Nafn skrár: | DavVal-1911-03-29 |
Dagsetning: | A-1911-03-29 |
Ritunarstaður (bær): | Syðra-Hvarfi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Árnesinga, Selfossi |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Davíð Valdimarsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1864-09-01 |
Dánardagur: | 1919-11-13 |
Fæðingarstaður (bær): | Engidal |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Bárðdælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Widoak 29. mars. 1911 Elsku bróðir! Guð gefi þjer allar stundir gleðiligar og að þessi miði hitti þig og þína heilbrigða á sál og líkama. Af sjálfum mjr er ekkert að segja nema heldur gott; brjef frá þjer eða að segja hálft orðum ykkur jeg vildi bara að þú værir kominn hingað með allt þitt skildu lið þú mundir alldrei yðrast eftir því þá gætum við talast við allt sem okkur vantaði sem mundi vera margt þegar við færum að tala um liðna tíð, það er nú ekki neitt sem jeg get sagt þjer í frjettum því af sjálfum mjer er ekkert nýtt að segja og hjer í þessari byggð eru svo fáir sem þú þekkir flestir þingeyingar eru hjer langt vestur í landi um 300 milur hjeðan. Guðbjörg fór þangað vestur í vetur og sá marga gamla kunning okkar þar er sistir hennar Guðrún og maður hennar og börn það var mikill fagnaðar fundir með þeim sistrum þær höfðu ekki sjest fyrri í þessu landi og það voru 37 ár sem þær hofðu ekki sjest Nú skrifa jeg ekki meira í þettað sinn en vona þú skrifir mjer eins fljótt og þú færð Guð annist þig og þína mælir þinn bróðir Davíð Valdimarsson konan og börnin biðja að heilsa |
Myndir: |