veria eigu sina beria þáir á þeim, þetta er ekki ólik aðferð og höfð var á suðurhafseium first þegar þær fundust, og ekki vóru firir nema villu menn nu vilia þeir fá að setja hér fiski hialla sina, og stæðið undir þá, keipt við enar bestu hafnir landsins, allir géta nú séð hvað þetta hefur að þíða, enn vér höfum ekki til neins að leita, danir rugga þarna niðri á skika sinum, og þora ekki hefia höfuð sitt, þvi frakkar hafa ægishiálm i augum,

frakkar munu ætla sér, þegar þeir hafa komið sér so firir sem þeim líkar, að hafa hólma þennan fra,dönum, á einhvörn hátt, og Island sig so nylenda þeirra, upp f´ra þvi, en eiða máli voru og þióðerni, giöra okkur að frökkum, brúka oss siðan firir siódata, og fiskimenn starfa að varnar kastala biggíngum, go so framveigis,- ekki- er spáin góð- betur hún kiæmi aldrei fram - aungvar hefi eg friettir að seigia þer hér að að austan, tiðin hefur hef góð verið siðan vetur biriaði og til þessa, tveir urðu hér eistra mannskaðar á öndvarðum Jólum, en fleiri slisfarir hef eg ekki fiett, kaupskipið hafnaði sig hér i vipnafirði Sunnudagin 4ða i vetri eftir langa og mælusama uti vist, hafði það tvisvar rekið héðan undan landi til noregs, hófst hér þá hin mesta verslan um og firir Jólaföstuna - fátt hef eg sieð af bónum þeim er ut hafa komið nema bókmentafielags bækurnar og fielagsritin og eru verk þau eins og vant er hin ógiætustu nema eg hef ama á kvæða greionum pópastu og ekki fist á visum um Mortem og djöfulin, þvi eg heiri giörla að hun er giörð um Enther vorn, eg skil ekki i þvi hvaða meining þeir hafa haft að setia þvilikt ódæði i so alþióðlega bók, sem felagsritin eru - Jarða mafið hefiegskoðað og er það eins og eg þóttist eiga von á nefnilega Ránglátt og vitlaust i alla staði, og aldrei skilði það verða löggilt ef eg rieði - enleifir hverki tíðinn né rúmið að eg ræði meira við þig hvört mér auðnast það optar eða ekki, eg giörði það til þess að þú vissir mig á lifi, ánægiu hefði eg haft af að meiga siá og tala við þig heilbrigður enn ekki er visst að þess verði kostur firírgéfðu þinum eslkandi vin þetta leiðinlega blað

vertu ætíð blessaður og farsæll þess oskar þér af híarta þinn einlægur kunníngi

BOlafsson skrifað i ytrihlið a þrettanda 1859(ES)þegar eg var að búa bréfin á stað kom bréfið frá þér þann 9da þ.m: sem eg þakka þér firir ??

Til

Hr J Borgfjörð

bokbindara

á Akureiri 6 Febrú 1859

Myndir:12