Nafn skrár:EinAsm-1858-12-02
Dagsetning:A-1858-12-02
Ritunarstaður (bær):Nesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Ásmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1832-06-21
Dánardagur:1897-10-20
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Rauðuskriðu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

nesi. 2. d. Desember 1858

Góði vinur!

Jeg hef við og við verið að hugsa um tímaritið, sem við vorum að tala um seinast, og sýnist mjer alltaf hvernig sem jeg lít á málið að tiltakilegast væri að gefa það út í heftum eins og við minntumst á, en ekki í blöðum. Jeg bar þetta undir álit sjera Björns í Lanfasi og var hann mikið vonar daufur um að það mundi ganga út og litið vil jeg ætla uppá að hann styrkti til þessa. Samt sem áður er jeg nú á því að við ættum að byrja á því til reynslu, og skyldi

jeg reyni að tína saman eitthvert rusl í þetta fyrsta hepti.- Jeg hef beðið sjera Sigurð seila neinn umd álítinn styrk og á jeg von á að hann láti eitthvað af hendi rakna, því hann hefur lengi viljað koma á fót tímariti sem hefði hjer um bil þessa stefnu.- Það sem mest er mjer til óhægðar í þessu máli er bókaleysið, þar sem jeg er hjer svo afskekktur, Á Akureyri má án efa fá margar bækur til að tína saman úr því sem aðgeingilegast væri fyrir alþýðu. Jeg vildi þú hefðir einvher ráð með að útvega mjer í þssu tilliti eitthvað af þeðasigum fróðlegum og skemtilegum, því allir gyrnast að heyra þær.- Jeg get fengið Magnus fer

Natur og ?????, og ??? magasínið hjerna í nánd en mig er ekkert annað af þessu tægi. Nálægt Jólunum eða Nýárinu vona jeg að jeg komi inneptir og þá getum við eitthvað skrafað og skeggrætt um þetta.

þinn einlægur vin EÁsmundsson

S.T.

herra bókbindari Jón. Borgfirðings

á/Akureyri

Myndir:12