Nafn skrár:EinAnd-1857-10-03
Dagsetning:A-1857-10-03
Ritunarstaður (bær):Bólu
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 94 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Andrésson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-10-29
Dánardagur:1895-06-03
Fæðingarstaður (bær):Bakka
Fæðingarstaður (sveitarf.):Viðvíkurhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bólu d. 3ja Oktober - 1857

kjærivinurmin!

Með Innilegasta þacklæti fyrir Síðustu samfundi, rita eg fáar línur i flíti að blað þetta; ekki get eg sagt þer neitt nístárlegt, her ber eckert til nílunda. enn Tíðræðast er mönnum um fjárfaraldrið enn allt fer sínu fram á jafna leið, ef til eiðileggíngar á að stefna.- ekki hefur tíðin verið mer eptir lát að Oskum i Sumar, jeg hef verið svo heilsu veill ða nálega hefi haldið við rúmið með köblum og nu lítið farið að batna; þó horfir heldur til þess. samt hefi eg náð heyum líkt og að undanförnu; hvað líður þer með það sem við áttum talið um, hefur þu getað fengið nokkuð af feiti, jeg kinni að géta utvegað þer svo sem fjórðúngs vyrði ef i vandræðum værir, enn það er svo Ogndlega Dyrt, um þettað skaltu skrifa mér til baka enn láttu hljótt yfir því, við brefberan! nú sendi eg þer ilións kviðu Hómers og Svarið til Hjalltalíns frá M:, Sögu og rímna registur þitt sendi eg ekki um sinn, og ekki ræðurnar, það skal með skilum síðar! g marga leiðinda stund, hafa þó bækur þessar Stitt fyrir mer þegar eg hef ekki þolað að starfa, og þakka eg þer her með Innilega fyrir lán á þeim! Bækurnar sendi eg með J. Jónatanss

Forláttu klórið best qvaddur með ollum þínum af þínum einl.vin EAndressyni

S.T

Bókbindara J. Borgfjörð

a/ Akyreyri filgja Bækr forsiglaðar6ta oktobr 1857Stephan Arkason veismsla

Myndir:12