Nafn skrár:DavVal-1914-10-14
Dagsetning:A-1914-10-14
Ritunarstaður (bær):Syðra-Hvarfi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Árnesinga, Selfossi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Davíð Valdimarsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:1919-11-13
Fæðingarstaður (bær):Engidal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Bárðdælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

2

prentsmiðjunni og segju mjer að þeir geri það reglulega og meira veit jeg ekki. Af sjálfum mjer og mínum er ekkert að segja nýtt höfum öll

viðunanlega heilsu eftir aldri og ástæðum (lof sje Guði) um líðina er það að segja að hún var helst til þur í sumar rigndi alldrei

fyrri partinn og helst til miklir hitar svo uppskjera er hjer mj0g rír og hefur ekki borgað þann kosnað sem

henni er semfara Jeg fjekk 300 bússel í haus ef 30 tíu ekrum en í fyrra 1,400 af 75 ekrum jeg kvíldi í sumar 45 ekrur nú er

verður allt plægt í haust og vel undir búið fyrir næsta sumar

1914

Wild Oak 14 oklob

Elsku bróðir!

Jeg óska og vona að þessi miði sem jeg nú er að birja að pára þjer hitti þig og þína í glöðu og góðu ástandi. Það er orðið svo langt síðan

jeg fjekk miða frá þjer að jeg verð að reyna að tala til þín í þeirri vonaf að þú ansir mjer, jeg skrifaði Boggu sistir í fyrra

og bað hana að sigja þjer að jeg hefi í fengið myndirnar með góðum skilum og er jeg þjer mjög þakklátur fyrir þær, Jeg birjaði um það þuð leyti að

senda þjer Lögberg en veit ekki hvort nokkuð af þessu hefur komið til skila þeir senda blaðið beint frá

3

ef þá verður hægt að fá útsæði það eru hjer yfirleitt harðir tímar einkum í bæunum vinnuleysi og peninga leysi því þegar landbúnaðurinn bregst að

einhverju leyt þá er dauðin fyrir dirum í bæunum; og svo bætir nú ekki Stríðið úr skák ertu annars ekki hissa 2 / ?

af grimd og drattnunargirni þjóðanna þettað er nú ávöxturinn urinn af mentun heimsins Hvernig líst þjer á Eymskypa fjelagið? mjer

finnst það mun ekki verða mikið gróða fyrirtæki en svo er jeg ekki nógu kunnugur því jeg lofaði í það 100 kronum ekki af ábata von heldur til að vera með

eins og landinn segir Jeg ættla nú ekki að

4

skrifa meira í þettað sinn því jeg er efins hvert tettað það kemst yfir hafið án þess að lenda í einhvern

blóðpollinn sem nú er of mikið af í Norðurálfunni. Konanog börnin biðja að heilsa öllum sem því vilja taka

Vertu svo best kvaddur og Guði falinn mælir þinn bróðir

D Valdimarson

PS. mig er farið að langa að koma heim og sjá gömlu stöðvarnar, en það er alltaf eitthvað á móti því og alldrei kemur neitt hingað af mínu fólki og

svona gengur það víst þangað til maður veltur útaf

Myndir: