Nafn skrár:AdaBja-1913-11-30
Dagsetning:A-1913-11-30
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Guide Rock Nebraska

þrijtugasta Nóvember 1913

Elskulegi Bróðir

Jeg sest nú niður að skrifa þjer fáeinar línur þó seint sje jeg bið þig að firirgefa hvað leingi það hefur dreiist firir mjer að skrifa þjer og þakka þjer firir seinasta brjefið þitt sem skrifað var 7da Desember 1910 það er nú lángur tymi að taka til að svara brjef og skammast jeg mjer mikið firir það en þó það sje 3 ár þá hefur nú ekki mikið borið við hjer hjá okkur sem sje í frásögn færandi nema það að okkur hefur öllum liðið vel, við erum öll við frísk sem stendur og vona jeg að þessar lynur finni þig

líka frískan og fjörugan

Já eins og jeg sagði þá hefur ekki mikið borið við hjá okkur allt er nú svona við það sama Jeg er nú 54 ára í vor ef jeg lifi og hef góða heilsu ekki mikið farin að hærast og vinna þreitir mig ekki mikið. Konan er 4um árum yngri en jeg en er mikið farin að lyast þó er hún við bærilega heilsu. Perri er elsti dreingurin er nú á 18da ári er góður og og efnilegur dreingur hann kláraði sig við alþyðuskólan í firra en en atlar að fara aftur svo sem 3 manuði í vetur en hann vill ekki fara á háskóla því hann segist atla að verða bóndi, Lúcy er næst hún er á 16da ári hún er nú

á skóla og verður nú búin í vor hún er mikið gefin firir bækur og hana lángar til að vera kjennari en jeg veit nú ekki hvað verður um það því mamma hennar er einsömul og farin að eldast og ætti að hafa hjálp. Já svo er nú Jóseph og Lárus Jóe er á 11ta og Lárus á sjötta ári báðir eru efnilegir og gánga á skóla

af búskapnum er nú að sega að það gengur nú svona upp og niður eftir tyðinni það hafa verið bærileg árferði upptil þessa en ekkert til að raupa um þettað ár var einkanlega rírt þá var hveiti fremur gott og töluvert af höfrum og ein slátta af alfalfa en ekkert corn

mais það er enþá mesti jarðargróðin í Nebr og það gerir mikið til þegar það brext það vóru einldir þurkar og heitir vindar frá may til september og allt skrælnaði upp Júny var eini manuður sem jeg gaf ekki kúnum corn var allt sleiið firir hei það er að seia það sem brann ekki alveg upp jeg hafði 70 ekrur í corni og sló allt nema svo sem 15 ekrur og hef nóg gripafóður nema hestahei firir næsta sumar sem jeg verð að kaupa það er nú $15 a ton margir sendu gripi sína a markað en jeg kjeipti cornbindara og sló 230 ekrur firir 75 cent ekruna maskínan kostaði 130 svo

mjer síndist það betra ráð en að selja kyrnar og hafa ekkert firir næsta ár.

Jeg hef nú af gripum 7 kyr og 5 vetrúnga 6 vinnuhross 2 trippi 19 svín jeg hafði 40 svín alin í vor en hef selt það sem jeg gat af þeim því corn er $100 bushelið og það er of 00 dírt til að feita svín. mjer hefur nú geingið fremur vel syðan jeg skrifaði þjer jeg er nú búin að borga firir jörðina og í firra bigði jeg á húsið sem er nú 32 með 28 fet með lofti á loftinu eru 5 svefnstofur og á gólfinu eru gestastofur bastofa eldhús og f0000lín svefnstofa og pareh (jeg hef ekki betra orð firir það) á sunnan og vestan hliðum hússins

svo er nú þvotta og reikhús útbiggingar eru nú hestahlaðan sem er 32 fet báða vegi með lofti og gripa fjós 32 með 12 fet er opið til suðurs það er firir lausa gripi svo er cornbúr firir 1200 búshels og cornhjallur firir 800 bu svínahús 32 með 12 fet þettað er nú hjerumbbil allt um búskapin sem stendur

það hefur nú mikið breitst hjer syðan jeg kom hjer firir 32 árum land var $20 ekran í king um Lincoln þegar jeg for til Nebr í 1881 nú selst það frá 100 til 150 ekran hjer í kring hundrað mílur vestur frá Lincoln selst land frá 85 til 125 ekran þeir sem eiga ekki neitt land hafa

ekki nærri eins gott tækifæri til að eignast hjer land í framtíðinni og rentarar hafa það nú ekki sjerlega glæsilegt margir gefa helming aðrir 2/5 og en aðrir 3 1/2 og $4,00 á ekruna það kostar líka mikið meira að birja búskap það tekur svo sem þrefalt meira af hestum og verkfærum en en ekki meira reist af ekru allur munur er að það sem selt er er í hærra verði

þú spurðir mig í einu af brjefonum þínum hvurnin mjer litist á að þú sendir mjer litist á að þú sendir mjer einn eað tvo efnilega dreingi og skal jeg nú sega þjer að það gæfi mjer mikla ánæu að taka á móti þeim

en ef þeir vilja verða bændur þá álít jeg að Nebr sje nú orðið of gamalt eða að það sje nú ekki eins gott og sum nyrri hjeröð jeg hugsa oft um dreingi mína hvað verði um þá ef jeg gæti fengið konuna til að selja þá held jeg að jeg seld út og færi norður þar sem jeg gæti fengið heila sexion en jeg er nú orðin of gamal til að flækast og jeg er líka vel ánægður hjer og sannarlega þakklátur firir það sem Guð hefur lánað mjer

Jeg vil nú minnast á Lárus því jeg byst ekki við að hann sje meira firir skriftir en jeg er

jeg sá hann um Jólin í firra jeg hef nú sjeð hann svo sem einusinni á ári síðann við fluttum okkur þó hann hafi nú aldrei komið að finna mig hann er við allgóða heilsu er samt orðin bogin og grannur þó er hann kátur og spaugsamur enþá kona hans er mjög heilsulaus húner nærri í kör af gikt Larus verður að passa uppá hana rjett ens og úngbarn með köblum hann rentaði út landið í firra og bóndin sem hafði það sáði mestu af því í hveiti og fjekk svo sem 1000 búshels það var of mikið firir Lárus hann sagðist allteins vel meiga hafa það

allt eins og hafa helmingin svo hann fór að vinna landið sjálfur en hvað hann hafði uppúr því veit jeg ekki en jeg veit nú samt að ef hann gæti þá lángar hann heim til að sjá þig og það er nú eins um mig elsku bróðir hvað mig lángar stundum til að koma en það er óhugsandi vegna þess að familya mín gæti ekki haft neitt af þeirri skjemtun en jeg gæti ekki skjemt mjer án þeirra Já jeg held nú að það sje komið nóg af þessu rugli svo bið þig firirgefa hvað þettað er ómkerkilegt með hjartans kveðju til Guðlaugar og Borgu er jeg þinn elskandi Bróðir Bjartur

Myndir:12345678910