Nafn skrár: | BotBjo-1864-03-24 |
Dagsetning: | A-1864-03-24 |
Ritunarstaður (bær): | Ytra-Álandi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Þing. |
Athugasemd: | Björg var kona Bened. í Tungu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3029 4to |
Nafn viðtakanda: | Björg Jónsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Bóthildur Björnsdóttir |
Titill bréfritara: | húsfreyja |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1812-02-16 |
Dánardagur: | 1887-12-23 |
Fæðingarstaður (bær): | Lundarbrekka |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Bárðdælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Ytra-Álandi dag 24 Mín Ástkær fornvina! Guð anist þig allar stundir.- Næst óskum allrar lukku og farsælðar til þín filgir mitt hjartans þakklæti fyrir alla digð og trigð mjer og mínum auðsýnda frá firstu viðkinníngu til seinustu samfunda í vor, fátt er í fréttum að segj aþjer kæra Björg mín! utan það að mjer og mínum líður bærilega lof sje þeim algóða! Jeg hef kunnað hjer allvel viðmig mjer þikir hjer nógu fallegt, mjer þekir príði að sjá á sjóin þó mjer þeki hjer ekki nærri því eins fallegt og indislegt eins og í dalnum mínum, sem mjer þikir líkast að jeg sjái ekki framar- Björn hefur víst sagt þjer það að jeg fór til Árna mótbiliðmansens snemma í vetur, og verð hjá honum til Krossmessu mjer hefur fallið vel við hann, það er mesti ráðvendnis maður hann er ofur fálátur og dapur af konumissinum, Jeg hef haft lítil kinni af Afnbæa fólki en það lítið, jeg hef kinst við það hefur það verið að góðu, en öngva á jeg hjer vinkonuna, sem varla er von.- Það held jeg við verðum hjer öll kjur eptir leiðis ef guð lofar nema Þóra mín hún fer í Dal til gamla Björns og Arnþrúðar en hvert jeg fer til Ólafs aptur (eða: til Ásmundar sem jeg held að verði sjálfsins maður) veit jeg ekki. Jeg trúi mig lángi ekki í húsmensku, því mig minnir jeg væri búin að reina hana á Bjarnarstöðum, þó mjer kinni að verda hún notalegri hjer, en allstaðar þikir eitthvað að, í hvaða stöðu sem menn eru í þessu Völundarhúsi,_ Hjer hefur verið bág tíð, síðan um góukomu með frosti og hríðum þó hefur lítið verið gefið gjeldfje því sem við sjó gengur og það sje jeg að betra er að fleita hjer fje en í innsveitum.- Tvisvar hef jeg til kirkju komið Prestshjónin vóru mjer góð og eiginleg, mjer var gefið kaffe það var gott fyrir skrokkgarmin minn því hann er optast svalur nú orðið, en sálarfæðan kom mjer ekki eins" notalega fyrir.- Jeg hafði heirt að Fúsi prestur væri góður ræðusmiður, go það er víðast svosje en mikill þikir mjer til aptur og segja mjer í frjettum af Fósturjorðinni það sem þú gjetur smátt og stórt.- - Jeg átti eptir að segja þjer frá því að þaug komu hjer í Vetur Borga-hjónin Ásmundur og Kristjana hún bar sig ílla yfir bjargarskorti og nakleik, en sumir segja hún kunni að víla, jeg veit nú ekki um það en víst er henni lífið eitthvað mæðusamt. Jeg sá það strax á svip henanr áður en hún talaði nokkurt orð við mig að hún var svekkingarlegri en þegar hún var hjá ykkur á Hlíðarenda.- Berðu kæra kveðju mína kalli þínum og nörfnu þinni líka bið jeg að heilsa gamla og góða kunninga Jóni mínum Gíslasyni, Jeg bið að heilsa Guðrúnu Vigfúsd á Kálfborgará- að liktum fel jeg þig forsjón Bóthildur Björnsdóttir Til Húsfreyju Bjargar á/ Hlíðarenda í Barðardal |