Nafn skrár:EinAnd-1858-03-05
Dagsetning:A-1858-03-05
Ritunarstaður (bær):Bólu
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 94 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Andrésson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-10-29
Dánardagur:1895-06-03
Fæðingarstaður (bær):Bakka
Fæðingarstaður (sveitarf.):Viðvíkurhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bólu þann 5ta Marts - 1857

góði vinr!

Af því nú er orðið svo hræðilega lángt síðan við höfum rítast á sest eg nú niðr við bref skika þenna og hefr hann fyrst Innihalds, þakklæti fyrir undanfarin vinarhót frá þinni hendi, og síðan koma fram sundrlausir þánkar og bjrja á því að tíðin hefr verið her hinbliðasta yfir lángan tíma, engir nafnkendir hér um Sveitir andast, enn slisfarir sn???n muntu heirt hafa hörmulegar að nokkru leiti ylla horfir til um hríðarpestina vestra! jeg held húnvetníngar ætli nú ekki að taka ríflegar til ráða enn Sunnlengíngr allt svo linir þeir hafa þókt,- dálítið verðr að minast á bækr! jeg er nú búinn að lesa allar Bækurnar sem komu frá félagínu i sumar, fallegt er forn brefasafnið gamla eign Islands - enn hvað hefr þú níast núna vinr? víst eitthvað! segðu mer með línu, hvað helst; Fréttst hefr núna fyrir skömu; að maður vesturí Hallárdal Bóndi á Sæunnarstöðum Þorbergr að nafni hafi fallið af hesti og slasast; gjörðu nokkuð fyrir mig! komdu manninum sem bref þettað ber, i tal við Sv, Skúlason, hann vill koma máli, við hann enn er lítt kunnigr, en um þinn bústað segj eg hönum sem glöggast, ef eg lifi finn eg þig i sumar og máksi fyrr, heilsaðu frá mer konu þini, forláttu fáar línr guði falin i bráð og lengd af þinum einlægun vini EAndréssyni

S.T.

Bókbindara j. Borgfjörð

Akureiri 11 MArs 1858

Myndir:12