Nafn skrár: | EggLax-1895-01-31 |
Dagsetning: | A-1895-01-31 |
Ritunarstaður (bær): | Akureyri |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | hluta myndar vantar (irr á Lbs.) |
Bréfritari: | Eggert Laxdal |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1850-02-09 |
Dánardagur: | 1923-08-01 |
Fæðingarstaður (bær): | Akureyri |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Akureyri |
Fæðingarstaður (sýsla): | Eyf. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Akureyri, 31 Janúar 1895 Háæruverðugur Herra prófastur Einar Friðgeirsson Borg helzt til ólmur, sem eg vilji farga Ekki get jeg fullyrt að andarnefjulýsið sje óyggjandi læknismeðal við bráðapest, en það er víst að margir ætla það. Sagt er að Ari bóndi Jónsson á Þverá þykist hafa læknað 1 kind með því, sem pest var búin að fá, og Sigurgeir bódi á Öngulstöðum á að hafa læknað kindur; hann ætla jeg beztan fjár hirðingarmann hjer í sveit. Hvorugan þessara manna hefi jeg getað fundið síðan jeg fjekk brjef yðar og heyri stöðugt ymsar meiningar manna um hvort lýsið dugi eða ekki, sumir trúa því en aðrir ekki; þó heyri jeg miklu fleyri vera á þeirri skaðun áður en kindin er búin að taka veikina í sig. Jeg hefi sjálfur all mikla trú á Andarnefjulýsi og hinum miklu verkunum þess- Hjer á Akureyri lagðist maður fyrir 2 árum síðan í garnaflækju. Læknirinn hjer reyndi til við hann Það sem hann gat, en alt árangurslaust. Maðurinn var aðfram kominn og læknirinn sagði að hann mundi varla lifa sólarhring lengur, því saurinn var farinn að ganga upp úr honum, þá kom ráðlegging frá Ásgeir læknir Blöndal að reynandi væri að gefa honum Andarnefjulýsi og hreyf það svo að kalla strags, manninum fór þegar að lina við fyrstu inngjöf, og eftir nokkrar komst lag á alt, svo að hann varð jafn góður að stuttum tíma liðnum. Þetta er áreiðanlega sönn saga. Sje nú bráðapestin svipuð veiki og hrossasótt eins og sumir halda, finst mjer mjög sennilegt að lýsið eig við hana. Bændur hjer þykjast nefnilega hafa tekið eftir því að fje sje hættast við veikinni þegar því er beitt á rauða jörð í frostum, og ímynda því sem selji stíflur ! inníflin svo saurin smátt og smátt harðni upp og rotnun komi svo í innýflin. Margir ségjast varna veikinni með því að gefa fjenu á morgnana dálitla tuggu af svo kraptgóðu heyi sem þeir eigi til og byrja það strags á haustin áður en frost fari að koma, þeir sem því geta viðkomið láta lýsi eða lyfur í þetta hey, sumir gefa líka saltvatn inn Hjer í firðinum hefir pestin ekki verið mjög skæð í vetur, nema fremst í Sauðrbæjarhreppnum, þar hefir Jóhann bóndi á Torfufelli mist einna mest, Um miðja jólaföstu var hann búinn að missa nálægt 30 Kindur af sínum 1000, þá fjekk hann sjer lýsi (almennt þorskalýsi) og setti í hey sitt og tók þá að mestu fyrir veikina, þó hefi jeg heyrt að hann hafi mist 3 kindur síðan Verðið á Andarnefjulýsi er hjá mjer 1/1 flaska 0,60 aur pitturinn og sje tunna tekin þá 750 aura -"- Lýsi það sem jeg hefi er brætti úr efstu himnunni af spikinu, sem lítur út fyrir að vera mikið fínni og feitari en hitt af spikinu Jeg bið yður, ef að þjer hugsið til að fá eitthvað af lýsinu að láta mig vita um það, sem allra fyrst, því jeg á ekki orðið eftir nuna liðuga tunnu af því. Svo bið jeg yður að fyrirgefa alla þá predikun sem jeg hefi um pestina haldið, sem kemur af því að jeg og heyri opt marga bændur vera að tala um hitt og þetta honum að víkjandi, sem jeg set á mig, ef mjer þykir eitthvað í það varið til þess að geta gjört mig merkilegan með því, þar sem jeg get því við komið Eitt gleimdi jeg að taka fram sem öllum Eyfirðingum ber saman um það er að góð meðferð á fjenu sje áreiðanlegasti og hlýt að tilfæra það til afsökunar fyrir frágangvinnu á þessu brjefi Með virðing og vinsemd Eggert.Laxdal. |